Prentarinn - 01.04.2003, Page 7

Prentarinn - 01.04.2003, Page 7
Auk þess telur Alþýðusam- bandið mikilvægt að treysta þenn- an grunn með því að byggja upp öfluga þekkingu og hæfni í gegn- um starfsmenn á skrifstofu ASI. Þar hefur áhersla verið lögð á að samtökin eigi talsmenn í fremstu röð á eftirtöldum sviðum: ■ Efnahags-, atvinnu- og kjara- málurn ■ Vinnurétti og á sviði lögífæði- legra álitaeíha ■ Félags-, mennta- og vinnu- markaðsmálum ■ Fræðslu- og þekkingarupp- byggingu íyrir forystumenn, starfsmenn og trúnaðarmenn aðildarsamtakanna, eða það sem kalla má „talsmenn“ verkalýðshreyfingarinnar og launafólks. Þá leggur ASÍ mikla áherslu á að skrifstofa þess búi yfir: ■ Yfirgripsmikilli þekkingu á al- þjóðamálum og þá sérstaklega því sem snýr að Evrópusam- vinnunni, þróun hennar og hagsmunum launafólks ■ Tækjum og þekkingu og stundi markvissa upplýsinga- miðlun til aðildarsamtakanna og félagsmanna þeirra og kynni sjónarmið og hagsmuni launafólks út í samfélagið. Þjónusta viö aöildar- samtökin Alþýðusambandið lítur á þjón- ustu og upplýsingamiðlun til að- ildarsamtaka sinna sem eitt mikil- vægasta verkeíhi sitt. Markmiðið er að styrkja aðildarsamtökin og starfsemi þeirra þannig að þau séu betur fær um að koma fram íyrir hönd félagsmanna sinna og þjónusta þá. Þessu hlutverki sínu við aðild- arsamtökin leitast ASI við að sinna með tvennum hætti: Víðtækri og markvissri þekk- ingaruppbyggingu og upplýsinga- miðlun til aðildarsamtakanna og félagsmanna þeirra: Veraldarvefurinn felur í sér mikla möguleika til að byggja upp þekkingargrunn og koma upplýsingum fljótt og vel til að- ildarsamtakanna. Þennan kost hefúr ASI ákveðið að nýta sér til hins ýtrasta. Mikilvægt skref í þá átt er Vinnuréttarvefúrinn sem er að finna á vef ASÍ www.asi.is, en Alþýðusambandið hefur sett sér að hann verði öflugasta upp- spretta þekkingar og upplýsinga um vinnumarkaðinn og réttindi og skyldur launafólks og atvinnurek- enda. Auk upplýsingamiðlunar á vefnum gefur ASI reglulega út tímarit, Vinnuna, og rafræn frétta- bréf, Vinnuna.is og Fréttaskvett- una, sem öllum er ætlað að miðla upplýsingum og þekkingu til að- ildarsamtakanna og félaga þeirra. Síðast en ekki síst hefur ASÍ verið að efla markvisst nám- skeiða- og ffæðslustarf sitt sem ætlað er stjórnum, starfsmönnum, fulltrúum, trúnaðarmönnum og öðrum talsmönnum aðildarsam- takanna. Þetta gildir jafht um trúnaðarmannafræðslu, fræðslu um málefni verkalýðshreyfingar- innar og starfsemi almennt og sér- tækari þætti eins og fræðslu um undirbúning og gerð kjarasamn- inga og málefni lífeyrissjóða. Sértækari þjónusta og aðstoð við aðildarsamtökin: Alþýðusambandið leggur áherslu á að aðildarsamtökin hafi jafnan aðgang að sérfræðingum á skrifstofu ASI sem geti aðstoðað við: Undirbúning kjarasamninga og kj arasamningagerð Túlkun kjarasamninga og að- stoð við úrlausn ágreiningsmála Ráðgjöf og leiðbeiningar varð- andi almenna þætti er snerta starf- semi félaganna. I jOi: bókageröarmanna '- 1 og ASÍ FBM lét fyrir nokkru gera við- horfskönnun á meðal félags- manna sinna, þar sem komu fram spumingar eða fullyrðingar í tengslum við Alþýðusambandið og mögulega aðild að FBM að ASI. Hér á eftir verður gerð til- raun til að svara nokkrum þeirra. Afsala aðildarfélög ASÍ sér samningsréttinum? Nei, það gera þau ekki og er það ekki heimilt. Samkvæmt vinnulöggjöfinni, lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur