Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 17
Litli fepðahlúbbuninn Alltaf á leið á toppinn! Anœgður hópur í Vestmannaeyjum. Á þeim átta árum sem Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefur starfað hefur orðið til vísir að starfs- mannafélagi sem hefur fengið nafnið Litli ferðaklúbburinn. Til þessa hóps teljast starfsmenn sjóðsins ásamt mökum og einnig hafa sumir stjórnarmenn verið með í ferðum okkar. Meðlimum klúbbsins fjölgar ört með stækkun sjóðsins og aukningu á þjónustu hans við sjóðfélagana. Á skrifstofú sjóðsins starfa nú 15 manns. Mjög góður starfsandi er á skrifstofunni og má meðal Eftir velheppnaða máltíð í París. annars rekja það til þess að Litli ferðaklúbburinn hefur á vorin far- ið í helgarferð innanlands þar sem sameinuð er vinna og skemmtun. Á laugardeginum frá 9:00 til 14:00 er haldinn starfsmanna- fundur þar sem tekin eru fyrir mál er varða starfsemi sjóðsins sem krefjast lengri tíma til útskýringa og umræðna en gefst á hefð- bundnum starfsmannafundum. Á þessum lengri fundum er velt upp ýmsum málum sem snerta fram- tíðarstefnu sjóðsins. Náðst hefur góð samstaða meðal maka og hafa þeir ekki verið í neinum vandræðum með að finna sér eitt- hvað að gera meðan á fundi stendur. Um kvöldið er síðan kvöldverður og sunnudagurinn er notaður í að njóta þess sem í boði er í því byggðarlagi sem við heimsækjum. Þeir staðir sem við höfum farið til eru Kirkjubæjar- klaustur, Stykkishólmur og nú í vor Vestmannaeyjar. Á þessum stöðum höfum við fengið frábær- ar móttökur og sú lukka virðist fylgja okkur að alltaf leikur veðr- ið við okkur. Það er líka gaman að því hve mikil fjölbreytni er í þeim skoðunarferðum sem byggðarlögin bjóða upp á. Starfsmenn leggja fyrir í starfs- mannasjóð og á haustin fer Litli ferðaklúbburinn í árshátíðarferð til erlendra borga, hversdagsleik- inn er rofinn og hlaðið upp orku fyrir áframhaldandi kraft í starf- semi sjóðsins. Auk þessara föstu ferða eru ýmsar uppákomur svo sem óvissuferðir og boð einstakra starfsmanna sem tengd eru t.d. af- mælum. Starfsmannafundur í Vestmannaeyjum. PRENTARINN ■ 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.