Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 11
ina sem samskiptaiðnað fremur en prentiðnað, 34% töldu þörf fyrir aukna menntun og 8% töldu þörf fyrir nýrri tæki. Fram kom mikilvægi þess að búa til nýja sýn á greinina og leggja minni áherslu á gömlu tímana og meiri á nýja tímann þ.e. svokallaðan e-Guten- berg sem endurspeglar umhverfið sem greinin býr við í dag. Unnið er að því að gera starfs- lýsingar yfir öll störf í greininni til að fólk viti hvaða starfsmögu- leikar eru fyrir hendi og þá vand- ast málið. Það sem áður voru þrjár greinar, þ.e. prentun, bók- band og prentsmíð, eru nú miklu fleiri, allt að 100. Einnig var ákveðið að breyta nafni samtak- anna til að ná betur yfir það sem iðnaðurinn býr yfír (visual iðnað- urinn). Þannig hefur komið í ljós að ekki var ráðlegt að fara í að aug- lýsa iðnaðinn fyrr en búið væri að vinna heimavinnuna vel. London College of Pi-inting Skólinn hefur allar deildir sem tengjast grafíska iðnaðinum og nýtti sér þá stöðu til að ná til til- vonandi nemenda. Þeir sem ekki komust inn í aðrar deildir, s.s. hönnun (skv. tölum yfirvalda í Bretlandi frá 1996 var 44.000 nemendum neitað um inngöngu í hönnunamám), fengu sent bréf frá prent- og frágangsdeildinni þar sem þeim var kynnt námið og boðið sæti í því, ef áhugi væri fyrir hendi, rétt áður en bréfið með höfnun barst þeim í hendur. Þ.e. reynt var að freista þeirra þegar þau voru hálfsærð. Þannig fékkst nóg af nemendum þetta árið og öruggt pláss er fyrir alla nemendurna á vinnumarkaðinum. skólinn fær mun fleiri fyrirspurnir um nemendur en hann getur ann- að í þessum greinum. Jafnframt er verið að vinna að geisladiski sem hefur að geyma sýndarprent- smiðju og dreift verður í gmnn- skóla til að kynna þessar greinar. Vonandi dugar það til að ekki þurfi að grípa til sömu aðferðar og að ofan er greint frá. GOC Hollendingar hafa hrundið af stað herferð sem kallast G-kracht eða G-force (G-afl). G stendur fyrir grafískt og kracht fyrir vinnuafl. Um er að ræða kynningarherferð til að ná til ungs fólks og kynna iðnaðinn fyrir því á áhugaverðan hátt. Und- irbúningur hefur staðið í 6 mán- uði og hefur verið unnið í því að búa starfsfólk og atvinnurekendur í greininni undir að kynna hana. Stilla alla inn á þessa leið og leiða fólki fyrir sjónir mikilvægi þess að kynna greinina með ný- liðun í huga. Meðalaldur hefur hækkað stöðugt í greininni og er u.þ.b. 46-50 ár í dag. GARTA Chris Green frá Manchester Metropolitan University kynnti verkefnið GARTA (Graphic Arts Recruitment Toolkit Assistance) sem hrundið verður af stað á ár- inu með eða án stuðnings Leon- ardo II áætlunarinnar. Verkefninu er ætlað að vekja áhuga ungs fólks á iðnaðinum og örva endur- nýjun í greininni M.a. verður hugur ungs fólks, sem ekki er tengt iðnaðinum, til iðnaðarins kannaður og jafnframt er hugmyndin að fá ungt fólk, sem er að læra, til að kynna iðn- aðinn og hvað það er að fást við í námi og hvaða störf bjóðast í greininni. Ein hugmynd sem hef- ur vaknað til að vekja áhuga er t.d. slagorð eins og: Ef þú sérð þennan texta, þakkaðu prentara! Ef þú sérð þessa mynd, þakkaðu prentara! A ráðstefnunni fór fram hóp- vinna tengd þessu verkefni og umræður að henni lokinni. Eins og fram kemur í niðurstöðum var áhugi á því að reyna að vinna áfram að þessu verkefni og því hollenska. ÆSKAN Ungir þátttakendur á ráðstefn- unni fengu það verkefni að velja þrjú mest áríðandi atriði til að kynna iðnaðinn fyrir aldurshóp- unum 11-18 ára og 19 ára og eldri. Eftirfarandi niðurstöður komu út úr þeirri vinnu. 1. títbúa þarf kynningarefni sem lýsir iðnaðinum á áhugaverð- an hátt en jafnframt raunsæj- an. Best er að kynning sé í höndum ungs fólks úr iðnað- inum, þ.e. það er meira traust- vekjandi og sýnir að einhver framtíð sé fyrir hendi í grein- inni heldur en ef einungis eldri menn sem eiga stutt í starfslok standa í kynningu og forsvari fyrir iðnaðinn. (Þetta á við báða aldurshópana þó mismunandi kynningarefni sé fyrir hvem aldurshóp.) 2. Mikilvægt er að draga fram hverjir eru möguleikarnir í greininni, s.s. starfsumhverfi, laun, starfsferill o.s.frv. „Hvað er í þessu fyrir mig?“ er ríkjandi sjónarmið ungs fólks í dag. 3. a) Mikilvægt er að hafa áhrif á fyrirmyndir aldurshópsins 11-18, ára þ.e. mömmu, pabba, kennara. Þessir aðilar hafa mikil áhrif á framtíð bama og starfsval. b) Fyrir aldurshópinn 19 ára og eldri er mikilvægt að sýna fram á að iðnaðurinn muni verða við lýði um ókomna tíð og starfsmöguleikar séu mikl- ir og mörg krefjandi störf í boði. Fram kom að erfitt væri að flokka unglinga á aldrinum 11-18 ára sem einn markhóp. Nibursta&a Niðurstaða ráðstefnunnar var að fela fimm manna hópi að und- irbúa evrópskt verkefni í nýliðun sem byggðist á G-force hugmynd Hollendinga og reyna að tengja fleiri hugmyndir því verkefni, t.d. Garta verkefnið sem verður unnið á vegum EGIN. Hópinn skipa Chris Green frá Manchester Metropolitan University, Carole Smith-Milne frá London College of Printing, Alex de Boer frá National Printing Training Organ- isation í Hollandi, Richard Bea- mish frá Print Graphic Comntun- ication í Englandi og Hans W. Berglund frá Graphical Education Foundation í Svíþjóð. Sumarbústaður í Miðdal í Efra hverfi, G götu nr. 6. 3 her- bergi og svefnloft, ný viðbygg- ing sem er herbergi og fremri stofa. Rafmagn, arinn, dúkku- hús, ísskápur og allt innbú. Mik- ið af gróðursettum tijáplöntum á lóðinni. Uppl. í sfma 551 1526. Sumarhús til sölu Til sölu sumarbústaður í Efra hverfi í Miðdal við F götu 6. Húsið er fullbúið að utan en eld- húsinnréttingu vantar. Óskað er eftir tilboði. Upplýsingar gefur Sveinn Gústafsson í síma 552 2752 og GSM 893 4333. Til sölu sumarbústaður í Efra hverfi í Miðdal við E götu 5. Upplýsingar gefur Gylfi Geir Guðjónsson í síma 551 4482 eða vinnusíma 569 1100. Verð kr. 1.300.000. PRENTARINN ■ 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.