Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 3
ASÍ getum við haft áhrif á heild- arstefnu samtakanna. Við fáum fulltrúa á þing og ráðstefnur sambandsins. Þannig yrðum við virkir þátttakendur í stað þess að bíða þess sem aðrir gera fyrir okkur. Þrátt fyrir þetta stæðum við sjálfstætt að okkar samninga- málum eins og hingað til en ætt- um vísari stuðning heildarsam- takanna en við höfum átt síðustu áratugi. Það sem ég tel þó einna mikil- vægasta atriðið við inngöngu er að eiga aðild og eðlileg samskipti við MFA. Öflugt fræðslustarf og aðgengilegt efhi um helstu ákvæði samninga og laga og unt önnur þau atriði sem hverjum og einum er nauðsynlegt að kunna skil á er ffumforsenda þess að hið daglega starf skili tilætluðum árangri. Þó ekki væri nema þetta eina atriði, þá tel ég það þess virði að við göngum í ASI. En það er ýmislegt fleira sem kemur til athugunar. ASÍ er í dag orðin margslungin stofnun sem tekur til ýmissa mála. Má þar nefna hagfræðideild sem starfar að ýmsum útreikningum varð- andi kjaramál og neytendamál og leggur sjálfstætt mat á ýmsa þætti er varða hagsmunamál Iaunþega. Aðgangur að öðrum sérfræðingum er þekkja vel til í hinum margvíslegustu málum sem snerta verkalýðshreyfinguna er einnig mikils virði. Þá má nefna Listasafn ASÍ, sem við átt- væru hluti af heildinni og ættu að taka þátt i sameiginlegum hags- munamálum, nei, sérhagsmunirn- ir voru látnir ráða.' Þaö er mitt álit að traust manna á heildarsamtökunum sé nú meira en oft áður. Þátttaka ASI i þjóðarsáttarsamningunum markaði timamót en þá náðum við verðbólgu niður í eins stafs tölu, sem ekki hefði náðst án samstöðu verkalýðshreyfingar- innar. Einnig sýndi verkalýðs- hreyfingin með ASI í broddi fylkingar fram á það hvernig tókst að afstýra stigvaxandi verð- bólgu á síðasta ári. Launþegar vita það manna best hversu mik- ilvægt er að stöðugleiki riki og ljóst er að stjórnvöld hafa ekki ein og sér úrræði sem duga. Ef niðurstaða aðalfundar verð- ur sú að farið verði í atkvæða- greiðslu um aðild að ASI verðurn við að vega og meta kostina við aðild. Það sem vegur mest í mín- um huga er samhjálpin og sam- staða okkar sjálffa. Það má færa rök fyrir því að við högnumst á því efnahagslega, þegar til lengd- ar lætur, að standa saman heldur en að vera sundruð og sitt í hverju lagi. Með samstöðu öðl- umst við annað og betra siðferð- ismat á okkur sjálfum en við höf- um haft, við tökum þá þátt í að- gerðum sem hluti af heildinni og við það finnum við til samkennd- ar með öðrum og við verðum sterkari sem heild, félag og ein- staklingar. Með því að ganga í um þátt í að stofna á sínum tíma, og Tómstundaskólann. Mér finnst tími til kominn að við göngum til samstarfs við fé- laga okkar í öðrum félögum. Við eigum að taka höndum saman við þá og láta álit okkar í ljós innan hreyfingarinnar. A síðustu tuttugu árum hafa atvinnurekend- ur þjappað sér betur saman en oft áður, fyrir tuttugu árum voru mörg atvinnurekendafélög í bókagerð sem voru ekki alltaf samstiga og nutum við góðs af. Nú eru okkar viðsemjendur hnýttir traustum böndum við Samtök atvinnulífsins og þar er nánast ein og sama samninga- nefndin við öll félög. Það er ekki seinna vænna að við félagsmenn í FBM förum að taka tillit til þess hver staða okk- ar er í raun og veru. Við getum ekki sem 1200 manna félag hald- ið úti þeirri sérfræðiþjónustu sem nauðsynleg er til að standast at- vinnurekendum snúning, við get- um ekki haldið uppi félagsmála- þekkingu félagsmanna án aðstoð- ar heildarsamtakanna og við höf- um ekki burði til að yfirtaka og setja inn í okkar samninga ýmis ákvæði, er koma frá Evrópska efnahagssvæðinu, án aðstoðar ASÍ. Með þær röksemdir, sem hér hafa verið nefndar, segi ég: Það er kominn tími til að sækja uni aðild aðASÍ. Sœmundur Arnason - apríl 2003. prEntarinn tJ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Bragi Guðmundsson Jakob Viðar Guðmundsson Ester Þorsteinsdóttir Sævar Hólm Pétursson Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturgerbir í Prentaranum eru: Helvitica Ultra Compress, Stone, Times, Garamond o.fl Blaðið er prentað á 135 g Ikonofix silk. Prentvinnsla: Filmuútkeyrsla: Scitex Prentvél: Heidelberg Speedmaster 4ra lita. Svansprent ehf. Hálfdán Gunnarsson prentari í Leturprent er höfundur forsíðunnar. Hún var hans framlag í forsíðukeppni Prentar- ans 2002. Hálfdán hefur áður átt verðlaunasíðu á forsíðu blaðsins. PRENTARINN ■ 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.