Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 4
Vibtal vib Kristján Inga Einarsson, Stafrænu prentstofunni/Leturprent. „Fyrstu stafrænu prentvélina sá ég á Ipex prentsýningunni í Bret- landi árið 1993. Þá var ljóst að bylting var komin fram í prentiðnaði. Framundan var á þeim tíma fjárfesting í hefðbundnum prent- vélum í Leturprenti, en ég ákvað vegna þessarar nýju tækni að bíða og sjá hvernig hinni staf- rænu prentun myndi reiða af,“ segir Kristján Ingi Einarsson, eig- andi og framkvæmdastjóri Staf- rænu prentstofunnar/Leturprent. „Það var svo á Ipex 1998 að mér varð ljóst að stafræn prentun var orðin raunhæfur og hag- kvæmur kostur. Ég komst í kynni við aðila í Noregi, Danmörku og Svíþjóð sem þá þegar höfðu til- einkað sér þessa tækni og náð góðum tökum á henni. Ég kynnti mér rækilega starfsemi og reynslu þeirra og sannfærðist. f lok ársins 1998 sló ég til og keypti fyrstu stafrænu prentvél- ina, Indigo TurboStreem, en hún er framleidd í fsrael. Ég valdi Indigovélina vegna þess, að í mínum augum voru gæðin úr henni mun meiri en úr öðrum stafrænum vélum sem í boði voru. Sú varð líka raunin, að mínu mati. Helsti kosturinn umfram aðrar stafrænar vélar er sá, að Indigo prentar með elektrónískum farfa á arkir, þannig að áferðin er sú sama og í offseti, en helsti keppi- nauturinn, Zeikon, prentar með dufti á rúllupappír, sem að mínu mati minnir mun meira á góða ljósritun en offsetprentun. Auk þess er mun meira mál að skipta um pappírsrúllur á Zeikon, en Indigovélin er hinsvegar með sama flag og venjulegar offset- vélar þannig að lítið mál er að skipta um pappírstegundir. A móti hefur Zeikoninn þann kost að geta prentað í löngum lengd- urn en Indigo prentar á arkir í stærðinni 32x46. Þá býður Indigo upp á mun meiri rastaupplausn eða allt að 230 línur (hámark í offseti er 190 línur) en aðrar staf- rænar vélar eru með upplausn allt að 140 línum. 4 ■ PRENTARINN Einnig er hægt að prenta 2 auka pantone liti til viðbótar fjór- um CMYK litum." Stafræn prentun - offsetgæbi Kristján Ingi telur að breyting- ar og þróun í prentun verði mun hraðari en fólk gerir sér grein fyrir, en sagt er „að allt, sem get- ur orðið stafrænt, verði stafrænt.“ „Nú er svo komið að orðið „stafrænt“ er það almennt, að menn eru farnir að villa á sér heimildir. T.d. eru ýmsir aðilar farnir að auglýsa og kynna staf- ræna prentun, þótt um sé að ræða einfalda litljósritun. Þarna tel ég að verið sé að blekkja viðskipta- vininn; þetta er jú aðeins stafræn ljósritun sem að vísu er orðin býsna góð, en mér finnst að rétt- mætt sé að menn kalli hlutina réttum nöfnum. Það er mikill gæðamunur á prentun úr stafrænni ljósritunar- vél og stafrænni prentvél eins og t.d. Indigo. Þess má einnig geta að munur á innkaupsverði véla er allt að tífaldur. Að sjálfsögðu á ekki að banna mönnum að nota orðið „stafrænt", en ljósritun er ljósritun og prentun er prentun, hvort sem hún er stafræn eða ekki. Héma skilur á milli, eins og að sjálfsögðu sést á gæðunum. Það þarf ekki fagmenn til að sjá það. Allir aðilar sem að þessum málum koma ættu að hafa metn- að til að greina hér á milli.“ Rekstur Leturprents hófst í bílskúr vestur í bæ. Leturprent var stofnað af Ein- ari Inga Jónssyni, föður Kristjáns Inga, fyrir hartnær fimmtíu árum. Fyrirtækið hóf rekstur í litlum bílskúr vestur í bæ, en í dag er það í eigin 250 fm. húsnæði að Síðumúla 22. „Við höfum á þessum tíma gengið í gegnum öll stig prentun- ar, allt frá handsettri blýsetningu og þar til nú, að við bjóðum upp á það nýjasta sem er að gerast í prentiðnaðinum, stafræna prent- un. Ég er ekki í nokkum vafa um að það var gæfuspor að hella sér út í það „stafræna", í stað þess að prentsmiðjan lognaðist út af eins og margar litlar prentsmiðjur eru því miður að gera í dag. Rekstur-

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.