Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 12
Ágúst Eiðsson í Odda. miður höfum við lent í nokkrum erfiðleikum með að fá félags- menn til að starfa sem trúnaðar- menn og ljóst er að félagið þarf að leggja mikla rækt við starf trúnaðarmannsins til að vekja áhuga félagsmanna á að takast á við það verkefni. Skipað hefur verið í stöður trúnaðarmanna á allflestum vinnustöðum. A undan- förnum árum hefur félagið staðið fyrir námskeiðum f'yrir trúnaðar- menn og öryggistrúnaðarmenn en vegna ónógrar þátttöku höfum við beint trúnaðarmönnum okkar á þau námskeið er MFA heldur með góðum árangri. STJÓRNARKOSNINC Framboðsfrestur til stjórnar- kjörs 2003 rann út þann 3. mars. Uppástungur bárust um 3 félags- menn til setu í aðalstjórn og 3 til varastjórnar. Í framboði til aðal- stjórnar voru: Bragi Guðmunds- son, Stefán Olafsson og Þorkell S. Hilmarsson. Til varastjórnar: Anna Helga- dóttir, Björk Harðardóttir og Harpa Grímsdóttir. Guómundur Jóhannsson i Odda. REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 2002 Skýr. 2002 2001 Rekstrartekjur: Félagsgjöld 13 25.76 l.l 95 23.727.339 Tekjur af orlofsheimilum I4 8.981.992 9.160.739 Tekjur af fasteign og jörð Höfundarlaun I5 2.143.032 6.429 1.799.500 Rekstrartekjur samtals 36.886.219 34.694.007 Rekstrargjöld: Kostnaður Félagssjóðs I6 19.020.123 18.958.580 Kostnaður Styrktar-og tryggingasjóðs I7 1.288.327 1.375.842 Rekstur orlofsheimila I8 15.507.667 1 1.229.781 Húsnæðiskostnaður I9 l.l 84.660 2.008.038 Afskriftir 2,9 870.050 748.346 Rekstrargjöld samtals 37.870.827 34.320.587 Rekstrarhagnaður (-tap) ( 984.608) 373.420 Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): Vaxtatekjur og verðbætur 3 5.014.464 4.615.319 Vaxtagjöld 3 ( 631.023) ( 1.773.695) Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga I ( 2.258.709) Arður af hlutabréfum Söluhagnaður af hlutabréfum 633.472 6.103.973 349.655 Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) I l.l20.886 932.570 Hagnaður ársins I0.136.278 1.305.990 Ráðstöfun hagnaðar (taps): Til höfuðstóls Styrktar- og tryggingasjóðs 5 I 1.016.307 588.191 Til höfuðstóls Orlofssjóðs 5 ( 4.190.807) ( 74.722) Til höfuðstóls Félagssjóðs 5 3.310.778 10.136.278 792.521 1.305.990 Þar sem aðeins einn listi var fram borinn er að þessu sinni sjálfkjörið í stjórn FBM. FÉLAGSSTARFIÐ A starfsárinu hefur einn félags- fundur verið haldinn á Akureyri en annars hefur áherslan verið lögð á vinnustaðafúndi í fyrir- tækjum innan prentiðnaðarins. Þá var opið hús með kynningu á ASÍ sem skrifstofústjóri ASÍ, Halldór Grönvold, kynnti. Því miður virðist kvennaráð FBM hafa lagt niður alla starf- semi og hefúr ekki starfað á starfsárinu. Þá hefur félagið staðið að ár- legum viðburðum svo sem: briddsmóti, skákmóti, knatt- spyrnumóti og golfmóti. Einnig var jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna og jólakaffi eldri fé- laga. Árleg sumarferð eldri fé- lagsmanna var farin samkvæmt venju. KJARAMÁL Kjarasamningur á milli Félags bókagerðarmanna og Samtaka at- vinnulífsins gildir til 28. febrúar 2004. í kjarasamningnum er opn- unarákvæði sem segir: Komi til þess að nefnd Alþýðusambands Islands og Samtaka atvinnulífsins sem fjallar um forsendur kjara- samninga nái samkomulagi um almenna launabreytingu eða að launaliðir kjarasamninga séu upp- segjanlegir skal sama gilda um þennan samning. Á síðasta ári komst launanefndin að þeirri nið- urstöðu að almennar hækkanir væru meiri en samningsforsendur kváðu urn. Því varð samkomulag um að 3% kauphækkun, sem kom til framkvæmda um áramót, yrði 3,4%. Einnig tekur þetta ákvæði á því að ef verðbólga fer yfir ákveðin viðmiðunarmörk, þá er kjarasamningurinn uppsegjanleg- ur. Launanefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðmiðunarmörk stæðust og gildir því kjarasamn- ingurinn út samningatímabilið. LAUNAKÖNNUN Félag bókagerðarmanna og Samtök iðnaðarins létu gera launakönnun á meðal starfsfólks í 12 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.