Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 12

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 12
Miðdalsfélagið 50 ára í tilefni hálfrar aldar afmælis Miðdals- félagsins, félags sumarbústaðaeigenda í Miðdal, var haldið hóf þann 21. mars sl. í Akogessalnum í Sigtúni. Mættu um 90 manns á þennan fagnað. Formaður Miðdalsfélagsins, Krist- ján G. Bergþórsson, bauð gesti vel- komna og sagði m.a. í ávarpi sínu að það mætti halda langa ræðu um frum- byggja prentara í Miðdal og framsýni þeirra sem stóðu að kaupum á Miðdal á sínum tíma og færði þeim þakkir fyrir störf í þágu þeirra, sem nú njóta góðs af. Ymislegt var til skemmtunar og flutti Jón Ágústsson hátíðarræðu kvöldsins. Fjallaði hann aðallega um fyrstu ár prentara í Miðdal og þá erfiðleika sem þeir áttu í við byggingu fyrstu húsanna, en það var um 1942. Formaður FBM, Þórir Guðjónsson, flutti ræðu þar sem hann reifaði m.a. fyrirhugaðar framkvæmdir í dalnum, svo og hvað stæði til eftir að ábúðar- samningur við núverandi ábúanda rynni út, en hann gildir til fardaga 1994. í tilefni dagsins færði hann fé- laginu gjafabréf upp á kr. 100.000,00 til kaupa á plöntum til gróðursetning- ar í orlofslandi Miðdals. Formaður Miðdalsfélagsins þakkaði Þóri höfðinglega gjöf FBM til félags- Kristján G. Bergþórsson ins og hvatti félaga til að standa sam- an að plöntun á komandi sumri. Tveir félagar Miðdalsfélagsins voru heiðraðir í tilefni dagsins. Þeir eru: Jón Otti Jónsson, fyrrverandi formað- ur Miðdalsfélagsins og einn ötulasti félagi þess í áraraðir og Jón Ágústs- son, fyrrverandi formaður HIP og hjálparhella Miðdælinga til margra ára. Formaður færði þeim fyrir hönd félagsins stækkaðar myndir af orlofs- svæðinu í Miðdal sem Mats Wibe Lund tók. I tölu formannsins kom fram að það hefði ekki reynst erfið ákvörðun fyrir meirihluta stjórnarinn- ar, tók hann fram að Jón Otti, sem er enn í stjórn, hefði ekki tekið þátt í at- kvæðagreiðslu né umræðu. Einnig var á dagskrá fjöldasöngur, happdrætti og að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. Veislustjóri kvöldsins var Ragnar Magnússon. Stjórnaði hann veislunni með mikilli prýði. Þegar gestir mættu til hátíðarinnar blasti við þeim sjónvarpstæki. í því var sýnt myndband, sem FBM hafði látið gera eftir kvikmynd, sem tekin var á árunum 1950-1955 og sýndi fólk- ið sem þar var og bjó á þessum árum og hvernig það hafði það. Var mynd- bandið fengið að láni hjá FBM. Sátu eldri félagar gjarnan oft fyrir framan tækið meðan á hófinu stóð, en mynd- in var sýnd nokkrum sinnum. Var það mat manna að sjaldan hefði verið haldin betri hátíð á vegum Miðdalsfélagsins. A.H. Jón Otti Jónsson þakkar Miðdalsfélögunum fyrir gjöfina 12

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.