Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 19
mysuostur eða eitthvað slíkt, heldur metrar yfir sjávarmáli. Nú var haldið að Hrauneyjum og komið í Hálendismiðstöð ferðamanna og þar fengu menn súpu og brauð, áður en lengra væri haldið. Síðan var stefnan tekin á Veiðivötn og komið þar um hádegi. Rigningin var hætt en þá tók rokið við. Þegar farið var út úr bflunum á Hádegisöldu urðu menn að halda sér og vera hlémegin við bílana til að fjúka ekki. Ekinn var stór hringur um vötnin, sem eru í raun gamlir eld- gígar eftir sprengigos, rnjög lit- ríkir og fagrir. Vatn er í flestum þeirra, og hefur þar verið vænn urriði frá landnámsöld. Þetta svæði var löngum kallað matar- kista Sunnlendinga og hingað sóttu þeir björg í bú. Sérstök stétt manna, svokallaðir vatnakarlar, myndaðist og hafði vinnu af því að sækja þangað fisk fyrir aðra og eru til margar skrautlegar sög- ur af þeim. Sá sem ekki hefur komið í Veiðivötn hefur ekki séð ísland og hrikaleik þess. Endalausan sandinn og svo fagrar gróðurvinj- ar inn á milli. Þama við Köldu- kvísl og Vonarskarð hafa margar sögur verið skráðar. Fjalla-Ey- vindur og Halla voru handtekin í hreysi við Vonarskarð 1772. Sök þeirra var sú ein að vilja lifa af því sem landið gaf og njóta ásta hvort annars fjarri mannabyggð- um. Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd íhlýjum garði; áburð og Ijós og aðra virkt enginn til þeirra sparði; mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn uþþ þarsem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði. Er hægt að lýsa ást sinni á landinu bláa og kalda betur en Jón Helgason prófessor í Ama- safni gerir í þessari vísu? Við eitt af vötnunum þarna, Kirkjufellsvatn, komu menn til veiða víðsvegar af landinu og þar á meðal rússneski sendiherrann og veitti hann stundum af rausn séu dyr vítis, jarðskjálftum, flóð- um og fleiru og fleim. Virkjunin var samt reist og sjá nú flestir að það var mikið happaspor. Þegar við komum að Leim- bakka á nákvæmlega réttum tíma, beið okkar grillað hlaðborð með lambakjöti, að sjálfsögðu, og ljúffengur sveskjugrautur með rjómablöndu og höfðu menn ekki smakkað hann betri. Framreiðslu- stúlkumar, eða gengilbeinumar eins og Jökull Jakobsson kallaði þessa stétt, vom ljómandi góðar og sungu fyrir matargesti. Þegar yfirmatseljan var spurð, hvort hún væri skyld eigendunum vegna þess hvað hún lagði sig fram bæði við matinn og söng- að loknum góðum veiðidegi, bæði vodka og kavíar, en svo heita hrogn styrjunnar, sem er rússneskur ránfiskur og þótti mikið lostæti í svallveislum fína og fræga fólksins í París í byrjun aldarinnar. Þama undu menn glaðir við sitt, þar til einhver karlkyns Gróa á Leiti eða öfund- sjúkur veiðimaður með öngulinn í rassinum þurfti endilega að kjafta frá í DV og þá var fjandinn laus. Sendiherrann og fylgdarlið hans var kært fyrir veiðiþjófnað, en kæran stóðst ekki, þar sem all- ir máttu veiða þarna. Þetta var einskis manns land, sem enginn gat eða getur gert tilkall til. Sem sagt, málið lyppaðist niður, en skaðinn var skeður. Rússinn hætti að koma og nú drekka menn bara vatn og brauð við Kirkjufellsvatn og þessari jarðnesku paradís var lokað, þökk sé gráðugum fjöl- miðlum og Gróu á Leiti. Nú var kominn tími til að tygja sig til heimferðar og yfirgefa Veiðivötnin yndislegu, sem láta engan ósnortinn sem þangað kemur. Gerður var stuttur stans við Hrauneyjar og þeginn þar kaffisopi en síðan ekið rakleitt að Leimbakka í Landsveit. A leið- inni þangað ókum við framhjá Þjófafossum og Tröllkonuhlaupi í Þjórsá, en þar var fyrsta virkjunin reist. Urtölumenn fundu virkjun Þjórsár við Búrfell allt til foráttu, þeir spáðu eldgosi úr Heklu gömlu, þar sem sumir segja að Kátir Fjalla-Eyvindar tilbúnir í slagitm við Hrauneyjar. Vatnakarlar eða prentsveinar brosmildir eftir góðan dag í Veiðivötn- um. inn, sagði hún: „Nei, ég er bara Skagfirðingur." Við sáum ekki blettinn þar sem Olafur Ragnar datt af baki fyrir Dorrit og var kannski upphafið að ástarævintýri sem enn stendur, en margt var þarna að sjá og er þetta einn af glæsilegri gisti- og veitingastöðum landsins, þar sem koma bæði hestamenn og aðrir ferðalangar. A ferð okkar ókum við oft yfir spmngur eftir síðasta stóra Suð- urlandsskjálftann og sáum líka ummerkin eftir þær hamfarir, þegar landið rifnaði skyndilega um 1 metra, eftir að teygst hafði á sprungunum um ca. 1 cm á ári í næstum heila öld, þar til allt í einu að jörðin lét undan með þessum gífurlegu átökum og skemmdum á húsum, vegum og mannvirkjum, en mannslífum var þó þyrmt að þessu sinni, guði sé lof. Komið var heim til Reykjavík- ur um áttaleytið að Umferðar- miðstöðinni. Lóan var enn að æfa konsertinn og menn kvöddust glaðir í bragði eftir skemmtilega ferð. Enn einu sinni kom stjórn FBM okkur á óvart með vel skipulagðri og glæsilegri ferð undir stjóm Sæmundar formanns okkar. Leiðsögumenn vom ekki af verri endanun, Sigurður Krist- insson og Tómas Einarsson og kunnum við þeim bestu þakkir. PRENTARINN ■ 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.