Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 4

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 4
Frá aðalfundi Félags bókagerðarmanna 1992 Vel mætt og stundvíslega Aðalfundur Félags bókagerðarmanna var haldinn mánudaginn 27. apríl s.l. . Það vakti athygli að kl. 17.00 voru þegar mættir u.þ.b. 50 manns, fundur- inn því löglegur og Þórir Guðjónsson formaður setti fundinn. Það var ánægjulegt hve félagsmenn mættu tímanlega á fundinn, en það hefur ekki þekkst til langs tíma, vonandi var tónninn gefinn fyrir næstu fundi. Alls mættu 68 félagsmenn á fundinn. Fundurinn byrjaði á að minnast lát- inna félaga. Síðan var gengið til dag- skrár. Sæmundur Árnason var kosinn fundarstjóri. Fylgst meö af athygli. Skýrsla stjórnar 1. dagskrárliður var starfsskýrsla stjórnar og reikningar félagsins. For- maður fór yfir skýrslu stjórnar sem birtist í síðasta tbl. Prentarans. Þórir lagði áherslu á að mál málanna væru nú mikið atvinnuleysi í stéttinni og stór gjaldþrot fyrirtækja í prentiðnaði. Einnig lýsti hann undrun sinni á hve lítill áhugi væri á félagsmála- og trún- aðarmannanámskeiðum meðal félags- manna. í umræðum um skýrslu stjórn- ar kom fram nokkur gagnrýni á út- gáfutíðni Prentarans. Meiri upplýsing- ar og reikninga Prenttæknistofnunar ætti að birta í Prentaranum. Einnig kom fram í umræðum ánægja með uppbyggingu orlofssvæðisins í Miðdal og með trjáplöntunina s.l. ár og það sein fyrirhugað er. Reikningar Georg Páll Skúlason fór yfir reikninga félagsins sem birtir voru í Prentaran- um einnig. Nokkrar umræður urðu um snyrtihús í Miðdal sem byggt var sumarið 1991. Einnig komu fram ýms- ar spurningar um reikninga félagsins, sem Georg svaraði á fullnægjandi hátt. Eftir umræður var borin upp til- laga stjórnar v/ styrks til Bókasafns FBM kr. 250.000, sem var samþykkt samhljóða. Reikningarnir voru síðan bornir upp og samþykktir samhljóða. Nú kom matarhlé og fundargestir gæddu sér á gómsætum fiski í boði fé- lagsins. Lagabreytingar Lagabreytingar var fyrsti dagskrárlið- ur eftir matarhlé. Fyrir lágu fjöldi til- lagna um lagabreytingar. Bar þar hæst breyting á grein 7.4 í lögum félagsins sem varðar kosningar í félaginu. Eftir snarpar umræður var gengið til at- kvæðagreiðslu sem fór svo að tillaga stjórnar var samþykkt með 49 atkvæð- um gegn 2. Nú hljóðar grein 7.4. fé- lagslaganna svo: „Þegar skilafrestur á framboðum til stjórnarkjörs er liðinn, skal stjórn fé- lagsins sameina þau þannig að nafn hvers frambjóðenda komi aðeins einu sinni fram á kjörseðli. Greinilega skal auðkenna hverjir eru í framboði til að- alstjórnar og hverjir til varastjórnar. Sá sem er í framboði til aðalstjórnar getur ekki verið í framboði til vara- stjórnar samtímis. Við allar kosningar í félaginu skal raða á kjörseðil með út- drœtti og skal boða fulltrúa framkom- inna lista til að vera þar viðstadda. “ Einnig lá fyrir tillaga frá stjórn um breytingu á reglugerð Sjúkrasjóðs. Sú tillaga var samþykkt samhljóða án umræðna. Reglugerð Sjúkrasjóðs 7. gr. nýr d) liður hljóðar svo: d) Þátttaka í kostnaði, allt að 50% af hluta sjóðfélaga, vegna sjúkraþjálf- unar eða sjúkranudds, sem farið er í að lœknisráði. Núverandi d) og e) liðir færist og verði e) og f). Kosningar Næst fóru fram stjórnarskipti. Þórir lýsti kosningu formanns og stjórnar, sem fram fóru fyrr á árinu. Hann bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa og þakkaði jafnframt fyrri stjórnarmönnum vel unnin störf. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Formaður, Þórir Guðjónsson, vara- formaður, Sæmundur Árnason, ritari, Svanur Jóhannesson, gjaldkeri, Fríða B. Aðalsteinsdóttir, meðstjórnendur, Georg Páll Skúlason, Margrét Rósa Sigurðardóttir og Kristín Helgadóttir. Varamenn eru: Sigrún Leifsdóttir, María H. Kristinsdóttir og Guðjón B. Sverrisson. Endurskoðendur Kosning endurskoðenda félagsins að tillögu stjórnar var eftirfarandi: 4 PRENTARINN 2.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.