Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 5

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 5
Þór Þorvaldsson og Pétur Ágústs- son aðalendurskoðendur og til vara: Jason Steinþórsson og Hallgrímur P. Helgason. Iðnréttindanefnd í Iðnréttindanefnd voru kosnir: Gísli Elíasson, Grétar Sigurðsson, Eggert ísólfsson, Jón Trausti Harðarson, Ólafur Björnsson og Tryggvi Þór Agnarsson. Prentarinn Stjórn FBM lagði til að Þórir Guð- jónsson yrði ritstjóri Prentarans. Ein önnur uppástunga kom til viðbótar, hún var um Rónald Kristjánsson. Kosningar fóru þannig að Þórir hlaut 36 atkvæði gegn 8 atkvæðum Rónalds og Þórir því réttkjörinn ritstjóri Prentarans. Lífeyrissjóður bókagerðarmanna Fyrir lá að kjósa einn aðalmann og varamann í stjórn Lífeyrissjóðs bóka- gerðarmanna. Stjórn FBM lagði til Þóri Guðjónsson og Ólaf Björnsson sem varamann. Samþykkt samhljóða. Fyrir lá tillaga frá stjórn um að taka upp greiðslur til stjórnarmanna fyrir setna stjórnarfundi. Smávægileg breyting við tillögu stjórnar var sam- þykkt og hljómar tillagan sem sam- þykkt var þannig: Aðalfundur Félags bókagerðar- manna, haldinn 27. apríl 1992, sam- þykkir að teknar skuli upp greiðslur fyrir setu í aðal- og varastjórn félags- ins, þó ekki starfsmenn félagsins. Að- alfundurinn felur trúnaðarmannaráði félagsins að setja reglur hér um, bœði hvað varðar fjárhœð fyrir hvern setinn stjórnarfund sem og fyrirkomulag greiðslna. Eftirfarandi tillögur voru samþykkt- ar samhljóða: Aðalfundur Félags bókagerðar- manna, haldinn 27. apríl 1992, felur stjórn félagsins að láta skrá sögu stofn- félaganna og sögu FBM til ársins 1997. Stjórninni er jafnframt falið að ráða starfsmann (menn) til þessa verkefnis. Aðalfundur Félags bókagerðar- manna, haldinn 27. apríl 1992, felur stjórn félagins að láta taka saman og gefa út nýtt Bókagerðarmannatal. Stjórninni er jafnframt falið að ráða starfsmann (menn) til þessa verkefnis. Aðalfundur 92 felur stjórn og trún- aðarmannaráði að kanna þörf og ann- ast ef þurfa þykir kaup á orlofsíbúð á Reykjarvíkursvæðinu. FBM veitir Samtökunum um vega- laus börn 100.000,- kr. styrk. Aðalfundur Félags bókagerðar- manna haldinn að Hótel Holiday Inn, mánudaginn 27. apríl 1992, álítur tímabært að fram fari nú umrœða í fé- laginu um að það gerist aðili að Al- þýðusambandi fslands. í því skyni beinir fundurinn því til nýkjörinnar stjórnar FBM að hún undirbúi þá umræðu sem fyrst og alls- herjarkosningu um aðild, þar ráði ein- faldur meirihluti. Aðalfundinum lauk um kl. 22.30, fundarstjóri þakkaði fyrir góðan og málefnalegan fund. G.P.S. Nefndakosningar í bókasafnsnefnd var Bergljót Stef- ánsdóttir kosin. í ritnefnd voru kosin: Elín Sigurð- ardóttir, Georg Páll Skúlason og Þor- steinn Veturliðason. í laganefnd voru kosnir: Grétar Sig- urðsson, Ólafur Björnsson og Sæ- mundur Árnason. í stjórn Prenttæknistofnunar voru kosningar milli: Þóris Guðjónssonar, Ólafs Björnssonar og Margrétar Rósu Sigurðardóttur. Þórir hlaut 34 at- kvæði, Ólafur 33 og Margrét Rósa 19. Þórir og Ólafur eru því fulltrúar FBM í stjórn Prenttæknistofnunar. Önnur mál Undir liðnum önnur mál, lágu nokkur mál til afgreiðslu. Myndir frá aðalfundinum. PRENTARINN 2.12. '92 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.