Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 22
Enn og aftur Greinarhöfundar: Jakob Vibar Gubmundsson, Þorkell S. Hilmarsson og Bragi Gubmundsson Eins og áður hefur komið fram fórum við félagarnir Bragi Guð- mundsson, Jakob Viðar Guð- mundsson og Þorkell Hilmarsson á Drupu, stærstu og mestu prent- sýningu sem haldin er. Við hittum m.a. marga íslenska umboðsmenn og þykir mér rétt að fram komi í stórum dráttum hvað þeir höfðu fram að færa. Fyrstan hittum við fyrir Guðjón Sigurðsson í Hvítlist en hann er umboðsmaður Indigo á íslandi. Bás Indigo á Drupa vakti mikla og verðskuldaða athygli og var þvílíkur ys og þys á svæðinu að mörgum þótti nóg um. Sýningin „Spennið beltin“ var fjölsótt og stóð fólk í biðröð til að skrá sig til sætis, en sýnt var fjórum sinn- um dag hvern. Fáir voru þeir sem ekki voru furðu lostnir að lokinni þessari frábæru sýningu. A tutt- ugu mínútum var útbúin taska sem innihélt fjölbreytta prent- gripi, alla persónugerða fyrir hvern einstakan sýningargest. Efni sýningarinnar var ofið um framkvæmdina þannig að gestum gafst kostur á að fylgjast með ferlinu við prentun verkanna og í lok hverrar sýningar ávarpaði for- stjóri Indigo, Benny Landa, sýn- ingargesti og þakkaði komuna. A sýningarstandi Indigo voru allar þær gerðir prentvéla sem Indigo framleiðir nú þegar kynntar í vinnslu, allt frá E Print Pro, sem er mjög hentug „byijendavél“ í stafrænni veröld, upp í framtíðar- tröll, sem skilar 8.000 eintökum í fjórlit beggja vegna á klukku- stund og er sérstaklega sniðið að þörfum tímaritaútgáfu. Þá var sýnd „ljósmyndaprentvél“, sem hugsuð er fyrir ljósmynda- og framköllunarfyrirtæki. Það sem einkum virtist skilja Indigo prent- vélar frá öðrum vélum til sam- bærilegra nota, var undirstrikað á Drupa: 1) Gæði sömu og í offset, byggist m.a. á fljótandi farfa, blanketi og plötu. 2) 7 lita Panto- ne litakerfi og blöndunarstöð fá- anleg. 3) Enginn hiti í pappír eftir prentun og eftirvinnsla því tafar- laus. 4) Fjölbreyttir möguleikar í vali efnis, þ.e. pappírs, plasts, o.þ.h. Fjölmargir íslenskir prent- smiðir kynntu sér Indigo vélar í keyrslu og nutu góðrar leiðsagnar starfsmanna Indigo, sem keppa um að fá að koma til íslands til að setja upp vélar. Ef marka má undirtektir er líklegt að það geti orðið á næstu misserum. Næstan hittum við Bjama Jónsson sölu- mann lijá Gunnari Eggertssyni en Gunnar Eggertsson er meðal ann- ars með umboð fyrir Fuji og leiddi Bjami okkur í allan sann- leika um hvað þeir höfðu nýtt fram að færa. Það vom nokkrir eftirtektarverðir hlutir sem vöktu 22 ■ PRENTARINN Hjá plötuskrifaranum frá Fuiji með Bjarna Jónssyni. Það var ekki bara það nýjasta heldur lika endurbœtur á þessu gamla góða. Tvœr yngismeyjar útskýra fyrir Kela viðbœtur við dígulinn. mikla athygli á bás Fujifilm á Dmpa 2000. a) CTP tækni. Mesta athygli vakti P-9600 sem er hraðvirkasti plötuskrifarinn, fyrir hefðbundna prentun, á markaðinum í dag. Hægt er að velja með 1 eða 2 lasera og þegar notaðir eru 2 laserar við 2400 dpi er hægt að skrifa á 27 plötur á klukkutíma. Fyrir utan mikil afköst er liægt að hlaða vélina, í svokölluðum Multi-Auto Loader, með 5 mis- munandi plötustærðum samtímis þar sem hægt er að hlaða samtals 300 plötum og er stærð þeirra frá GTO 56 stærð 500x410 mm upp í 1160x960 mm, eða B-1 stærð (8 síður A-4). Jafnvel ef valinn er 1 laser í byrjun eru afköstin eins og

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.