Prentarinn - 01.03.1997, Qupperneq 27
FÉLAGSMÁL ■ ■ ■
Samningar um
Ljóst er að að
það eru einkum
tvö atriði samn-
ingsins sem liafa
munu veruleg
áhrifhér á landi.
Annars vegar
lengingin á
daglega hvíldar-
tímanum í
11. klst. Hins
vegar og enn
frekar ákvœðið
um 48 klst. viku-
lega hámarks-
vinnutímann.
Þar er um að ræða algert nýmæli
á íslenskum vinnumarkaði. Þetta
ákvæði kann þó að virðast ennþá
áhrifaríkara við fyrstu sýn eð það er
í reynd, þar sem verið er að tala um
virkan vinnutíma en ekki endilega
greiddan tíma. En þar getur verið
verulegur munur á. Er nóg í því
sambandi að benda á að almennt
gildir t.d. hjá verkafólki og iðnaðar-
mönnum að af 40 stunda vinnu-
vikunni í dagvinnu eru aðeins
37,08 tímar virkir.
Til að einfalda útreikninginn
varðandi hámarks vinnutíman hafa
samningsaðilar komið sér saman um
ákveðnar leiðbeiningar og reikni-
reglur með 6. gr. samningsins sem
fjallar um þetta atriði. Þær fylgja
hér á eftir.
6. gr. Hámarksvinnutími
I þessari grein er að ftnna helsta
nýmæli þessa samnings,
þ.e. ákvæðið um 48 stunda
hámarksvinnutíma á viku
að meðaltali. Samn-
ingurinn miðar við þá
meginreglu að árinu
verði skipt upp í tvö
viðmiðunartímabil,
k. þ.e. fyrra og
seinna árs-
helming, og að meðalvinnu-
vika verði að hámarki 48 virkar
vinnustundir á hvorum árshelmingi.
Þá er miðað við að vinnutími
starfsmanna sé skipulagður þannig
eftir því sem við verður komið, að
hann verði sem jafnastur frá einni
viku til annarrar.
Mikilvægt er að gcra sér grein
fyrir að ekki er sett jafnaðar-
merki milli greidds tíma og
vinnutíma. Meginreglan er að til
vinnutíma telst einungis virkur
vinnutími, þ.e. 40 stundir á viku
fyrir fullt starf að frádregnum
neysluhléum. Sé dæmi tekið af
samningum almennt þá eru greidd
neysluhlé 35 mínútur á dag eða 2.
klst. og 55 mínútur á viku. Virkur
vinnutfmi í dagvinnu á viku er því
37 klukkustundir og fimm mínútur
eða 37,08. Samkvæmt samningnum
telst jafnframt lágmarksorlof,
fæðingarorlof og fjarvistir vegna
veikinda til vinnutíma og skal þess
gætt að þessar fjarvistir hafi ekki
áhrif á meðaltalsútreikninga.
Sá tími sem starfsmaður er í
launuðu starfsnámi telst einnig til
vinnutíma. I launuðu starfsnámi að
80 klst. hvert námskeið, skal
einungis telja námskeiðsstundir.
Sé námið hinsvegar lengra skal það
einnig vera hlutlaust gagnvart
meðaltalsútreikningi.
Orlof umfram lágmarksorlof og
sérstakir frídagar teljast á hinn
bóginn ekki til vinnutíma.
Samningsaðilar eru sammála
um að rniðað skuli við eftirfarandi
reiknitölur við útreikning á vinnu-
stundahámarki: 1.238 stunda
hániark á fyrri árshelmingi,
1.267 stunda hámark á seinni
árshelmingi og 2.506 stunda
hámark ef samið er um að nota
árið allt til viðmiðunar.
Það er jafnframt sameiginlegur
skilningur aðila að byggt skuli á
þeirri meginreglu að hver dagur
í orlofi, að 24 dögum á ári, fæð-
ingarorlofi að 6 mánuðum og
vcikindafjarvistum skuli teljast
9,6 stundir og dragast frá
hámarksvinnutíma á ári eða
árshelmingi. Jafnframt að
viðbótarorlof umfram lágmarks-
orlof hækkar yfirvinnuhámarkið
um 9,6 stundir fyrir hvern dag í
viðbótarorlofi.
Hámarksvinnustundafjöldinn á
hvorum árshelmingi er fundinn með
þvr að margfalda vinnudaga að
viðbættum frídögum með 9,6
vinnustundum. Á fyrri árshelmingi
er reiknað með 129 dögum og á
seinni árshelmingi 132 dögum.
Heildarvinnustundafjöldi á ári eða
árshelmingi segja flestum lítið sem
ekkert og til að gera þessar stærðir
skiljanlegar þá eru meðaltalstölur
eftirfarandi:
Dæmi 1
Vinnustundahámörk að meðaltali
Hámarks- Hámarks-
vinnutími yfirvinna
Á dag 10,0 2,6
Á viku 50,1 13,0
Á mánuði 216,9 56,3
Dæmi 2
Staifsmaður er ífullu staifi. A einu
almanaksári:
Hann er veikur í 4 daga, 2 daga á
hvorum árshelmingi.
Hann tekur 10 daga af lágmarks-
orlofi sínu í júní og 14 daga í júlí.
Hann er í launuðu starfsnámi í alls
16 klst. í maf.
Hann er í leyft í 4 daga á fyrri árs-
helmingi og 4 daga á síðari
árshelmingi (þar af 2 dagar t
viðbótarorlof). Það skiptir ekki máli
hvort leyfin eru launuð eða ekki.
Heimilaður hámarksvinnutími:
að teknu tilliti til veikinda, orlofs
og launaðs starfsnáms o.fl.
Fyrri arshelmingur:
Hámark alls:
Veikindi:
Orlof:
Laun. starfsn.
Leyfi (4 dagar)
Virkar vinnust.
1.238,0 vinnust.
19,2
96,0
16,0
0,0
1.106,8
Seinni arshelmingur:
Hámark alls:
Veikindi:
Orlof:
Laun. starfsn.
Leyfi (4 dagar)
Virkar vinnust.
1267,0 vinnust.
19,2
134,4
0,0
0,0
1113,4
Samkvæmt samningnum er vinnu-
veitanda óheimilt að láta starfsmann
sinn vinna meira en 48 virkar vinnu-
stundir að jafnaði á viðmiðunartíma-
bilinu. Starfsmanninum er með sama
hætti óheimilt að vinna umfram
hámarkið hjá sama vinnuveitanda. •
PRENTARINN ■ 27