Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 25

Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 25
Veltufjármunir: 6. Útistandandi framlög nema í árslok 6,3 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi og hefur þá verið lögð til hliðar I millj.kr. í sérstakan varasjóð til að mæta vafasömum kröfum. Útistandandi framlög eru færð samkvæmt skilagreinum í árslok. Félag bókagerðarmanna sér um innheimtu gjaldanna fyrir Prenttæknistofnun. 7. Prenttæknistofnun á kröfu á RTV Menntastofnun ehf. vegna sölu á tölvubúnaði og kennslugögnum í ársbyrjun 2000 í tengslum við stofnun á Margmiðlunarskólanum. Söluverð þessara eigna var kr. 7.315.000 og var greitt með víxli á gjalddaga I. október 2001. Þar sem félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og óvíst er með innheimtu kröfunnar er hún færð til gjalda I ársreikningi Prenttæknistofnunar en jafnframt tekið tillit til hennar við útreikning á ábyrgðum gagnvart Marg- miðlunarskólanum sbr. skýringu nr. 10. Eigið fé: 8. Yfirlit yfir eigið fé: Eigið fé 1. 1.2002 ... Tap ársins........ Eigið fé 31.12.2002 Skuidir 9. Heildarskuldir í árslok námu tæplega 1,4 millj.kr. og eru þær óverðtryggðar. Ábyrgðarskuldbindingar: 10. Prenttæknistofnun er ásamt Rafiðnaðarskólanum í ábyrgðum fyrir skuldum Margmiðlunar-skólans. Á árinu hafa verið greiddar rúmlega 20 millj.kr. vegna skulda Margmiðlunarskólans og er sú fjárhæð gjaldfærð í rekstrarreikningi þar sem óljóst er með endurkröfu þeirrar fjárhæðar. Þar sem lokaupp- gjör vegna Margmiðlunarskólans hefur ekki farið fram og ágreiningur er á milli eigenda hans um frágang uppgjörsmála er Ijóst að ábyrgðir þessara aðila á skuldum skólans geta haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu Prenttæknistofnunar. Önnur mál: I I. Rekstur Prenttæknistofnunar er fjármagnaður með framlagi sem er 1% af launum allra starfsmanna með aðild að FBM samkvæmt samningum frá árinu 1991. Framlagið er ekki dregið beint af launum starfsfólks heldur er launataxti 0,5% lægri en annars væri og atvinnurekendur bæta við 0,5%. Auk þess hefur stofnunin tekjur af námskeiðum. 41.505.894 ( 15.951,211) 25.554.683 slætti á tjaldstæðum. Aðsókn að tjaldsvæðinu er góð en veður hef- ur mikil áhrif á aðsókn á hverjum tíma, en hún nær hámarki um verslunarmannahelgina þegar FBM og Miðdalsfélagið halda sína árlegu barnaskemmtun. Bjarni Daníelsson er með íbúðar- húsið í Miðdal á leigu ásamt út- haga og hefur jafnframt séð um eftirlit með orlofshúsunum á vetr- um. Félag bókagerðarmanna og safnaðarnefnd Miðdalskirkju ásamt umsjónarnefnd kirkjugarða hafa unnið að því að skipuleggja bæjarhlað og umhverfi kirkju ásamt bílastæðum. Þeim fram- kvæmdum lauk formlega á síð- asta sumri með vígslu bæjarhlaðs og söguskilti var sett upp á bæjar- hólnum. Á árinu 2000 hófst samstarf milli Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri og FBM um orlofsíbúð í Reykjavík, félagar okkar af lands- byggðinni hafa nýtt sér vel þenn- an möguleika. Miðað við reynslu síðustu tveggja ára hefur komið i ljós að þetta fyrirkomulag virðist ekki fullkomlega anna eftirspurn eftir orlofsíbúð í Reykjavík og hafa komið fram ítrekaðar fyrir- spurnir frá félögum á landsbyggð- inni, hvort ekki sé tímabært að fé- lagið eignist orlofsíbúð í Reykja- vík. Ibúðimar i Furulundi em alltaf jafh eftirsóttar og er undantekning ef þær er ekki í leigu yfir orlofs- tímabilið. Við höfum verið með aðra íbúðina í fastri vetrarleigu en hina fyrir félagsmenn að vetri og hefur aðsókn verið nokkuð góð. Þá eru hús í Ölfusborgum og á Illugastöðum, eitt á hvorum stað, sem hafa verið mjög vel nýtt yfir sumartimann. Aðsókn að Ölfus- borgum er einnig mikil á vetuma. Húsið á Illugastöðum er allt ný- standsett og endurbætt og settur hefur verió heitur pottur við húsið í Ölfusborgum og nú er unnið að því að setja glerhýsi við húsið sem vonandi verður tilbúið fyrir sumarútleigu. Nokkur síðustu ár höfum við verið með hús í skipt- um við önnur félög. Því miður hefur okkur ekki tekist að hafa sama hátt á nú í sumar, þannig að á næsta sumri getum við ekki boðið upp á þann kost. Þá verða tjaldvagnar til útleigu í sumar eins og á síðasta sumri. Þeir Guðjón Long og Guð- mundur Guðmundsson komu að rnáli við stjórn félagsins og buðu félaginu hús sín til kaups. Stjóm- in samþykkti að kaupa húsin. Við sáum okkur hag í því að kaupa hús Guðmundar við A götu 3 því þar væri góður kostur að reisa nýtt oriofsheimili og er nú verið að teikna nýtt hús á þá lóð. Hug- mynd félagsins með kaupum á húsi Guðjóns er að þar er óvenju- mikill tijágróður sem ber að vernda og hugmyndin er að sú lóð Guðmundur Gíslason hjá Prentmet verði útivistargarður fyrir félags- menn. I öðru tölublaði Prentarans 2002 var gerð ítarleg grein fyrir því hvernig þjóðlendufrumvarpið skerðir land okkar í Miðdal. LÁTNIR FÉLAGAR Frá síðasta aðalfundi hafa 13 félagsmenn látist. Þau eru: Bald- vin Helgi Einarsson, Halldór Magnússon, Jóhanna Þorleifsdótt- ir, Jóhann Guðmundsson, Jón Már Þorvaldsson, Jón Matthías Hauksson, Matthildur Guðmunds- dóttir, Ólafía Pétursdóttir, Páll Arnar Guðmundsson, Steingrímur Thorsteinsson, Steinunn Þorvarð- ardóttir og Þór Ingólfsson. Oddgeir Gunnarsson og Bragi Guðmundsson hjá Prentmet PRENTARINN ■ 25

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.