Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 18
Grillhlaðborð á Leirubakka í Landsveit. Texti og myndir: Olafur H. Hannesson Orlofsferð eldri prentara og maka þeirra aldamótaárið 2000 var far- in í Veiðivötn og hófst miðviku- daginn 16. ágúst kl. 8.30 frá Um- ferðarmiðstöðinni í Vatnsmýrinni að venju. Það var á þessum stað, sem Tómas Guðmundsson, borg- arskáldið okkar, orti sitt ódauð- lega ljóð: Ástfanginn blær ígræmwi garðisvœfir grösin setn hljóðlát biðu sólarlagsins, m niðri í mýri litla lóan œfir lögin sín undir konserl morgundagsins. Veðrið var ekki beysið og ekki í samræmi við veðurspár eins og oft áður. Rok og rigning var í byrjun ferðar, en enginn er verri þótt hann vökni né um hann blási, en þetta átti nú allt eftir að breyt- ast. Ekið var sem leið liggur Suð- urlandsveg gegnum Svínahraun, sem samkvæmt nafngift landeig- enda, sem eru sveitarfélögin aust- an heiða, heitir og hét strax við fæðingu þess árið 999 eða 1000 Bruni eða Brunahraun og er hið rétta Kristnitökuhraun sem varð til þess að Þorgeir Ljósvetninga- goði ráðlagði Islendingum á Þing- völlum að kasta heiðinni trú og það er kallað, en Björgvin Ólafs- son góðkunningi okkar til margra ára, kom ekki um borð eins og hann hefur verið vanur og var hans sárt saknað. Björgvin er bróðir Benedikts í Dún- og fiður- hreinsuninni á Vatnsstíg, sem enn er að vinna á fullu, orðinn níutíu ára, og vann í fjölda ára í gömlu Isafold sem pappírsmaður, mikill höfðingi og ljúfmenni. Næst var haldið að Sultartangavirkjun og mannvirkin þar skoðuð undir leiðsögn ungs jarðfræðings. Þetta er 130 megavatta orkuver og það sem vakti athygli vai' að vélarnar voru frá Skoda-verksmiðjunum. Það hefur verið landlæg tíska að gera grín að Skodabílum, en kannski hætta menn því nú. Orka fallvatnanna er olía okkar Islendinga, nokkurs konar hvíta- gull, sem er hreinasta orka í heimi og kemur í raun frá sólinni. Það er sólin sem hitar sjóinn og gufan stígur upp og þéttist og fellur til jarðar. Þannig er hin eilífa hringrás vatnsins, sem mun vara meðan sólin skín á okkur jarðar- búa. Islendingar hafa aðeins virkj- að lítið brot af fallvötnum sínum og með aðgát og virðingu fyrir landinu er hægt að sækja þangað gífurleg verðmæti, sem geta stað- ið undir áframhaldandi velmegun og menntun unga fólksins, sem er kannski mesta auðlindin þegar allt kemur til alls. Sultartangi dregur nafn sitt af því að kindur, sem lentu þar í sjálfheldu á haustin þegar smalað var, urðu hungurmorða ef ekki tókst að sækja þær áður en vetur gekk í garð. Þannig segja nöfn Iandsins ýmsa sögu og tengja okkur tryggðaböndum við ætt- jörðina. Sultartangavirkjun er fimmta virkjun í Þjórsá og Tungná. Næsta virkjun er Vatns- fell, sem við sáum í byggingu og er hún uppi við Þórisvatn. Hæst liggur Þjórsá í um sjö hundruð metra hæð og talið er að hægt sé að virkja þetta fall á vatninu um það bil tíu sinnum. Þannig er sama vatnið notað aftur og aftur. Það þætti nú góð nýting hjá húsfreyju með upp- þvottavatnið. Neðsta virkjunin verður sennilega fyrir neðan Þjórsárbrú, við Urriðafoss. Það er í raun fallhæðin sem er virkjuð. Skammstöfunin mys þýðir ekki Veislustýran á Leirubakka tekur lagið. Ljósm.: Torfi Þ. Olafsson. gerast kristnir og Snorri goði sagði: „Hverju reiddust goðin þegar hraun það rann sem við nú stöndum á.“ Brunahraun þetta kom úr tveimur eldborgum sem eru á hægri hönd, þegar ekið er austur, ákaflega fallegar en verk- takar í efnisleit skemmdu aðra lít- ilsháttar áður en tókst að stöðva þá. Næst var numið staðar á Sel- fossi, smá postulínsstopp eins og 18 ■ PRENTARINN Ma og styrju- hpogn í Veiðivötnnm

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.