Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 2
Kjartan Þór Valgeirsson fæddur 8. nóvember 1935. Varð félagi 1. febrúar 1960. Kjartan var lærður offsetljósmyndari. Starfaði í Offsetprenti 1956-1963. Kassagerð Reykjavíkur 1963-1967. Stofnaði þá Prentþjónustuna og síðar Prentmynd. Starfaði í Myndamótum 1976-1984. Starfaði síðan í Kassagerðinni þar til hann lét af störfum sökum heilsubrests 1985. Kjartan lést þann 8. janúar 2005. Oddrún Jörgensdóttir fædd 7. apríl 1923. Varð félagi 1. maí 1939. Oddrún vann við aðstoðarstörf í bókbandi. Hóf störf í bókbandsstofunni Pétri G. 1939. Síðan í Víkingsprenti, ísafoldarprentsmiðju, Hilmi og Frjálsri fjölmiðlun. Oddrún lést þann 5. janúar 2005. Elinborg Sigurðardóttir fædd 19. júní 1923. Varð félagi 16. september 1970. Elínborg vann við aðstoðarstörf í Hagprenti frá 1965 þar til hún lét af störfum sökum aldurs 1993. Elínborg lést þann 7. janúar 2005. + Kjell Christoffersen, fyrrverandi formaður Nordisk Grafisk Union og Norsk Grafisk Forbund, lést þann 8. mars 2005. Mskákmót FBM 2004 Árlegt skákmót FBM var haldið fimmtudaginn 16. desember. 8 þátttakendur mættu til leiks. Ögmundur Kristinsson vann mótið glæsilega, fékk 13 vinninga af 14 mögulegum, í öðru sæti var Jón Ulfljótsson með 9 1/2 vinning og Haraldur Haraldsson var í þriðja sæti með 9 vinninga. Tefldar voru 5 mínútna skákir, allir við alla, tvöföld umferð. Briddsmót FBM 2004 FBM hélt sitt árlega briddsmót (tvímenning) þann 18. desember, spilað var á þrem borðum. Sigurvegarar mótsins urðu þeir Sigurður Sigurjónsson og Guðni Ingvarsson með 50 stig. í öðru sæti Eysteinn Einarsson og Ólafur Ingvarsson með 47 stig og í þriðja sæti þeir Guðmundur Sigurjónsson og Jón P. Sigurjónsson með 40 stig. Stjórnarkosning Framboðsfrestur til stjórnarkjörs 2005 rann út þann 15. febrúar s.l. Einn listi barst með 3 félagsmönnum til setu í aðalstjóm og 3 til varastjórnar tímabilið 2005 - 2007. í framboði til aðalstjómar voru: Bragi Guðmundsson, Stefán Ólafsson og Þorkell S. Hilmarsson. Til varastjórnar: Hrafnhildur Ólafsdóttir, Reynir Sigurbjörn Hreinsson og Björk Harðardóttir. Listinn er sjálfkjörinn og fara stjórnarskipti fram á næsta aðalfundi. Vetur í Miðdal 2 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.