Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 3
 NYLIÐUN Leiðari Hvemig aukum við áhuga unga fólksins á því að hefja störf í prentiðnaðinum? Það erum ekki bara við hér á landi sem glímum við þann vanda að sífellt fækkar þeim sem vilja leggja fyrir sig iðnaðarstörf, heldur er þetta vandamál sem blasir við öllum er starfa í prentiðnaði vítt og breitt um Evrópu. Haldnar hafa verið margar ráðstefnur og fundir um þessi mál, fækkun í löggiltum iðngreinum, verið er að loka skól- um á Norðurlöndum vegna þess að æ færri vilja leggja fyrir sig prentun og bókband og t.d. í Nor- egi ræða menn það, að ef ekki takist að fjölga nemum í bók- bandi sé hætta á því að iðngreinin leggist niður og sú kunnátta að binda inn bók glatist. Við í FBM höfum brugðist þannig við þess- um vanda, í þeirri von að hægt sé að snúa þróuninni við og glæða áhuga unga fólksins á iðnaðar- störfum, að Starfsgreinaráð í upp- lýsinga- og fjölmiðlagreinum hef- ur komið á fót nýrri námsleið við framhaldsskóla, þ.e. þriggja anna almennu námi. Að loknu grunn- námi á upplýsinga- og fjölmiðla- braut verða í fyrstu 7 faggreinar í boði þar sem nemendur velja sér iðnsvið eða starfssvið. Hér á eftir er stutt lýsing á innihaldi hverrar fagbrautar. Bókband: Véla-, hand- og safnabókband, almennur frágang- ur prentgripa. Dagskrárgerð: Áhersla er á textaframsetningu, fjölmiðlun og viðtalstækni. Grafísk miðlun: Grafísk hönn- un og framsetning efnis fyrir prent-, net- og skjámiðla. Ljósmyndun: Myndbygging, myndatökur og myndavélar. Netkerfi: Starfræksla og þjón- usta netkerfa og netþjóna. Prentun: Offsetprentun, dag- blaðaprentun, plastprentun, staf- ræn prentun. Vefsmíð: Forritun fyrir vefsíður á viðurkenndu forritunarmáli. Að lokinni 4. önn kemur 12 mánaða starfsþjálfun. Námi í bókbandi, ljósmyndun, prentsmíð og prentun, sem eru löggiltar iðn- greinar, lýkur með sveinsprófi, öðrum lýkur með fagbréfi. Á þessari nýju námsleið eru engin öngstræti og auðvelt að skipta um leiðir og þá er opin leið til lengra náms ef vilji er til þess. í haust hófu 127 nemendur nám á upp- lýsinga- og fjölmiðlabraut við hina ýmsu framhaldsskóla og vonir eru bundnar við það að úr þessum hópi komi starfsmenn framtíðarinnar til starfa innan prentiðnaðarins. En meira þarf til, við verðum að vera opin fyrir því að auglýsa fagið og upplýsa unga fólkið um kosti þess að leggja fyrir sig framtíðarstörf í prentiðn- aði. Október 2000. SÁ prentnrinn Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Jakob Viðar Guðmundsson, Kristín Helgadóttir, Sævar Hólm Pétursson, Þorkell S. Hilmarsson. Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturger&ir í Prentaranum eru: Helvitica Ultra Compress, Stone, Times, Garamond o.fl Blaðið er prentað á 135 g Ikonofix silk. Prentvinnsla: Filmuútkeyrsla: Scitex Prentvél: Heidelberg Speedmaster 4ra lita. Svansprent ehf. mmm Stjórn og nýtt trúnnðarráö Nýtt Trúnaðarráð FBM tekur til starfa 1. nóvember nk. og starfar til 31. október árið 2002. Ráðið fer með æðsta vald félagsins á milli aðalfunda og sér um rekstur félagsins. Eindagi til að skila inn lista til framboðs í ráðið var 5. október og aðeins einn listi barst. Eftirfarandi aðilar voru kosnir til setu næstu tvö árin. Stjórn: Sæmundur Ámason formaður Georg Páll Skúlason varaform. Pétur Ágústsson ritari, Prent- smiðjan Oddi Bragi Guðmundsson gjaldkeri, ÍP-Prentþjónustan Olafur Öm Jónsson, meðstj., Prentsmiðjan Oddi Páll Reynir Pálsson, meðstj., Prentsmiðjan Oddi Þorkell S. Hilmarsson meðstj., Steindórsprent-Gutenberg Varastjórn: Vigdís Ósk Sigurjónsdóttir, Morgunblaðið Stefán Ólafsson, Morgunblaðið Mana H. Kristinsdóttir Páll Svansson, Nonni og Manni Stella F. Sigurðardóttir Ólafur Emilsson, FBM Trúnaðarráó frá 1. nóvember 2000. Anna Helgadóttir, Steindórsprent- Gutenberg Halldór Þorkelsson, Kassagerð RVK Hallgrímur Helgason. ÍP-Prent- þjónustan Helgi Jón Jónsson, Grafík Hinrik Stefánsson, Prentsmiðjan Oddi Jón K. Ólafsson, Aco Marinó Önundarson, Hjá Guð- jónÓ Oddgeir Þór Gunnarsson, Prent- met Ólafur Emilsson, FBM Ólafur H. Theódórsson, Miða- prentun Páll Heimir Pálsson, Ás- prent/POB Páll Svansson, Nonni og Manni Reynir S. Hreinsson, Svansprent Sigríður St. Björgvinsdóttir, Off- setþjónustan Sigurður Valgeirsson, Grafík Stefán Ólafsson, Morgunblaðið Tryggvi Þór Agnarsson, Morgun- blaðið Varamenn: Sigrún Karlsdóttir, Oddi Erla Runólfsdóttir, Ásprent/POB Sigrún Ásmundsdóttir, Morgun- blaðið Svanur Jóhannesson Ingibjörg Jóhannsdóttir, Prent- smiðja Hafnarfj. Burkni Aðalsteinsson, Leturprent MALGAGN FÉLAGS BÓKAGEROARMANNA Forsíöan Forsíöuna hannaöi Hanna Gyða Þráinsdóttir, skrifstofumaöur og hönnuöur í Héraðsprenti, Egilsstööum. Ljósmyndin er tekin á digital myndavél og unnin í Photoshop. Fyrirsætur eru: Gömul Eickhoff prentvél og Embla Líf „prentari". PRENTARINN ■ 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.