Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 9
að meta og gagnrýna vefsvæði og margmiðlunarefni ýmiskonar. I prentgeiranum hafa verið örar breytingar undanfarin ár og starf prentsmiðsins er töluvert breytt frá því sem var, jafnvel þótt ekki sé litið lengra aftur en fimm ár. Tölvan ryður sér til rúms og flest- ir kunna á öll helstu forritin, Photoshop, Freehand, Quark Ex- press og fleiri forrit sem notuð eru við prentvinnsluna. Að vera margmiðlunarfræðingur þýðir ekki endilega að maður þurfi að vera einhver tæknigúrú. Nóg er að hafa grundvallarþekkingu og geta bjargað sér á þau forrit sem kennd eru, hitt kemur með æfing- unni. Þar tel ég einnig að prent- smiðirnir standi vel að vígi. Stjórnandi margmiðlunar þarf að hafa þekkingu á ferlinu í vinnslunni, hvernig hægt er að samhæfa þá flóknu vinnslu sem þarf að eiga sér stað og að búa til og halda tímaáætlun. Engir tveir dagar eins Ég fékk vinnu hálfu ári áður en ég útskrifaðist úr skólanum og var meira að segja pressa á mig að byrja fyrr, vera ekkert að klára námið! Ég var ráðin verkefna- stjóri hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í að gera vefsvæði fyrir stór fyrirtæki. Starfið er mjög fjölbreytt og engir tveir dagar eins. Ég sit regluiega fundi með ráðgjöfum á sviði vefmála, viðskiptavinum, stjómendum fyrirtækisins og svo held ég reglulega fundi með starfsmönnum. Ég tek stöðu á gangi verkefna daglega og fylgist með að starfsmenn haldi sig við setta tímaáætlun. Ef misbrestur er á því er það á minni könnu að komast að því hver ástæðan er og hvað hægt er að gera til að laga stöðuna og koma í veg fyrir að verkefnið tefjist enn frekar. I upphafi verks er haldinn fundur með þeim starfsmönnum sem að verkinu koma, hver og einn er settur inn í um hvað verk- efnið snýst, hverjar tímaáætlanir eru og hver séu áætluð verklok. Eftir það eru haldnir nokkrir stutt- ir fundir þar sem vinnuhópurinn metur stöðuna og kryfur þau vandamál sem upp koma. I mínu starfi er sem sagt nauð- synlegt að hafa þekkingu á því um hvað margmiðlun snýst, vera hæf til þess að gera tímaáætlanir, framleiðsluskýrslur og flæðirit og hafa hæfni til að koma boðum til skila til viðskiptavinarins. Skólinn kenndi mér allt um skýrslugerð, flæðirit og að skilja unt hvað þetta snýst allt saman. Þrátt fyrir töluverða tungumálaörðugleika (sérstaklega í fyrstu) gekk mér mun betur en mörgum dönskum samstúdentum mínum að ná þeirri heildarsýn sem nauðsynleg er. Það vil ég þakka bakgrunni mín- um úr prentsmíðinni. Ég tel að það framtak Prent- tæknistofnunar og Rafiðnaðar- skólans að setja Margmiðlunar- skólann á stofn sé þarft framtak og veiti íslenskum nemendum (ekki síst þeim sem koma úr prentiðn) tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og taka þátt í þeim skemmtilegu breytingum sem eru að verða á nútíma starfs- umhverfi. Það er vel þess virði! hverju verkefni skilaði námsmað- urinn, eða hópurinn sem hann var í, af sér einhverri vöru. Hún gat verið í formi skýrslna, verks á vefnum eða geisladisks. Fjölbreyttur hópur Nemendur komu úr ýmsum átt- um. Meðalaldur er hár í þessu námi þar sem flestir nemendumir Ég var eini nemandinn með bakgmnn í prentiðn og kom það mér nokkuð á óvart þar sem prentsmiðsmenntunin og reynsla í faginu kemur sér mjög vel í margmiðlun. Það vakti áhuga minn eftir á hversu jöfn kynja- skipting var í skólanum, því þegar komið er út á starfsmarkaðinn er því ekki að heilsa, enn sem komið em að bæta við sig framhalds- menntun og em oft búnir að vinna á sínu sérsviði í nokkur ár. Þama vom tveir sem höfðu unnið við hljóðupptökur, þrír sem unnið höfðu við sjónvarp og mynd- bandsupptökur, ein söngkona í hljómsveit (sem er að „meika það“ í Danmörku núna), nokkrir myndlistarmenn eða grafíkerar, nokkrir með viðskiptamenntun og svo fólk sem hafði hin ýmsu námskeið að baki og hafði unnið sjálfstætt. Örfáir vom þó ný- komnir úr menntaskóla og verður að segjast eins og er að þeir komu mun verr út úr prófum og öllu samstarfi. er em karlmenn í yfirgnæfandi meirihluta í margmiðlunar- og tölvufyrirtækjum. Cóöurbakgrunnur Prentsmiðurinn er vanur að vinna með myndir og texta og hefur gott auga fyrir uppsetningu efnis á síðu sem og litanotkun. Það má segja að í margmiðluninni þurfi prentsmiðurinn einungis að víkka kunnáttusvið sitt. Auðvitað þarf maður að læra ýmislegt um hljóð og vídeó og síðan hvemig allir þessir þættir geta runnið saman þannig að útkoman verði áhugaverð. Einnig þurfti ég að læra hvað er gott aðgengi, kunna Hvernig nám prentsmibsins nýtist í námi til „margmiblun- arfræöings" PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.