Prentarinn - 01.03.1997, Page 18

Prentarinn - 01.03.1997, Page 18
FÉLAGSSTARF Þetta byrjaði með því að auglýst var eftir umsóknum um menningar- og faggreinastyrki NGU, ífréttabréfi FBM í febrúar sl. JAM-klúbburinn sem er tíu manna hópurbók- bindara úkvað að sœkja um menningar- styrkinn „NGUs kulturpris“ og í umsókn sinni til stjórnar NGU, segja þeir að klúbburinn hafi ákveðið að halda bókbandskeppni seinna á árinu. Bókbandskeppni í tileffni 100 ára afmælis samtaka bókagerðarmanna s Isamvinnu við FBM var síðan auglýst eftir þátttöku í keppninni og 1. apríl höfðu borist 11 þátt- tökutilkynningar. Umsóknarfrestur var framlengdur fram í september og gekk á ýmsu, sumir hættu við, en aðrir komu í staðinn. Að lokum urðu tólf bókbindarar til að senda inn bækur. A aðalfundi NGU í júní sl. var tilkynnt að JAM-klúbburinn hefði hlotið annann helming menningar- verðlaunanna og þótti það góð frammistaða og klúbburinn orðinn 100.000 kr. ríkari, fyrir utan heiðurinn. Á fundi í klúbbnum hafði það verið fyrirfram ákveðið að hlyti hann styrkinn, myndi hann verða notaður til að fá hingað sérfræðing til að kenna bókbindurum að marmorera pappír. I samvinnu við FBM og Prenttæknistofnun var því Verðlaimahafar og dómarar í bókbandskeppninni. Aftari röð fv.: Eggert Isólfsson, Stefán J. Sigurðsson, Sigurþór Sigurðsson, Guðlaug Friðriksdóttir, Ragnar G. Einarsson, Fremri röðf.v.: Hilmar Einarsson, Torfi Jónsson og Ole Lundberg. svo komið í kring og hingað var fenginn bókbindarinn Ole Lund- berg, sem kennir við Fagskólann í Kaupmannahöfn, en hann er bæði þekktur sem listbókbindari og hef- ur hlotið alþjóðaverðlaun fyrir bókband og einnig hefur hann haldið námskeið í marmoreringu víða í Evrópu. Námskeiðið var svo haldið 29. sept.-4. okt. sl. í sam- vinnu við Iðnskólann í Reykjavík og voru þátttakendur alls fjórtán. Námskeiðið tókst frábærlega vel, enda vakti það óskipta athygli inn- an skólans meðan á því stóð og margir komu í heimsókn til að for- vitnast um þessa undraveröld efna og lita. í lok námskeiðsins var efnt til fagnaðar í félagsheimilinu að Hverfisgötu 21 og þar afhenti Sæmundur Ámason, formaður FBM, menningarverðlaun NGU, sem var listræn mynd, áletruð til JAM-klúbbsins. Þá var þar opnuð sýning á bókum úr bókband- skeppninni og voru þær 23 alls. Dómnefndin, sem í sátu: Ole Lundberg, Hilmar Einarsson, bók- bindari í Morkinskinnu, og Torfi 1 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.