Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 4
Vibtal: IAKOB V. GUÐMUNDSSON varð ég verkstjóri í stafrænu prentdeildinni, sem stækkaði fljótt. Þá var ég alltaf með aðra höndina á Makkanum og fyrir nokkrum vikum færðist ég úr verkstjórastööunni í framleiðslu- stjórnun, sem sagt ég er í síman- um allan daginn, ýmist að gefa verð eða panta birgðir auk þess að sjá um verkefnaflæðið.“ Hvernig er ástandið í grafíska geiranwn þama, er nóg að gera? „Ég held að það sé það sama hér og allstaðar annarstaðar í heiminum. Við vildum öll hafa fleiri verkefni. Margir kenna 11. september um, en ég held að það hafi stefnt í þetta löngu fyrir þann Viö höldum áfram flakki okkar um heiminn til aö finna félaga okkar og ab þessu sinni ber okkur nib- ur í Bretlandi, nánar til- tekiö í London, en þar býr Bjarni Brynjólfsson og starfar. Vib slógum á þráb- inn til hans og spuröum frétta. Hvað ertu búinn að vera lengi í Bretlandi? „Ég kom hingað í lok október 1997, svo ég er búinn að vera hérna rúmlega 5 ár.“ Var einhver sérstök ástœða fyrir því að þú valdir Bretland? „Ég hafði alltaf haft áhuga á að prófa að flytjast af landi brott. Langaði mikið til Svíþjóðar, aðal- lega vegna skíðaáhuga míns, en gerði aldrei neitt í því. Síðan ger- ist það að ég fer til London á U2 tónleika í ágúst 1997 og gisti hjá Dóra frænda mínum (fyrrverandi verkstjóra í Odda). Hann var þá að vinna í litlu repró-fyrirtæki (filmuútkeyrslu). Ég liitti yfir- menn hans eitt kvöldið og eftir stutt spjall buðu þeir mér vinnu. Það er ástæðan fyrir því að ég endaði í landi Betu drottningar!" Hvaða fyrirtœki er þetta sein þá ert að vinna hjá og hvers konar fyrirtieki er það? „Fyrirtækið sem ég vinn fyrir núna heitir Magnet Harlequin og þar starfa um 100 starfsmenn og þar hef ég unnið í rúm 4 ár. Þetta fyrirtæki var stofnað árið 1980 sem filmu- og plötuþjónusta, en það var mjög sjaldgæft hér á árum áður að prentsmiðjurnar keyrðu út filmurnar og stæðu í plötutöku sjálfar, þannig að það var fúllt af litlum fyrirtækjum sem sáu um þá þjónustu. En með tilkomu CTP hefúr prentsmiðjun- um snúist hugur og þær framleiða nú plöturnar sjálfar svo að repró- fyrirtækin urðu að leita á önnur mið. Það sem við gerðum var að fara út í Creative Services, sem felst í því að við bjóðum upp á alla þjónustu fyrir prentun svo sem skönnun, hönnun, staffæna prentun, vefhönnun, og við höfúm nokkur fyrirtæki sem prenta off- set fyrir okkur, þannig að við erum einskonar prentbændur. Við bjóðum líka upp á nýja þjónustu sem er nýjung í prentbransanum sem við köllum Print Procure- ment. T.d. er einn af okkar kúnn- um ein stærsta hótelkeðjan í Bret- landi og ef þá vantar eitthvað, sem getur verið allt frá nafn- spjöldum til sápustykkis, þá panta þeir það, annað hvort á netinu eða hringja í okkur og við verðum að redda þvi og senda það um þvert og endilangt Bretland." Hvernig komstu í kynni við þetta fyrirtœki? „Fyrirtækið sem ég var að vinna hjá fyrst hét Colour Box. Það var með tvær stafrænar prent- vélar, Xeikon 32DP og Xerox DC70. Þeir réðu mig í Mac- vinnslu, en þegar ég kom út buðu þeir mér að læra á vélarnar og vinna á þeim, sem ég tók opnum örmum þar sem ég var búinn að vera á Mökkunum í nokkur ár og var til í smá tilbreytingu. Síðan líður tíminn og það fór að halla undan fæti hjá Colour Box og þeir misstu Xerox-vélina. Þá ákvað ég að stökkva áður en þeir færu yfir um og hafði samband vid sölumann hjá Xerox sem reddaði mér þessari vinnu sem ég er í í dag. Það fyndna við þetta er að Magnet (eins og við köllum fyrirtækið í daglegu tali) keypti vélina sem var í Colour Box þannig að það má segja að ég hafi komið í einu boxinu." Hvað vinnur þú við þarna? „Ég byrjaði sem prentari á Xer- ox DC70 vélinni og þjálfaði nokkra upp til að vinna á henni. Þegar það var búið og þeir orðnir fullfærir um að vinna á vélinni þá tíma. Ég held samt að það sé að glæðast aðeins núna. Hér er ýmis- legt öðruvísi en heima, t.d. er hin dæmigerða jólatöm ekki hér að neinu ráði. Hérna byrjar törnin mun seinna, í febrúar, en 1. apríl byrjar nýtt fjárlagaár og allar deildir í stóru fyrirtækjunum eru þá að klára fjárlagaskammtinn sem þeim var úthlutað árið áður.“ Hvernig er að vera íslendingur þarna og að vinna með fullt af Bretum í prentbransanum? „Við vinnum mikla hönnunar- vinnu fyrir fyrirtæki sem heitir Hasbro en þeir eru með einka- leyfi á Monopoly (Matador) og þegar við vinnum við íslensku út- gáfuna er ég kallaður til að kanna hvort allir þessir skrítnu íslensku stafir séu á réttum stað. Ég hef einnig þurft að fá smá greiða hjá vinum mínum í Odda við að setja upp íslensk nöfn fyrir listabækur í Freehand og „outline“-fontinn og senda skjalið til baka í E-mail.“ Og það sem allir vilja vita: Eru launin betri þarna en á íslandi? „Já, þessi týpíska ... Er páfinn kaþólskur? Nei, ég hef ekkert að fela. Já þau eru betri, en vinnu- dagurinn er lengri, ég vinn t.d. aldrei minna en 10-12 tíma á dag og það er engin yfirvinna þar 4 H PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.