Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 23
gengur og gerist hjá öðrum eða um 15 plötur á tímann. Um er að ræða vel reynda lýsingatækni frá Fujiftlm sem hefur nýst á öðrum sviðum, s.s. filmuútskrifara. Auð- velt er að uppfæra P-9600 á staðnum án mikils tilkostnaðar. P-9600 notar hefðbundnar photopolymer CTP plötur en einnig var sýnd á bás Fuji thermal tækni. Formatstærð T-9000 er einnig B-1 stærð og er einnig við þetta tæki hægt að fá Multi-Auto er að prenta beggja vegna og fá þannig út heila örk í litum á t.d. útskotið tímarit eða bók. Final Proof er hinsvegar kostur sem að öllum líkindum verður ekki keyptur af íslenskum fyrir- tækjum. Ekki vegna galla eða lé- legra gæða, þvert á móti sam- kvæmt prófunum hjá Seybold. Tækið er mjög dýrt þrátt fyrir kosti þess að sýna fullkomna próförk með rasta. Svona prenta þeir auglýsingarnar utan á háhýsin. Allt á Vinyldúka. Kynning á stafrœnni myndatöku. Loader fyrir 5 mismunandi stærð- ir af prentplötum. T-6000 lýsir aftur á móti á stærðir frá 324x394mm upp í 830x645mm. Afköst þess tækis eru 16 plötur á tímann. b) Prófarkatækni. Fujifilm framleiðir PictroProof sem er prófarkatæki sem hefur mjög góð litagæði. Tækið, sem keyrir út yf- irstærð á A-3, þarf engin fram- köllunarefni og er því mjög um- hverfisvænt en notar þess í stað hitayfirfærslu saman við vatn. Einnig er áhugavert að líta til hraða þess en fyrsta eintakið tek- ur einungis um 90 sekúndur og ef not eru fyrir fleiri eintök tekur það rúmar 50 sekúndur þar til næsta eintak kemur út úr vélinni. Annað í prófarkamálum sem vakti einnig athygli var PreProofer sem er endurbætt út- gáfa á HP plotterum þar sem hægt c) Myfujifilm.com vakti mikla athygli en um var að ræða kynn- ingu á tilraunaverkefni Fujifilm. Þetta er verkefni um e-commerce, e-information og e-production sem þýðir að prentsmiðja hér á landi getur, í gegnum netið, geymt skjöl, leitað eftir tilboðum í vinnslu, eða keypt vörur og þjónustu. Spennandi verður að sjá hvem- ig þetta þróast á næstu ámm. d) Nokkrar áhugaverðar vefsíð- ur: www.fujifilm.de - www.fujifilm.se - www.ffei.co.uk - www.myfujifilm.com Vonandi náum við að fjalla bet- ur um sýninguna síðar, en eins og margoft hefur komið fram var af nógu að taka. Með Guðjóni í Hvítlist í Hamada-básnum. PRENTARINN ■ 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.