Prentarinn - 01.03.1997, Side 26

Prentarinn - 01.03.1997, Side 26
■ ■ ■ LÁTNIR Látnir félagar Hallgrímur Tryggvason, fæddur 16. maí 1936. Hallgrímur varð félagi 21. október 1957. Hall- grímur hóf nám í setningu í POB 1. okt 1953 og lauk námi 1. okt 1957. Starfaði þar til haustsins 1962. Stundaði nám við Folkstone School of Art 1969-1970 og kynnti sér verka- lýðsmál, prentskóla og prentsmiðjur veturinn 1964 í Bandaríkjunum. Hann starfaði í ýmsum prentsmiðjum, m.a. íBlaðaprenti 1972-1980, síðar í prentsmiðju Þjóðviljans og í Odda þar til hann lét af störfum sökum heilsubrests 1992. Hann var í ritnefnd og ritstjóri Prentarans á árunum 1976-1980 og átti sæti í prófnefnd í setningu 1965-1980. Hallgrímur hannaði m.a. merki FBM. Hallgrímur lést hinn 1. apríl 1997. Óskar P. Söebeck, fæddur 7. júlí 1904. Hóf prentnám í prentsmiðju Bjöms Jónssonar Akureyri 15. febrúar 1922. Oskar varð félagi l. desember 1926. 1928 til 1930 starfaði hann við tímaritið Lögberg hjá Colombia Press. Hóf störf hjá Herbertsprenti 1931 og síðar hjá Isafoldarprentsmiðju þar til Morgunblaðið stofnaði eigin prentsmiðju og starfaði þar til árs- ins 1958. Óskar lést 26. apríl 1997. Ellert Ág. Magnússon, fæddur 4. ágúst 1913. Hóf prentnám l. maí 1928 og lauk námi í setningu 31. okt. 1932. Ellert varð félagi 28. nóv. 1932. Ellert starfaði alla tíð við vélsetningu eða í 57, ár lengst af í prentsmiðj- unni Odda. Hann var einn af stofnendum Odda 9. október 1943. Ellert gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félag sitt, HÍP. Var ritari 1941-1944 og 1955-1956, varaformaður 1958-1959 og formaður 1959-1960. Formaður fasteignanefndar 1945-1955, í stjórn byggingarfélags prentara 1944—1954 ritari lífeyrissjóðs 1960-1980. Ellert var kjörinn heiðursfélagi HÍP 4. apríl 1972. Ellert lést liinn 17. júní 1997. Hafsteinn Guðmundsson, fæddur 21. júlí 1957. Hafsteinn hóf nám í Prentsmiðjunni Eddu 1979 og lauk prófi í prentun 1983. Hann varð félagi 6. janúar l984.Vann í eitt ár í Háprenti og síðan í Eddu til 1992 er hann lét af störfum sökum veikinda. Hafsteinn lést hinn 16. nóvember 1997. Margrét Árnadóttir, fædd 15. janúar 1908. Margrét varð félagi 12. nóvember 1959. Margrét staifaði við aðstoðarstörf í bókbandi í áratugi, ísafold 1923-1929 og síðar í Herberts- prenti og Hilmi 1954 -1986 er hún lét af störf- um sökum aldurs. Margrét lést 17. júní 1997. Pálmi A. Arason, fæddur 4. ágúst 1928. Hóf prentnám í Gutenberg l. nóv. 1945 og lauk sveinsprófi 18. nóv. 1949. Pálmi varð félagi 12. desember 1949. Pálmi starfaði í Gutenberg til sept. 1959 síðan í prentsmiðju Alþbl. og á Morgunblaðinu til ársloka 1965. Síðan í Prentstofu GuðjónsÓ þar til hann lét af störfum sökum heilsubrests í sept. 1994. Pálmi gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir HIP á árunum 1963 til 1968 og sat í stjórn HÍP 1963-1967. Pálmi lést 3. ágúst 1997. Halldór Bragason, fæddur 18. nóvember 1945. Hóf nám í Prentsmiðjunni EDDU 7. ágúst rort ^ 1962 og lauk þar námi í setningu 2. júlí 1966. AJL Halldór varð félagi 19. september 1966. Halldór starfaði í Eddu til 30. ágúst 1977 en síðan hjá Frjálsri fjölmiðlun. Halldór lést hinn 4. september 1997. Sigurður G. Sigurðsson, fæddur 21. apríl 1932. Sigurður hóf nám f Gutenberg 1. október 1948 og lauk prófi í setningu 11. janúar 1953. Sigurður varð félagi 3. febrúar 1953. Hann starfaði í Gutenberg til 1964 og síðan á Morgunblaðinu og Isafold og Banda- nkjunum, hóf aftur störf í Gutenberg 1968 og starfaði þar til starfsloka. Sigurður lést hinn 13. nóvember 1997 Sigurður Ingi Jónsson, fæddur 19. júní 1917. Hóf prentnám í Víkingsprenti 15. desember 1935 og lauk prófí í prentun 30. ágúst 1943. Sigurður varð félagi 10. mars 1943. Sigurður vann við ýmis störf á námstíma og síðar, m.a. við silfursmíði og sjómennsku. Starfaði í prentsm. Eddu, Víkingsprenti og Gutenberg frá 1955 til starfsloka. Sigurður lést hinn 30. október 1997. 2 6« PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.