Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 21
Vinnuverndarvikan 2000 í nýlegri evrópskri könnun kom fram að þriðji hver starfandi maður kvartar undan verkjum í mjóbaki, 17% kvarta undan verkjum í fótum og handleggjum en 45% kvarta undan sársauka- fullum og þreytandi vinnustell- ingum. Hollenskar rannsóknir sýna að tíðni bakverkja liggur á bilinu 12%—41 % eftir starfsgrein- um en vandann er að finna hjá starfsmönnum í öllum starfs- greinum. Óhætt er að fullyrða að á Islandi er ástandið engu betra. Evrópuþjóðir hafa áætlað að kostnaður vegna atvinnusjúk- dóma geti verið á bilinu 0,5-2% af heildarþjóðartekjum. Alagsein- kenni frá vöðvum og liðum eru talin vera orsök u.þ.b. helmings þeirra. Vinnuverndarvikan 2000 er heiti átaks Vinnueftirlitsins gegn atvinnutengdum álagsein- kennum í vöðvum og liðum og ber vikan yfirskriftina „Bakverk- inn burt“. Vikan 23.-27. október hefur verið helguð þessu átaki á öllum Norðurlöndunum. Mikilvægt samstarf starfs- manna og stjórnenda I vinnuvemdarlögum er gert ráð fyrir því að fyrirtæki skuli BAKVERKiNN atvinnutengdum áiagseinkennum í vöðvum og liðum 1 Vinnuverndarvikan 23. - 27. október koma á fót heilsuvernd starfs- manna og er þar átt við forvam- arstarf innan fyrirtækja sem mið- ar að því að koma í veg fyrir heilsutjón vegna aðstæðna á vinnustað. Forvamarstarf innan fyrirtækja ætti meðal annarra þátta að fela í sér áhættugrein- ingu og mat á vinnuumhverfinu, þjálfun starfsmanna í góðri vinnutækni og líkamsbeitingu og leiðbeiningar um hvemig haga skuli starfinu til að forðast óheppilegt álag. Mikilvægt er að hönnun vinnuumhverfis taki mið af vinnuvemdarsjónarmiðum. Til að forvarnarstarf innan fyrirtækja beri góðan árangur er grundvall- aratriði að það sé unnið í sam- starfi starfsmanna og stjómenda fyrirtækisins. Algengustu orsakir atvinnu- tengdra álagseinkenna í vöðvum og liðum eru meðal annarra tald- ar vera: • of þungar byrðar handleiknar • byrðar handleiknar oft • skortur á hjálpartækjum • óheppileg hönnun vinnuum- hverfisins • óheppilegar vinnustellingar • vinnuskipulag • ófullnægjandi fræðsla • lélegt líkamlegt ástand; þrek- og kraftleysi, veikindi Markviss vinnuvernd fækkar slysum Rannsóknir sýna að með mark- vissu vinnuverndarstarfi innan fyrirtækja fækkar veikindafjar- vistum starfsmanna og gæði vinn- unnar og framleiðni fyrirtækja eykst. Sem dæmi um slíkt er ár- angur vinnuverndarstarfs í bresk- um sjúkrahúsum. Þar fækkaði at- vinnutengdum meiðslum og álagseinkennum um 40-50% þeg- ar gerð var áhættugreining og mat á hugsanlegum hættum tengdum því að lyfta sjúklingum, úrbætur gerðar og vinnureglur settar. Ann- að gott dæmi er frá breskri osta- verksmiðju þar sem með mark- vissum forvamaraðgerðum tókst að fækka slysum um tæplega helming og framleiðslan jókst um 25%. I átaki Vinnueftirlitsins „Bak- verkinn burt“ eru allir stjómendur og starfsmenn fyrirtækja hvattir til að gera átak innan síns fyrir- tækis í forvömum gegn álagsein- kennum í vöðvum og liðum. Nýta reynslu starfsmanna I vinnuverndarlögunum er kveðið á um ábyrgð bæði starfs- manna og stjómenda á að stuðla að því að starfsskilyrði séu full- nægjandi að því er varðar aðbún- að, hollustuhætti og öryggi. í þessu átaki „Bakverkinn burt“ er viðeigandi að benda meðal annars á „reglur um öryggi þegar byrðar em handleiknar" og „reglur um skjávinnu". Til að tryggja árang- ursríkt forvarnarstarf innan fyrir- tækja er mikilvægt að það sé unn- ið í sameiningu stjómenda og starfsmanna frá upphafi. Oft getur reynsla starfsmanns nýst vel þeg- ar huga þarf að hönnun nýrra verkstöðva, aðlögun starfa eða breytingu skipulags. Þann auð er mikilvægt að nýta. Tökum höndum saman, takið þátt í átakinu. Bætum vinnuum- hverfið og um leið heilsu og lífs- gæði starfsmanna. Vinnuverndarlögin er hægt að nálgast á vefsíðu Vinnueftirlits- ins: www.ver.is. Þar er einnig að finna tengingu við átakið „Bak- verkinn burt“. Berglind Helgadóttir sjúkraþjálfari VER PRENTARINN ■ 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.