Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 5
Farfinn er ífjótandi formi á brúsum. Afylling er því bœði mjög einföld og hreinleg. inn hefur dafnað og eflst og við teljum að Stafræna prentstof- an/Leturprent sé nú í fararbroddi í stafrænni prentun á Islandi. í dag vinna hjá fyrirtækinu 7 manns en voru áður 3. Fjöldi við- skiptavina hefur margfaldast á þessum stutta tíma frá því að staf- ræn prentun var tekin í notkun.“ Tvær vélar „Reynsla okkar af Indigo er það góð að við höfum nú bætt við annarri vél, Indigo-E-print Pro. Nú getum við boðið viðskiptavin- um okkar enn betri þjónustu og aukin afköst. Meginkostur stafrænnar prent- unar er sá, að nú geta menn feng- ið prentgripina afgreidda með litl- um sem engum fyrirvara, ef svo ber undir. Arkirnar koma þurrar út úr vélinni og því er hægt að hefja eftirvinnslu strax, svo sem brot, skurð og heftingu. Þetta kunna viðskiptavinir okkar að meta, því eins og þeir vita sem starfa í prentiðnaði, þá liggur oft mikið á! Annar höfuðkostur stafrænnar prentunar er, að nú er hægt að prenta í hágæðalit það upplag sem þörf er á, hvort sem það er 1 stk., 50 stk. eða fleiri, þannig að nú geta fyrirtæki og einstaklingar hætt að prenta fyrir ruslafötuna. Hingað til hefur ekki verið talið hagkvæmt að prenta í 4-5 lit und- ir 1000 stk. vegna stofnkostnaðar í filmum og plötum. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að stafræn prenttækni bjóði upp á gæði sem gefa venjulegri offsetprentun ekk- ert eftir, þá er hún enn sem komið er hagkvæmust í litlum upplög- um, eða allt að 1000 A4 fjórlit báðum megin,“ segir Kristján Ingi. Hann bendir einnig á, að stafræn prentun býður upp á ótal möguleika sem hefðbundin prent- un býður ekki upp á. Hægt er að prenta breytilega prentun á hverja einustu prentörk, t.d. mismunandi myndir eða texta á hverja síðu. Þetta býður upp á mikla mögu- leika, t.d. í markaðssetningu fyrir- tækja, en þetta er þáttur sent hefur tiltölulega lítið verið notaður hér á landi, enn sem komið er. Kannske er það vegna þess að tæknin hefur ekki verið til staðar fyrr en nú, en búast má við að þessi kostur verði mikið notaður í framtíðinni. T.d er hægt að prenta bæklinga á mörgum tungumálum í sömu prentun, t.d. 50 á ensku, 30 á sænsku og 100 á íslensku. Kristján Ingi segist vera fullur bjartsýni á framtíðina, framundan séu spennandi tímar breytinga og þróunar. Þrátt fyrir hina nýju tækni er offset-deildin enn rekin á fullu til að sinna þeim fjölmörgu verkefn- um sem henta slíkri tækni. Kristján segir eins og fleiri, að galdurinn við að byggja upp gott fyrirtæki í prentiðnaði sé starfs- fólkið. „Ég hef verið mjög lán- samur með samstarfsmenn. Hér starfar fólk með mikla reynslu, bæði á tölvusviðinu og í hefð- bundinni prentun. Þá er mikilvægt að menn haldi ró sinni þegar unnið er við staf- rænar prentvélar, þær eru við- kvæmar og minnstu mistök geta verið dýr. Þetta ættu menn að hafa í huga,“ segir Kristján Ingi Einars- son, framkvæmdastjóri Stafrænu prentstofunnar/Leturprent. Kristján Ingi ásamt Burkna Aðaisteinssyni framleiðlustjóri við Indigo Turbo Stream. PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.