Prentarinn - 01.03.1997, Síða 22

Prentarinn - 01.03.1997, Síða 22
■ ■■ DOMUR Ar 1997, fimmtudaginn 9. október, var í Hæstarétti í málinu nr. 49/1997: Pétur Hauksson (Guðni A. Haraldsson hrl. Lára V. Júlíusdóttir hdl.) gegn Vörumerkingu hf. (Hákon Arnason hrl). uppkveðinn svohljóðandi dómur: árið 1986, í sjö til átta mánuði 1987, í þrjá til fjóra mánuði árið 1988 og loks í einn til tvo mánuði árið 1989. Samtals var áfrýjandi því við prentstörf í New York í um ljögur ár, en í málinu er ekkert fram komið um aðstæður á vinnustað áfrýjanda þar á þessum tíma. Sam- kvæmt þessu hefur áfrýjandi unnið hjá stefnda í um fjórtán og hálft ár en þar af í tvö og hálft ár við þurrprentun, eins og áður segir. Stefndi heldur því fram, að á árinu 1990 hafi verið hætt að nota „white spirit" við hreinsanir á prentvélum, en um þá staðhæfingu nýtur ekki skýrra gagna í málinu. Verður því að fallast á það mat héraðsdóms, að sá tími hafi ekki verið undir tólf árum, er áfrýjandi vann hjá stefnda við prentun, þar sem lífræn leysiefni voru notuð. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 30. janúar 1997. Hann krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 18.890.400 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 6. desember 1994 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en áfrýjandi fékk gjafsókn fyrir rétt- inum með bréfí dómsmálaráðherra 30. aprfl 1997. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. I héraðsdómi eru lýsingar beggja aðila á málsatvikum, en þær eru ekki að öllu leyti samhljóða. Þó er ágreiningslaust, að áfrýjandi vann við prentverk hjá stefnda frá miðju ári 1973 og fram á öndvert ár 1992, er honum var sagt upp störfum. Starfsemi stefnda var á þremur stöðum á tímabilinu. í upphafi var prentsmiðjan á neðri hæð íbúðarhúss og í innbyggðum bílskúr að Melgerði 29 í Kópavogi. Á árinu 1977 var starfsemin flutt í iðnaðarhúsnæði við Dalshraun 14 í Hafnarfirði og bættist bakhús við árið 1980, Dalshraun 16, og vann áfrýjandi þar. Frá árinu 1989 var prentsmiðjan í iðnaðar- húsnæði að Bæjarhrauni 20 f Hafnarfirði. Áfrýjandi vann til loka ársins 1975 við svonefnda fólíuprentun eða þurrprentun án fljótandi efna. Eftir það vann hann við prentvélar, þar sem notuð voru lit- og hreinsiefni, og munu þar einkum hafa verið prentaðir merkimiðar, límmiðar, límbönd og umbúðir og oft skipt um verk. Fram er komið, að hreinsa þurfti vél- arnar um það bil einu sinni á dag og tók hver hreinsun um klukku- stund. Við þá hreinsun mun hafa verið notað leysiefnið „white spirit" að minnsta kosti til ársins 1990, en ekki þykir í ljós leitt, að önnur efni hafí verið notuð jafnhliða. Áfrýjandi notaði hanska við hreinsanir en öndunargrímur voru aldrei til staðar. Klútar voru vættir í hreinsiefninu og valsar og aðrir vélarhlutar hreinsaðir. Mun að minnsta kosti stundum hafa þurft að hella hreinsiefni á valsana, en vökvinn safnaðist í opna bakka undir þeim. Að lokinni hreinsun voru bakkarnir tæmdir og blautir klútar settir í opnar fötur. Áfrýjandi vann ekki samfellt hjá stefnda á því árabili, sem hér um ræðir. Hann vann við sams konar prentverk í New York um nokkurt skeið, og hefur hann ekki sérstaklega andmælt frásögnum stefnda um þann tíma. Þannig verður að miða við, að frá janúar 1980 til apríl 1982 eða í um tvö ár og fjóra mánuði hafi áfrýjandi verið við störf í New York. Hann vann þar aftur um sex til sjö mánaða skeið II. í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir eftirlitsskýrslum Vinnu- eftirlits ríkisins um starfsemi stefnda frá 1982 til 1994. Þar kemur þó ekki fram, að í eftirlitsskýrslu 20. nóvember 1989 er mælt fyrir um það, að starfsmenn skuli „hafa aðgang að öllum þeim persónu- hlífum, er starfið krefst svo sem andlitshlífar, heymarhlífar og öndunargrímur af viðurkenndri gerð.“ Þá segir einnig, að sorpfiát innan dyra fyrir notaða afþurrkunarklúta skuli vera úr eldtraustu efni og með loki og skuli þau tæmd reglulega. I framburði fram- kvæmdastjóra stefnda fyrir héraðsdómi kom fram, að eymahlífar hefðu ævinlega verið til staðar hjá fyrirtækinu en ekki andlitshlífar og öndunargrímur. Fullyrti framkvæmdastjórinn, að síðastnefndar hlífar væm ekki til í nokkurri prentsmiðju landsins og enginn starfsmaður í prentiðnaði myndi nokkum tíma nota slíkt. Þá eru í héraðsdómi raktar álitsgerðir Sverris Bergmann sérfræðings í heila- og taugasjúkdómum, dr. Þuríðar Jónsdóttur taugasálfræðings og dr. Vilhjálms Rafnssonar sérfræðings í atvinnu- lækningum, örorkumat Júlíusar Valssonar læknis og niðurstaða dómkvaddra matsmanna, þeirra Jakobs Kristinssonar eitur- efnafræðings og Sigurðar Thorlacius læknis, sér- fræðings í heila- og taugasjúkdómum. Það er efnislega samhljóða niðurstaða þessara sérfræðinga, að heilamein áfrýjanda megi rekja til notkunar lífrænna leysiefna en engar aðrar skýringar séu tiltækar. Það er niðurstaða héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, að sá tími, sem áfrýjandi vann hjá stefnda, á meðan „white spirit" var notað til vélahreinsunar, sé nægilega langur í sjálfu sér til að áfrýjandi gæti hlotið sjúkdóm sinn og þar sem ekki hafi verið sýnt fram á aðrar orsakir sjúkdómsins en mengunarálag við störf í prentiðnaði verði að ætla, að sjúkdóminn megi rekja til þeirra starfa. Á þetta mat héraðsdómsins verður að fallast með skírskotun til röksemda hans og þeirra gagna sem fyrir liggja. Jafnframt er það álit héraðsdóms, að vitneskja um hættu af lífrænum leysiefnum, þar á meðal hættu á heilaskemmdum af þeirra völdum, hafi fyrst komið fram um miðjan áttunda áratuginn en ekki orðið almenn fyrr en um 1980. Fyrir þann tíma hafi stefnda því ekki mátt vera ljós hættan af notkun slíkra efna í iðnaði sínum. Eins og málið liggur fyrir þykir ekki varhugavert að fallast á þetta mat. Verður málið þá leitt til lykta með hliðsjón af því, hvemig aðstæður stefndi skóp starfsmönnum sínum, eftir að þessi vitneskja lá almennt fyrir, en frá og með árinu 1980 vann áfrýjandi samtals hjá stefnda í um átta ár. Með tilliti til þeirrar hættu, sem gat verið á ferðum í tengslum við notkun lífrænna leysiefna og stefndi mátti þá 22 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.