Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 10
/>*> ver^ r Ceorg Páll Skúlason Undanfarin ár hefur aðsókn að námi í prentun og bókbandi minnkað stórlega, þessi þróun er ekki bundin eingöngu við Island heldur er þetta þekkt vandamál um alla Evrópu a.m.k. I fyrra var gefinn út kynningarbæklingur um prentiðnaðinn á vegum Félags bókagerðarmanna og Samtaka iðnaðarins, þar sem störf í prent- smíði, prentun og bókbandi voru kynnt og var bæklingnum dreift í iðnaðinum og auk þess til ungs fólks sem var að Ijúka stúdents- prófi. EGIN (European Graphic/ Media Industry Network) stóð fyrir ráðstefnu um nýliðun í prentun og bókbandi í Osló 28.- 29. september 2000. Hana sóttu 28 fulltrúar frá sjö löndum, þar af 19 frá Norðurlöndum, 5 frá Bret- landi, 3 frá Hollandi og einn frá Grikklandi. Ráðstefnan var hugsuð sem framhald á ráðstefnu sem haldin var í Hollandi fyrir rúmlega ári. Hjörtur Guðnason og Baldur Gíslason sóttu ráðstefnuna fyrir Prenttæknistofnun. Þá var ljóst að einhverra aðgerða var þörf til að reyna að hafa áhrif á afar daufa nýliðun í ofangreindum greinum. Nú var komið að því að leggja á PRENTIÐNAÐI ráðin og sjá hvaða verkefni væru í gangi til að stuðla að nýliðun. INNGANGUR Menntamálaráðherra Noregs, Trond Giske, opnaði ráðstefnuna og hélt fróðlegt erindi um nýliðun í iðngreinum. Hann sagði ríkis- stjórnina taka alvarlega þá þróun mála að endurnýjun væri ekki næg í iðnaði og eins mikilvægi þess að menntun væri góð. Hann nefndi að 55% af nemendum 16- 19 ára veldu verknám sem væri mikil breyting á skömmum tíma en samt sem áður yrðu sumar greinar meira úti en aðrar. Námið er skilgreint til 4 ára, þ.e. 2 í skóla og 2 í starfsþjálfun. Gert er ráð fyrir að hver og einn hafi góðan grunn til að byggja á og með 1 árs námi til viðbótar er hægt að ljúka stúdentsprófi og þannig fara í hvaða framhaldsnám sem er. Kerfið er afar sveigjanlegt og kemur til móts við þarfir hvers og eins og lokar engum dyrum til frekara náms. Þrátt fyrir þetta, og að því er virðist óháð námskerf- um, er nýliðun í iðnaði í Evrópu afar lítil og alls ekki í tísku að velja starfsvettvang þar sem búast má við að verða skítugur á hönd- unum í vinnunni. Giske rakti síð- 10 ■ PRENTARINN an sínar hugrenningar um ástæður fyrir þessari þróun sem hann taldi m.a. vera vegna þróunar í samfé- laginu og atvinnulífinu. VERKEFNI Samtök atvinnurekenda í prent- iðnaði í Noregi kynntu verkefni sem unnið er að til að breyta ímynd iðnaðarins. Samstarfsaðili er Norsk Grafisk Forbund. Lýst var upphafi verkefnisins sem hófst þegar stjórn félagsins sat á fundi fyrir u.þ.b. ári síðan og ræddi mæðulega um lágt verð og undirboð, með afar lágt sjálfsmat og við það að gefast upp á öllu saman. Þá var ákveðið að við svo búið gætu menn ekki lifað. Akveðið var að hrinda af stað átaki til að breyta ímynd greinar- innar og úr varð „profiler- ingsprosjektet" sem gengur í stuttu máli út á að gæða iðnaðinn bjartsýni, fjölga ungu fólki í greininni, sækja stærri bita af kökunni í útgáfuiðnaðinum og með því auka möguleika á meiri tekjum og hærri launum í grein- inni. Þannig sýndu þau graf með upplýsingum yfir tekjuaukningu í upplýsinga- og tölvuiðnaði í sam- anburði við prentiðnað sem er mun lægri. Akveðið var að gera auglýsingar til að kynna iðnaðinn fyrir almenningi og þegar búið var að velta fyrir sér með hvaða hætti væri best að auglýsa var ákveðið að gera könnun á ýmsum þáttum sem sneru að iðnaðinum áður en farið væri að auglýsa og eins að kynna verkefnið fyrir fólkinu í greininni, en það vill oft gleymast að besta auglýsingin fyrir greinina ætti að vera fólkið sem starfar í henni. Niðurstöður könnunarinnar eru sláandi að mörgu leyti því þar kemur fram að meðal almennings vissu 32% ekkert um grafíska iðnaðinn og 60% af aldurshópnum 15-24 ára vissu ekkert um greinina, þ.e. sá hópur sem litið er til varðandi ný- liðun. 15% töldu greinina tengjast auglýsingageiranum og 16% tengdu hana prentun. Meðal við- skiptavina voru 43% viss um hvað grafíski iðnaðurinn stæði fyrir og aðeins 1/3 talaði neikvætt um greinina. 2/3 töluðu vel um greinina og töldu að ekki væri verið að selja alla þekkingu sem fyrir væri í henni. Eins kom fram að greinin þyrfti að gera sig sýni- legri. 5% félagsmanna töldu graf- íska iðnaðinn búa við góða ímynd, margir vildu breyta fmyndinni og markaðssetja grein-

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.