Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 16
FRÆÐSLUSJÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 2002 Skýr. Rekstrartekjur: Iðgjöld............................................ Rekstrartekjur samtals Rekstrargjöld: St/rkir og námskostnaður........................... Skrifstofukostnaður................................ Annar rekstrarkostnaður............................ Rekstrargjöld samtals Rekstrartap Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): Vaxtatekjur og verðbaetur.......................... Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga.............. Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Hagnaður (tap) ársins 2002 2001 3.648.460 3.664.287 3.648.460 3.664.287 3.243.479 995.335 43.575 4.1 17.117 1.1 50.788 39.756 4.282.389 5.307.661 633.929) ( 1.643.374) 881.248 1.569.006 ( 132.985) 881.248 1.436.021 247.3 19 ( 207.353) Stjórn Fræðslusjóðs skipa Ge- org Páll Skúlason, Sæmundur Arnason og Flarald Dean Nelson frá Samtökum iðnaðarins. SJÚKRASJÓÐUR Sjúkrasjóðurirm hefúr nú sem hingað til komið sér vel fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna veikinda. Eins hefúr sjóðurinn styrkt félaga í forvarnarstarfi og þegar sjúkraþjálfun eða sjúkra- nudd hefur verið nauðsynlegt. A síðasta ári fengu 30 félagsmenn greidda sjúkradagpeninga að upp- hæð u.þ.b. 12,8 milljónir. Afar mismunandi er hve lengi hver og einn þarf á sjúkradagpeningum að halda. Réttur til sjúkradagpeninga er 80% af launum fyrstu 26 vik- urnar og 50% næstu 78 vikurnar. Þannig geta sjúkradagpeningar varað frá einum degi og allt að tveimur árum. Eins og reglugerð sjóðsins kveður á um veitti hann útfararstyrki vegna þeirra félaga er létust á árinu, en þeir voru 13 talsins. Styrkurinn er nú kr. 160.000. Sjúkrasjóðurinn veitti 380 styrki vegna heilsuverndar og forvarnarstarfs að upphæð kr. 2.615.000. Styrkir vegna krabba- meinsleitar voru alls 68 eða kr. 172.000. Gleraugnastyrkir voru alls 66 að upphæð kr. 606.000. Aðrir styrkir sem sjóðurinn veitti voru að upphæð kr. 1.188.000. PRENTTÆKNISTOFNUN Á þeim rúmlega tíu árum sem Prenttæknistofnun hefúr starfað hefúr hún sannað gildi þess að starfsfólk í prentiðnaði geti hlotið endur- og símenntun. Fáar aðrar starfstéttir hafa gengið i gegnum viðlíka tæknibreytingar og okkar iðngrein. Starfsfólk prentiðnaðar- ins lét ekki deigan síga á þessu ári frekar en undanfarin ár í nám- skeiðasókn. Aðsókn að námskeið- um var góð eins og endranær. Á árinu 2002 var starfsemin flutt úr Faxafeni 10 að Hallveigarstíg 1. Ástæðan fyrir þessum flutningum var að samstarfi við Rafiðnaðar- skólann um rekstur Margmiðlun- arskóla var slitið á árinu 2002. Margmiðlunarskólinn er nú rek- inn sem Margmiðlunarbraut við Iðnskólann í Reykjavík sem sér nú um að mestu leyti að halda hin hefðbundnu tölvu- og margmiðl- unarnámskeið sem hafa verið stór þáttur í starfseminni. Þá eiga fé- lagsmenn FBM greiðan aðgang að námskeiðum í margmiðlun við Iðnskólann. Fulltrúar Prenttækni- stoíhunar og Rafiðnaðarskólans gáfu út sameiginlega viljayfirlýs- ingu um að Margmiðlunarskólinn héldi áfram sinni starfsemi haust- ið 2002 sem Margmiðlunarbraut í samstarfi við Iðnskólann í Reykjavík. Þetta gerir það m.a. að verkum að hægt er að einbeita sér enn frekar að sérfaglegum nám- skeiðum fyrir prentiðnaðinn, þar sem Prenttæknistofnun hefur hætt öllum rekstri tölvuskóla. Prenttæknistofnun hefúr í aukn- um mæli snúið sér að því að halda vinnustaðanámskeið í sam- vinnu við fyrirtæki í prentiðnaði. Einnig hefúr verið tekið upp á þeirri nýbreytni að halda Netfundi þar sem fyrirlesarar halda sína fyrirlestra í gegnum síma eða á Netinu. Stefnt er að því að fá fleiri erlenda fyrirlesara til lands- ins, vefsetur stofnunarinnar er í stöðugri þróun og er öllum fé- lagsmönnum velkomið að leggja orð í belg. Slóðin er www.pts.is Sveinspróf í prentsmíð, prent- un, bókbandi og ljósmyndun eru haldin að vori og eru í umsjón Prenttæknistofnunar. Vorið 2002 útskrifúðust 6 nemar í prentun, 7 í prentsmíð, 1 í bókbandi og 2 í ljósmyndun. Einnig sér Prent- tæknistofnun um gerð námssamn- inga í þessum iðngreinum. Starfs- greinaráð upplýsinga- og fjöl- miðlagreina starfaði af fúllum krafti á árinu við gerð nýrrar námskrár undir verndarvæng Prenttæknistofnunar en sam- kvæmt samningi við menntamála- ráðuneytið sér Prenttæknistofhun um ýmis verkefni fyrir ráðið. Ingi Raíh Ólafsson er ffam- kvæmdastjóri Prenttæknistofnun- ar. Aðalstjórn skipa: Guðmundur Haraldur Magnússon í Odda. Guðmundur Gíslason og Helga B. Jónsdóttir hjá Prentmet. Bm'I] /ÍW. 'dft^ | 16 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.