Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 2
Ráðstefna Odda um vinnuumtiverfi framtiðarinnar: Athugasemd við grein um heimasíður I síðasta tölublaði Prentarans var grein um heimasíður fyrirtækja í prentiðnaðinum. Eftir að greinin birtist komu bend- ingar um að eftirfarandi fyrirtæki væru með heimasfður: Plastprent og Stafræna prentstofan - Leturprent. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Georg Páll Skúlason Látnir lélagar Gestur Pálsson, fæddur 5. nóv- ember 1911. Varð félagi 15.janúar 1931. Gestur hóf nám í Félagsprent- smiðjunni 1926 og tók sveinspróf í setningu 1930. Starfaði þar til 1942 er hann hóf störf í prentsmiðjunni Hólum, starfaði þar sem setjari og síðan verkstjóri til 1966 er hann tók við rekstri prentsmiðjunnar og gegndi því starfi til 1975. Starfaði í Borg- arprenti frá 1975-1990 er hann lét af störfum sökurn aldurs. Gestur var í stjórn og fasteigna- nefnd HÍP 1946-1948. Prófdómari í setningu 1946-1965 og fulltrúi í Iðnráði 1962-1966. Gestur lést þann 21. júlí 2000. María Ester Þórðardóttir, fædd 1. desember 1930. Varð fé- lagi 1. júní 1946. María starfaði við aðstoðar- störf í bók- bandi frá 1946. í Arnar- felli til 1956 og síðan í Bókfelli til 1988 eftir það í Félagsbókbandinu Bókfelli þar til hún lét af störfum sökum aldurs. María lést þann 12. sept- ember 2000. 2 ■ PRENTARINN Fyrirtækjameiming og Feng Shui á vinnustaðnum Föstudaginn 18. ágúst stóð prent- smiðjan Oddi fyrir ráðstefnu um vinnuumhverfi framtíðarinnar á Grand Hótel Reykjavík. A þessari ráðstefnu var meðal annars fjallað um nýjustu strauma í vinnuum- hverfi, fyrirtækjamenningu, hvernig Feng Shui getur stuðlað að bættu vinnuumhverfi, skjala- vörslu, hönnun og umhverfis- stefnu, auk þess sem sjúkraþjálf- arar veittu ráðgjöf um vinnustell- ingar. Jon Sandifer, einn þekktasti Feng Shui meistari í heimi, hélt fyrirlestur um betri líðan á vinnu- stöðum með aðstoð Feng Shui. Feng Shui hefur náð gífurlegri út- breiðslu á tiltölulega skömmum tíma og nýtur mikilla vinsælda, bæði í heimahúsum og í fyrir- tækjum. Jon er fremsti fyrirlesari Reynir Lúðvíksson, fæddur 29. janúar 1924. Varð félagi I. desember 1945. Reynir hóf nám í bókbandi hjá Ársæli Árna- syni 1. desem- ber 1941 og tók sveinspróf 23. október 1946. Reynir starfaði síðan í Víkingsprent, Gutenberg, Sveinabókbandinu, Félagsprent- smiðjunni og síðan í Gutenberg frá 1973 þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Reynir átti sæti í trúnaðarráði BFÍ ásamt störfum sem trúnaðarmaður BFl. Reynir lést þann 20. ágúst 2000. Breta á sviði Feng Shui fræða og er mikill fengur í komu hans hingað. Eyþór Eðvarðsson, sér- fræðingur hjá Gallup, hélt fyrir- lestur um fyrirtækjamenningu og mikilvægi persónulegs þroska fólks í starfi. Michael Mayer hjá hinum þekkta þýska pappírsfram- leiðanda Neusiedler fjallaði um umhverfisstefnu fyrirtækisins og áherslur í pappírsiðnaði framtíð- arinnar. Pappírsnotkun og fram- leiðsla hefur á síðustu árum verið mjög umtöluð í sambandi við umhverfismál og brá Michael nýju ljósi á þá umræðu. Ennfrem- ur var fjallað um notkun límmiða og marglita pappír á ráðstefnu Odda. Niðurstaðan af ráðstefnunni var kannski sú að kröfur fólks í fram- tíðinni um vinnuumhverfi fjalla annars vegar um það sem snýr að heilsunni og hins vegar um að vinnustaðir séu og verði skemmtilegir. Þessir gráu hlutir og innréttingar munu hverfa fyrir litríkari vörum og hönnun verður í fyrirrúmi. prentorinn ■ MÁLGAGN FÉLAGS ÐÓKAGERÐARMANNA Á NETINU SLÓÐIN ER: www.lbin.is Sfélag bókagerðar- manna

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.