Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 20
Frá vinstri: Jóhannes Siggeirsson, Þorbjöm Guðmundsson, Sœmundur Arnason, Haukur Harðarson, Kristín Siggeirsdóttir og Finnbjörn Hemannsson. tengslum við Janus. Tímalengd þátttakenda á örorku er allt upp í 10 ár. Mælanlegur árangur er á framförum allra þátttakanda hvað varðar jákvætt sjálfsmat og trú á eigin getu. Framhald verkefnisins. Gert er ráð fyrir að safna því fé sem á vantar, 15-16 millj. kr., með frjálsum framlögum á einu til tveimur árum, m.a. frá þeim Endurhæfing FBM styrkir Janus Endurhæfingu ehf. Fjögur iönfélög sýna stórhug í verki og styrkja atvinnuendurhæfingu öryrkja Stjórnir Félags bókagerðarmanna, Bíliðnaðarfélagsins, Málarafé- lagsins og Trésmiðafélags Reykjavíkur hafa styrkt Janus Endurhæfmgu með kr. 1.800.000. Þessir styrkir eru viðurkenning og mikil hvatning fyrir starfsfólk Janusar Endurhæfingar. Forsaga Undanfarin ár hefur Sameinaði lífeyrissjóðurinn fundið fyrir því, eins og aðrir lífeyrissjóðir hér á landi, að fleiri úrræði hefur skort við endurhæfmgu öryrkja. A síð- asta ári skipaði Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra starfshóp sem í voru tryggingayfirlæknir, fulltrúar frá heilbrigðis-, mennta- og félags- málaráðuneyti, auk fulltrúa Sam- einaða lífeyrissjóðsins. Nefndin lauk störfum í júní 1999 og mælti með því að ráðist yrði í tilrauna- verkefni um endurhæfingu ör- yrkja. I framhaldi af því hafa ráðuneytið og Sameinaði lífeyris- sjóðurinn tekið höndum saman við að koma verkefninu af stað. I ár styrkir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið verkefnið um 8,5 milljónir en áætlað er að það kosti alls 25 millj. kr. Stofnað hefur verið einkahluta- félagið Janus Endurhæfing ehf. sem alfarið er í eigu Sameinaða lífeyrissjóðsins. Er það gert til þess að starfsemin sé aðgreind frá rekstri lífeyrissjóðsins og eins til þess að auðvelda öðrum. svo sem lífeyrissjóðum og tryggingafélög- um, aðkomu að málinu. Endurhæfingin er til húsa í Vörðuskóla sem er hluti af Iðn- skólanum í Reykjavík og fer þar m.a. fram fjölbreytt fræðsla. Iðju- þjálfar, félagsráðgjafi og sjúkra- þjálfari starfa að verkefninu. Auk þess veita læknir og sálfræðingur góða aðstoð. Sœmundur form. FBM afhendir Kristínu Siggeirsdóttur styrkinn. Samstarf viö Ibnskólann I maí urðu skólameistaraskipti í Iðnskólanum og hafði það tíma- bundin áhrif á starfsemi Janusar. Nýr skólameistari sýnir starfi Janusar mikinn áhuga og hefur mikilvægur árangur náðst í sam- starfinu við skólann. Þátttakend- um Janusar býðst nú að vera í verkefnavinnu í 5 deildum skól- ans. Haldinn var fundur með kennurum þessara deilda en einnig sátu fundinn kennarar sem sýnt hafa verkefninu áhuga. Fundurinn var árangursríkur og lýstu kennararnir vilja til sam- starfs við Janus. Þeir kennarar skólans sem þegar hafa komið að endurhæfingu þátttakenda Janusar 20 ■ PRENTARINN lýstu ánægju sinni með samstarf- ið. Samstarf tölvudeildar Iðnskól- ans og Janusar hefur verið í stöðugri jákvæðri þróun. Fellt aö þörfum hvers og eins Markmið endurhæfingarinnar er að aðstoða örorkulífeyrisþega til að komast aftur út í atvinnulíf- ið. Reynt er að koma til móts við óskir og þarfir hvers þátttakanda og endurhæfingin skipulögð í fullu samráði við hann. Tveir hópar hafa hafið endurhæfíngu. Þriðji hópurinn byrjar í lok okt. Hvaöa nýjung felur verk- efniö í sér? Nýjungin er sú að komið er á samvinnu mennta- og heilbrigðis- kerfisins um endurhæfinguna. Þannig gefst þátttakendum kostur á að skoða möguleika sína til at- vinnu og auka við menntun sína. Þess ber þó að geta að þetta er ekki hefðbundin menntun, engin lokapróf eru tekin og hver og einn fer í gegnum endurhæfing- una/námið á sínum hraða. Þátttakendur Frá því að verkefnið hófst hafa tveir hópar hafið endurhæfingu, samtals fimmtán einstaklingar, þrjár konur og tólf karlar. Aldurs- dreifing þátttakenda er 32-63 ára. Fimm þátttakendur eru útskrifað- ir, þn'r eru á almennum vinnu- markaði en tveir á áframhaldandi örorku. Tíu þátttakendur eru nú í sjóðum og fyrirtækjum sem hér eiga hlut að máli. Tilraunaverk- efninu lýkur í sept. 2001. Niður- stöðurnar verða þá afhentar heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu og þeim aðilum sem munu styrkja verkefnið. Það er síðan á þeirra valdi að taka ákvörðun um framhaldið. Framtíöaráform Mikilvægt þróunarstarf á sér stað innan Janusar Endurhæfing- ar. Góður árangur hefur náðst í samvinnu heilbrigðis- og mennta- kerfisins en frekari þróunar er að vænta á því sviði þar sem vilji beggja aðila er fyrir hendi. Samvinna Janusar Endurhæf- ingar, matsteymisins í Kjörgarði, Hringsjár og Reykjalundar er þegar hafin. Miklar vonir eru bundnar við þetta samstarf og lof- ar byrjunin góðu. Augljóst er að samvinna þessara stofnana er mjög mikilvæg fyrir íslenska end- urhæftngu og mun styrkja hana enn frekar. Margar fyrirspurnir varðandi samvinnu við Janus Endurhæf- ingu hafa borist frá erlendum að- ilum. Vegna mikils vinnuálags og óvissu um framtíðina hefur Janus Endurhæfing ekki séð sér fært að svara þessum aðilum. Greinilegt er að starfsemi Janusar hefur fengið góðan hljómgrunn og svarar óuppfylltri þörf sem er fyrir hendi í samfé- laginu. Ljósm. Guðjón Róbert Agústsson

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.