Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 21
PRENTTÆKNISTOFNUN ÁRITUN ENDURSKOÐENDA Við höfum endurskoðað ársreikning Prenttæknistofnunar fyrir árið 2002. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi og skýringar nr. 1-19. Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt því ber okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé í aðalatriðum án annmarka. Endurskoðunin felur í sér athuganir á gögnum með úrtakskönnunum til að sannreyna fjárhæðir og upplýsingar sem koma fram í ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans í heild.Við teljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á. í skýringu nr. 10 í ársreikningnum er vakin athygli á stöðu Margmiðlunarskólans sem er í jafnri eigu Prenttæknistofnunar og Rafiðnaðarskólans. Prenttæknistofnun hefur þegar greitt rúmlega 20 millj.kr. vegna skulda Margmiðlunarskólans sem eru gjaldfærðar í rekstrarreikningi. Þar sem lokauppgjör vegna Margmiðlunarskólans hefur ekki farið fram og ágreiningur er á milli eigenda hans um frágang uppgjörsmála er Ijóst að ábyrgðir þessara aðila á skuldum skólans geta haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu Prenttæknistofnunar. Það er álit okkar, að teknu tilliti til ofangreinds fýrirvara, að ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstri stofnunarinnar á árinu 2002, efnahag 31. desember 2002 og breytingu á handbæru fé á árinu 2002 í samræmi við samþykktir og góða reikningsskilavenju. Reykjavík, 25. mars 2003. DFK Endurskoðun. löggiltur endurskoðandi. ÁRITUN SKOÐUNARMANNA Við undirritaðir, skoðunarmenn Prenttæknistofnunar, höfum yfirfarið ársreikning stofnunarinnar fyrir árið 2002. Með hliðsjón af áritun löggilts endurskoðanda samþykkjum við ársreikninginn. Reykjavík, 25. mars 2003. ( r r ^ÓIafur Emilsson Sveinn Hannesson ÁRITUN STJÓRNAR OG FRAMKVÆMDASTJÓRA Stjórn og framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar staðfesta hér með ársreikning stofnunarinnar fýrir árið 2002 með undirritun sinni.Varðandi stöðu Margmiðlunarskólans er vísað í athugasemd í áritun endurskoðanda svo og skýringu nr. 10 í ársreikningnum. Reykjavík, 25. mars 2003. Sæmundur Árnason Stjórn : Framkvæmdastjóri: Jóhann Petersen hjá Prentmet. kerfi hefur verið tekið upp í námi í upplýsinga- og fjölmiðlagrein- um, prentiðngreinunr. Skipulagið um þessar mundir er eftirfarandi: Fyrsta eina og hálfa árið er sameiginlegt fyrir alla, siðan tekur við ein fagleg önn. Eftir það tekur við 12 mán- aða lota í starfsþjálfun hjá prent- fyrirtæki. Að henni lokinni fer viðkomandi í sveinspróf. Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina vinnur nú að því að ganga frá skipulagi starfsnáms fyrir þetta nýja nám í samvinnu við menntamálaráðuneyti. Þeim aðilum sem hafa nema á samn- ingi um þessar mundir er bent á að hafa samband við Prenttækni- stofnun. Engin viðbrögð bárust vegna þessa bréfs. í október 2002 lagði ráðuneyt- ið fram verksamning við starfs- greinaráð í upplýsinga-og fjöl- miðlagreinum þar sem lagt var til að byrjað yrði á 12 mánaða vinnustaðaþjálfun fyrir 3 greinar, prentun, prentsmíð og veftækni. Starfsgreinaráðið fór mjög vel yfir drögin, sem voru tekin til umfjöllunar á fundi starfsgreina- ráðs þann 22. október, en ítrekaði þá skoðun sína að ekki væri rétt að slíta verkefnið í sundur og lagði því til að allar 8 greinarnar yrðu unnar samhliða. Því féllst starfsgreinaráðið ekki á fram- lagðan samning. I nóvember var eftirfarandi bréf sent til Harðar Lárussonar, samkvæmt beiðni hans. A fundi starfsgreinaráðs upp- lýsinga- og fjölmiðlagreina þann 22. október 2002 voru tekin til PRENTARINN ■ 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.