Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 13
 FRÆÐSLUSJÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA EFNAHAGSREIKNINGUR 31. EIGNIR : DESEMBER 2004 Skýr. 2004 2003 Eignir: Bundnar bankainnstæður. 3 13.752.632 13.678.271 Viðskiptareikningur FBM.. 89.452 117.206 Eignir samtals EIGIÐ FÉ : 13.842.084 13.795.477 Eigið fé : Höfuðstóll 12 13.842.084 13.795.477 Eigið fé samtals 13.842.084 13.795.477 við, svo og launafólk í helstu nágrannalöndum. FjÖLMIÐLASAMBANDIÐ Blaðamannafélag íslands, Félag bókagerðarmanna, Rafiðnaðarsamband íslands, Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins og Verslunarmannafélag Reykjavíkur eru aðilar að Fjölmiðlasambandinu. Filutverk sambandsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum þeirra sem starfa með einum eða öðrum hætti við fjölmiðla eða fjölmiðlun. Georg Páll Skúlason er gjaldkeri Fjölmiðlasambandsins og Sæmundur Amason í varastjórn. BÓKASAMBAND ÍSLANDS Félag bókagerðarmanna er aðili að Bókasambandinu en innan þess eru félög sem eiga hagsmuna að gæta í bókaútgáfu og atvinnustarfsemi henni tengdri. Auk FBM eru Samtök iðnaðarins, Rithöfundasambandið, Bókavarðafélagið, Hagþenkir, Bókaútgefendur og Samtök bóka- og ritfangaverslana aðilar að sambandinu. Bókasambandið hefur undanfarin ár gengist fyrir átaki á degi bókarinnar 23. apríl, til að vekja athygli á bókaútgáfu og bóklestri. I desember birti Bókasambandið upplýsingar um prentstað íslenskra bóka er komu út fyrir síðustu jól og var skýrslan birt í Prentaranum. Fulltrúi FBM í stjórn Bókasambandsins er Bragi Guðmundsson. MENNT FBM er eitt af stofnfélögum Menntar sem er samstarfsvett- vangur aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og skóla á ffamhalds- og háskólastigi. Meginhlutverkið er að annast söfnun og miðlun upplýsinga og stuðla að gagnkvæmri yfirfærslu þekkingar og færni. Einnig sér Mennt um framkvæmd á verkefnum er tengjast menntun og fræðslu ásamt því að vera vettvangur samræðna og samstarfs aðila vinnumarkaðarins og skóla. Með inngöngu félagsins í ASÍ og þar sem við erum eignaraðili að PTS sem er eitt af aðildarfélögum Menntar, teljum við að óþarft sé að vera með sjálfstæða aðild að Mennt. Því hefur FBM ákveðið að segja upp aðild sinni að Mennt. ÚTGÁFUMÁL Frá síðasta aðalfundi hefur ritnefnd Prentarans unnið ötullega að útgáfu blaðsins. Komið hafa út tvö blöð með íjölbreyttu efni. Mikil áhersla hefur verið lögð á að kynna söguna ásamt öðru fjölbreyttu efni og frásögnum úr félagslífinu. Fréttabréfið, með stuttum og afmörkuðum fréttum og auglýsingum úr félagsstarfinu, var gefið út þrisvar sinnum á starfsárinu. Þá gaf félagið út dagbók er allir félagsmenn fengu senda. Heimasíða félagsins er nú orðin vel virk og eru félagsmenn i síauknum mæli famir að nýta sér hana. FRÆÐSLUSjÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA Sjóðurinn styrkir m.a. námskeið sem félagsmenn sækja hjá Tómstundaskólanum um 50% eða allt að kr. 12.000. Einnig hafa almenn tungumálanámskeið verið styrkt. Sjóðurinn stendur straum af kostnaði námskeiða hjá Prenttæknistofnun fyrir atvinnulausa félagsmenn. Felst það í því að greiða Asgeir Guðmundsson í Bókavirkinu Rögnvaldur Bjarnason hjá Stafrcenni námskeiðsgjöld og greiðslu iðgjalda fyrir atvinnulausa félagsmenn í Prenttæknisjóð. Einnig styrkir hann félaga til náms erlendis. Alls vom veittir 120 styrkir. 55 til tómstunda eða kr. 472,491. 54 styrkir til lengra náms kr. 1.952.878, 2 styrkir vegna atvinnulausra, 5 styrkir kr. 325.000 til náms erlendis á stutt námskeið og 4 styrkir vom veittir til lengra náms erlendis, að upphæð kr. 535.000. Kristinn Hólm Haraldsson i Bókavirkinu PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.