Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 13

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 13
Orlofshús FBM Eins og flestir félagsmenn vita eru í eigu Félags bókageröarmanna ellefu orlofshús. Átta þeirra eru í Miödal v/ Laugarvatn, eitt í Ölfus- borgum, eitt aö lllugastööum í Fnjóskadal og íbúö á Akureyri. Öll orlofshúsin eru í útleigu fyrir fé- lagsmenn frá 15. maí - 15. sept- ember ár hvert. Auk þess er hægt aö leigja hús í Miödal og Ölfus- borgum allt árið. Nýting orlofshús- anna hefur veriö mjög góð yfir sumarmánuöina eöa allt aö 90% nýting. Félaginu berst fjöldi um- sókna um orlofshúsin, en þó áber- andi flestar á ákveðnum tímabil- um, þ.e. frá 9. - 15. viku orlofstím- ans. Fyrir bragöiö er hætt viö aö þaö fái ekki allir úthlutað og jafnvel fólk sem hefur aö baki langan fé- lagsaldur. Úthlutunarreglur vegna or- lofshúsanna eru eftirfarandi: Þeir sem ekki hafa fengið út- hlutað undanfarin þrjú ár, fara í forgangshóp, sem síðan raðast eftir félagsaldri umsækjenda. Sá sem ekki hefur fengið úthlut- að s.l. þrjú ár og hefur hæstan félagsaldur í hverjum hóp er rétthæstur. Hægt er að sækja um aðal- og varatímabil. Alltaf er reynt eftir fremsta megni aö veröa við umsóknum, en því miður gengur þaö ekki alltaf upp. Nú í sumar njóta u.þ.b. 140 félagsmenn og fjölskyldur þeirra þess aö fara í afslöppun frá erli dagsins í orlofshúsum okkar allra. Félagar athugið! Orlofshús fé- lagsins eru einnig til útleigu yfir veturinn. Þessar myndir eru úr Miðdalnum. PRENTARINN 2.12. '92 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.