Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 13
að þetta sé í þokkalegu ástandi. Við sinnuni ekki öryggisgæslu fyrir sumarbústaði sem slíkri en pössum þó upp á að hliðið sé lokað. Hins vegar er það að fólk sér að hér er búið og það hlýtur að fæla þjófa frá. Hitt er annað að fólk hefur tök á að leita til okkar ef eitthvað kemur upp á. Það er ákveðið öryggi í því. Við erum með tíu hesta og höfum verið með tamningar meðfram þessari vinnu sem við höfum haft. Við erum ekki með rollur, þó svo að margir haldi það. Um orlofssvæðið er það að segja að ásóknin í orlofssvæðið er alltaf að aukast, fólk er farið að koma miklu fyrr á vorin og fer seinna á haustin. Reglan er auðvitað sú að þetta er lokað svæði og einungis ætlað félagsmönnum og gestum þeirra. Þeir einir mega tjalda. Ef þú hins vegar vilt bjóða frænda þínum að tjalda hér án þess að þú sért á staðnum og hann er á þinni ábyrgð þá er það í lagi því þetta er þitt tjaldsvæði og þú hefur rétt til að nýta það eins og þú vilt. Ég held að þetta sé mjög góð regla. Við finnum það á umgengni og öðru að fólki finnst það bera ákveðna ábyrgð og gengur mjög snyrtilega um þetta allt saman. Við höfum líka lagt á það áherslu að hér sé allt snyrtilegt og reynt að gera svæðið aðlaðandi og þetta hefur skilað sér í aukinni ásókn, gestum fjölgar ár frá ári. Samskiptin við tjaldbúa hafa ver- ið alveg til fyrirmyndar og í þau fáu skipti sem eitthvað hefur komið upp á hafa þau mál verið leyst farsællega. Við höfum aldrei þurft að standa í neinu þrasi við gesti. Það hefur komið upp sá misskilningur að fólk hef- ur haldið að gjald fyrir tjaldstæði væri innifalið í félagsgjöldum en svo er ekki. Þetta er nú bara fimm hundruð kall fyrir helgina og er í raun bara málamyndagjald til að geta haldið þessu gangandi. Það er ekki hægt að réttlæta það að halda úti svona góðu tjald- svæði með öllu því tilstandi sem því fylgir án þess að taka eitt- hvað fyrir það. Golfvöllurinn er rekinn af Dalbúum. Þeir tóku Bjarni, Mia, Þorsteinn, Daníéla og hundurinn Atlas. þennan hluta af jörðinni á leigu. Þessi golfvöllur er meiriháttar af- rek. Þó svo að ýmsir hefðu viljað sjá hraðari uppbyggingu þá er það staðreynd að hér er hann kominn og það er bara meirihátt- ar gott mál. Eftir að golfskálinn kom hefur sambúðin við golfar- ana gengið vel en á meðan þeir voru hér í kjallaranum þá var þetta ansi skrautlegt. Það bjargaði því bara hvað við erum mild á geði og rólegheita fólk. Allt það sem yfir okkur er búið að ganga í sambandi við það er efni í heila bók. Það voru engin ólæti eða slflct heldur stöðugt ónæði, en það er ekkert sem maður er að æsa sig yfir núna. Maður var kannske á sunnudegi að slá garð- inn í rólegheitum og svo leit maður upp og þá var garðurinn fullur af fólki með stóla og slíkt. Svo voru þeir með sjoppu í kjall- aranum og það var enginn að af- greiða og fólkið var að koma hingað upp og biðja okkur um af- greiðslu, en þetta var ekkert á okkar vegum. Við vorum kannske á kvöldin að horfa á sjónvarpið og svo allt í einu voru kannske komnir menn fyrir fram- an sjónvarpið og heimtuðu af- greiðslu. Maður var aldrei í friði, en við vissum alltaf að þetta myndi breytast og eftir að golf- skálinn kom er þetta alveg frá- bært. Það er stöðugt verið að bæta aðstöðuna, laga bílaplanið, kirkjan er að fá þann veglega sess sem henni ber, þannig að næsta sumar á þetta að vera orðið alveg tipp topp. Sambúðin við golfarana í dag er góð eins og ég sagði áðan, eins og gott hjóna- band. Hér líður okkur mjög vel og við viljum vera hér áfram ef Guð og Sæmundur lofa.“ Það er tekið að halla degi þeg- ar ég kveð þau hjón og sólin sendir síðustu geisla sína yfir Miðdalinn. Sú vissa sem ég hafði reyndar áður um að orlofssvæðið okkar væri í góðum höndum hef- ur styrkst og vonandi fáum við að njóta krafta þeirra Miu og Bjarna um ókomin ár. PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.