Prentarinn - 01.03.1997, Page 21
FÉLAGSSTARF ■ ■ ■
starfsmanna. Stærsta áskorun fram-
tíðarinnar er að tryggja stöðu og
réttindi starfsfólks hvort sem það er
fastráðið, í hlutastörfum eða í
íhlaupavinnu.
• Menntun og atvinna innan grafíska
fagsins á Norðurlöndunum er greini-
lega mismunandi milli kynja. Jafn-
framt því að bæta stöðu kvenna í at-
vinnulífinu, þurfum við einnig að
velta upp spumingum um nýja tækni
og áhrif hennar á starfsfólkið, ólíkar
aðferðir til að nýta vinnukraftinn,
þróun á innihaldi og skipulagi
starfa, jafnrétti og vinnuvemd.
Þátttakendumir líta svo á að það
sé ákaflega mikilvægt í allri
ákvarðanatöku, að skoða fyrst
afleiðingar ákvörðunarinnar annars
vegar á karla og hins vegar á konur.
Mikilvægt er að fylgja eftir ráðstöf-
unurn í átt til jafnréttis á öllum stig-
um í NGU félögum og samtökum.
Sér í lagi á athyglin að
beinast að persónukosningum þegar
fulltrúar eru kosnir til hinna ýmsu
starfa.
• Þróun á starfsmati sem tæki til að
framfylgja jafnlaunastefnunni þarf
að halda áfram.
• Félög innan NGU eiga að sjá til
þess að félagsmenn þeirra fái
menntun og upplýsingar um allar
þær spurningar varðandi jafnrétti
sem snerta atvinnulífið og sam-
félagið.
• Konumar innan grafísku félaganna
á Norðurlöndum hafa stofnað
tenginet til að kynnast hver annarri
og deila reynslu sinni. Til að ná
jafnrétti verðum við stöðugt að vera
með það á stefnuskránni. Það getum
við ef við störfum saman af einhug
og eindrægni, innan félagsins sem
og í atvinnulífi og samfélagi. •
KVENNARAÐIÐ
Vetrarstarf
Það var helgina 11.-12. október sl. sem árleg haustráðstefna Kvennaráðsins var haldin
í Miðdal. Að þessu sinni tóku þátt ellefu konur og tókst hún í alla staði vel að vanda.
Fundurinn fjallaði nt.a. um tilgang Kvennaráðsins, en það verður sjaldan ofbrýnt að
hlutverk þessa hóps er að skapa vettvang til lifandi umræðna um jafnréttismál á sem
víðustum grundvelli og að halda þeirri umræðu á lofti. Þetta gerum við með því að halda
fundi mánaðarlega, við stöndum fyrir kynningu og fræðslu um fjölbreytt málefni og virkjum
þátttakendur til starfa, konur standa og vinna með konum og byggja upp tenginet sín á milli.
A fundinum var einnig rædd og kynnt jafnréttisáætlanagerð á vegum FBM og var
kosinn starfshópur til að vinna það mál áfram en markmiðið er að það starf
^ skili félaginu langþráðri jafnréttisáætlun undir vor. Vetrarstarfið var
planlagt í stórum dráttum, hugmyndir viðraðar og lagt upp með nokkra
fasta punkta.
Ákveðið var að reyna að koma á Intemet-kynningu fyrir konur og eins
og allir vita tókst það með afbrigðum vel því áhuginn var mikill.
Kynningamar urðu tvær, hinn 5. og 12. nóvember. Leiðbeinadi var Þórlaug
Ágústsdóttir stjómmálafræðinemi „netfíkill" (að eigin sögn) og greinarhöfundur
Tölvuheims. Kynningamar voru haldnar í samstarfi við Prenttæknistofnun, en
framkvæmdastjóri hennar, Hjörtur Guðnason, lagði glaður til húsnæði og tölvuaðstöðu.
Það er skemmst frá því að segja að þessi nýbreytni vakti feiknalukku og ljóst að konur taka
fljótt við sér þegar eitthvað áhugavert ber á góma. Hver veit nema þetta hafi verið upphaf
einhverju meira.
Þá var einnig ákveðið að halda grasrótarfyrirkomulaginu sem hefur gefist svo vel á
undanfömum árum. Það er, við skiptumst á að undirbúa og halda fundina, en í því felst að
mæta fyrr og hella upp á könnuna, kaupa eitthvert smáræði með kaffinu, en þema næsta
fundar er gjaman ákveðið á fundunum sjálfum.
Þegar þetta er ritað var mér að berast fundarboð desembermánaðar, en í því kemur fram að
þetta verður jólafundur og eins og lög gera ráð fyrir verður að sjálfsögðu tekið fyrir
jólabókaflóðið. Þar sem flóðið er yfirgripsmikið verður að afmarka valið og á
að taka fyrir bækur sem sérstaklega eru skrifaðarfyrir konur. Sem dæmi um
áhugaverða titla grfp ég niður í fundarboðið ...
„ ... Jólabókaflóðið í ár hefur líka skolað að landi veiðarfærum sem við
látum ekki grotna í fjömborðinu. Þar má nefna Reglurnar, margreyndar
aðferðir við að vinna hjarta draumaprinsins. Nýtt líf í hjónabandið, það
er óneitanlega hagkvæmt að veiða sama fiskinn aftur og aftur, Hvað vilja
konurfá frá körlum, það er nauðsynlegt að vita hvað við viljum veiða.
Þær eru ófáar bækumar sem koma ráðvilltri nútímakonunni til bjargar nú um jólin, við
ætlum að fletta þessum bókum, hlæja og gráta yfir ímynd og örlögum kvenna."
Af þessu má sjá að við erum ekkert að láta okkur leiðast fyrsta miðvikudag
hvers mánaðar. Við hvetjum þær konur sem enn em tvístígandi að drífa sig á
næsta fund. Því fleiri sem við emm því sterkari verðum við.
Að lokum vil ég geta þess að í ársbyrjun stendur til að halda kvennaráðstefnu
samvinnu við MFA. Þetta verður að öllum líkindum eins dags ráðstefna (laugardagur)
þar sem ýmsum flötum verður velt upp, t.d. varðandi konur, jafnrétti, vinnuna, streitu o.fl.
Meira um það síðar.
Konur í FBM, merkið stax við og takið frá fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði hverjum.
Fundirnir eru haldnir (nema annað sé tekið fram í fundarboði) í félagsheimilinu okkar á
Hverfisgötunni og standa frá kl. 20.00-22.00. Verið með og takið þátt í kraftmiklu og
skemmtilegu starfi Kvennaráðsins. Athugið að til að gerast félagi þarf aðeins að mæta á fund.
Fyrsti
miðvikudagur
f hverjum
mánuði
MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR
PRENTARINN ■ 2 1