nr. 80/1938 er samnings- rétturinn hjá sérhveiju stéttarfé- lagi og verður ekki frá því tekinn. Það er síðan ákvörðun hvers stétt- arfélags, hverju sinni, hvort, hvernig og um hvað það vill eða velur að taka þátt í sameiginlegri samningagerð með öðrum aðild- arfélögum ASÍ. Þetta hefúr verið með mjög misjöfnum hætti frá einni samningagerð til þeirrar næstu eftir vilja aðildarfélaganna hverju sinni. Þó hafa þau stundum sameinast um sameiginlega ramma og kaupmáttarmarkmið í samningum og með hvaða hætti eigi að fylgja þeim eftir. Síðast en ekki síst má benda á að kjara- samningagerð hefur á undanforn- um árum færst í vaxandi mæli yfir í það að eiga sér stað á mörg- um stigum samtímis, þar sem sumt hefúr verið útkljáð sameig- inlega af mörgum stéttarfélögum, annað verið á borði einstakra stéttarfélaga og enn aórir þættir verið afgreiddir í fyrirtækjasamn- ingum. Hvað kostar að eiga aðild að ASÍ? Samkvæmt því kerfi sem skatt- ar til ASI eru reiknaðir eftir mundi FBM borga tæplega tíunda hluta af innkomnum félagsgjöld- um til Alþýðusambandsins. Fyrir það ætti félagið aðgang að þjón- ustu sambandsins, þ.m.t. öllu námskeiðahaldi, upplýsingamiðl- un og ráðgjöf. Auk þess að taka með því framlagi þátt í kostnaði af almennri hagsmunagæslu og starfsemi ASÍ. Hi)idrar skipulag FBM aðild að ASÍ? Nei. Stangast lög FBM á við reglur ASÍ? Nei. Þannig eru reglur í lögum FBM um kosningu forystu félags- ins engin hindrun. Hins vegar þyrfti að gera minniháttar lagfær- ingar á lögunum í samræmi við það sem þegar tíðkast hjá FBM, s.s. eins og að reikningar félags- ins skuli endurskoðaðir af löggilt- um endurskoðanda. Mundu sjónarniið og hagsinun- ir félagsinanna FBM komast að innan ASÍ? Já, af hverju ekki? Það er meg- inreglan innan ASÍ eins og ann- arra lýðræðislega uppbyggðra samtaka að öll sjónarmið fá að koma fram og þeir sem hafa eitthvað til málanna að leggja ná árangri. Þá byggist starf ASÍ á því að samræma sjónarmið aðildar- samtakanna og sameina þau um sameiginlegar áherslur. Af hverju heilclarsamtök launafólks? Þau sjónarmið sem liggja til grundvallar samtökum launafólks eru í grunninn þau sömu og fyrir einni öld síðan. Það er fátt líkt með aðstæðum og kjörum launa- fólks í dag og þá og samfélagið hefúr tekið stórstígum ffamforum, ekki síst fyrir atbeina samtaka launafólks. En á sama tíma hafa komið fram ný úrlausnarefni og verkalýðshreyfingin sett sér ný og framsækin markmið um aukin lífsgæði fyrir launafólk í og utan vinnunnar. A sama hátt eru þau sjónarmið sem heildarsamtök launafólks byggjast á þau sömu og í árdaga verkalýðshreyfingarinnar. Sam- staða og samstarf stéttarfélaganna þýðir öflugri hagsmunagæslu og allt aðra og meiri möguleika til að hafa áhrif á þróun samfélagsins og hagsmuni launafólks. Sterk heildarsamtök skapa skilyrði fyrir markvissri þekkingaruppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar og stöðu til að skiptast á skoðunum og takast á við samtök atvinnu- rekenda og stjórnvöld um ólíkar áherslur og markmið í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. Það er val félagsmanna stéttar- félaganna hvort þeir vilja standa utan Alþýðusambands íslands eða taka virkan þátt í starfi sam- einaðrar verkalýðshreyfingar, hafa áhrif á starf hennar og stefnu og eiga með þátttöku sinni tilkall til þeirrar þekkingar og þjónustu sem þangað er hægt að sækja. PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.