Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 15

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 15
Theódór Guðmundsson vann farandbikar FBM og var einnig púttmeistari. Mibdalsmótib, golfmót Félags bókagerbarmanna, fór fram á golfvelli Dalbúa í Mibdal 12. ágúst. Þetta er í fimmta sinn sem vib höldum golfmót í Mibdal og ab þessu sinni voru 43 keppendur. Eftir kaffiveitingar var keppend- um raðað á teiga og hófst mótið kl. 11.00 undir öruggri stjóm Dalbúa, en þeir Baldvin Arsæls- son og Baldvin Bemdtsen sáu um alla útreikninga. Miðdalurinn skartaði sínu fegursta eins og svo oft áður og keppendur léku við hvem sinn fingur eða kylfu í blíð- skaparveðri. Að vísu gerði eina smáskúr rétt til að minna kepp- endur á að stundum rignir í Mið- dal, en eins og haft var eftir ein- um grónum Miðdælingi: Það ger- ir ekkert til þó að rigni, það er nefnilega sólskin í hverjum dropa. í mótslok var boðið upp á léttar veitingar og tóku þátttakendur hraustlega við veitingum eftir skemmtilega keppni. Keppt var um farandbikar FBM í fimmta sinn ásamt eignarbikar fyrir fyrsta sæti með forgjöf. Postillon-bikar- inn var veittur fyrir fyrsta sæti án forgjafar, eignarbikar fyrir fæst pútt og eignarbikar í kvenna- Glatt var á hjalla í mótslok. flokki. Einnig voru veittar viður- kenningar fyrir að vera næst holu á 5. og 8. braut og lengsta teig- högg á 3. braut. Aðalstuðningsað- ili mótsins var Hvítlist er veitti fjölda verðlauna. Einnig gaf Morgunblaðið verðlaun og kunn- um við þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn. 1. verðlaun með forgjöf og Far- andbikar FBM hlaut Theódór Guðmundsson, með 64 högg, í öðru sæti varð Snorri Pálmason, einnig með 64 högg, og í þriðja sæti Karl B. Bjömsson með 65 högg. Postillon-bikarinn, 1. verð- laun án forgjafar, vann Ólafur Stolzenwald á 76 höggum, í öðru sæti varð Theódór Guðmundsson með 77 högg og í þriðja sæti Snorri Pálmason með 85 högg. Kvennabikarinn vann Guðrún Ei- ríksdóttir á 77 höggum með for- gjöf, í öðru sæti varð Guðný Steinþórsdóttir með 78 högg og í þriðja sæti Björk Guðmundsdóttir með 99 högg. Púttmeistari FBM í annað sinn varð Theódór Guð- mundsson. með 22 pútt. Snorri Pálmason var með lengsta teig- högg á 3. braut og nándarverð- laun á 5. braut hlaut Viðar Þor- steinsson og á 8. braut Jón Gunn- arsson. Auk þess var dregið úr skorkortum svo lengi sem verð- laun dugðu. Nýtt vallarmet var sett á 9. holu vellinum í Miðdal á þessu Guðrítn Eiríksdóttir sigraði í kvennajlokki. móti, reyndar tvíslegið, Theódór setti vallarmet með 37 höggum en Ólafur bætti það síðan með 36 höggum. Sem sagt, vallarmet í Miðdal, Ólafur Stolzenwald með 36 högg, sett 12. ágúst 2000. Mjög ánægjulegt var hve margir létu sjá sig að þessu sinni í mótinu og greinilegt er að mót- ið er að vinna sér fastan sess í huga golfáhugamanna innan FBM, en með þessu keppnisfyrir- komulagi, að raða keppendum á teiga, er völlurinn sprunginn og fyrirsjáanlegt er að annan hátt verður að hafa á næsta ári, því þá gerum við að sjálfsögðu ráð fyrir fleiri keppendum. Sjáumst á sjötta Miðdalsmót- inu um miðjan ágúst árið 2001. SÁ Ólafur Stolzenwald setti vallar- met og vann Postillonbikarinn. PRENTARINN ■ 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.