Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 11
SJÚKRASJÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2004 EIGNIR: Skýr. 2004 2003 Fastafjármunir: Áhættufjármunir og langtímakröfur: Hlutabréf 8 2.400.000 2.400.000 Bundnar bankainnstæður 3 123.876.099 111.720.880 Spariskírteini ríkissjóðs 3,7 29.347.809 33.824.786 Sjóður 5 - Innlend ríkisskuldabréf 3 4.856.821 4.338.326 160.480.729 152.283.992 Varanlegir rekstrarfjármunir: Fasteignir 2,10,11 45.212.847 45.212.847 Fastafjármunir samtals 205.693.576 197.496.839 Veltufjármunir: Viðskiptareikningur FBM 482.540 691.225 Veltufjármunir samtals 482.540 691.225 Eignir samtals 206.176.116 198.188.064 EIGIÐ FÉ: Eigið fé: Höfuðstóll 12 206.176.116 198.188.064 Eigið fé samtals 206.176.116 198.188.064 mótframlaga atvinnurekenda 1. janúar 2005 sem undirritað var 8. desember s.l. Þegar hefur þetta verið gert hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum. Nefndin hefur einnig lagt til að farið verði í viðræður við ríkisvaldið um fyrirkomulag og fjármögnun örorkulífeyris þ.e. ljóst er að tilhneigingin er sú að jafnt og þétt eykst byrðin á lífeyrisjóðum. Það kemur afar mismunandi út hjá einstökum lífeyrissjóðum og verður að teljast afar óheppilegt að það komi niður á lífeyri einstakra starfstétta hversu mikil örorkubyrði leggst á sjóðinn. Fulltrúi FBM og félaga með beina aðild að ASÍ í nefhdinni hefúr verið Georg Páll Skúlason og til vara Bragi Guðmundsson. Trygginganefnd ASÍ FBM hefur einnig átt fúlltrúa í vinnuhóp um endurskoðun slysatrygginga, en i honum situr Georg Páll Skúlason. Hér á eftir er gerð stuttlega grein fyrir þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í nefndinni en málið er yfirgripsmikið og verður unnið með SA á næstunni. Við gerð kjarasamninga á almennum markaði vorið 2004 urðu samningsaðilar ásáttir um að endurskoða slysatryggingarákvæði kjarasamninga með það að markmiði að auka tryggingarvemd starfsmanna. Heimildin fyrir þessari endurskoðun var gjarnan orðuð með eftirfarandi hætti: Samningsaðilar eru sammála um að fara í endurskoöun á slysatryggingarákvœðum kjarasamnings með það að markmiði að auka tryggingavernd starfsmanna. Stefnt er að því að vinnu þeirri verði lokið fyrir lok árs 2004 og koma þá ný ákvœði i stað þeirra sem í kafla þessum greinir. Undir lok árs 2004 var vinna við endurskoðun slysatryggingarákvæðanna enn ekki hafin. Á hinn bóginn var búið að færa inn í kjarasamninga SGS 40% raunhækkun á tryggingaupphæðum og 20% raunhækkun hjá öðrum. Þrátt fyrir að tryggingarupphæðirnar hefðu verið hækkaðar var talin full ástæða til að leggjast yfir endurskoðun slysatryggingarákvæðanna - sérstaklega í ljósi þess að í nóvember sl. samdi ríki og Bjarni Brynjólfsson hjá Gutenberg sveitarfélög við BSRB, BHM og KI um mikla hækkun á slysatryggingum og framlagi í styrktarsjóði. í byrjun desember tilnefndu formenn aðildarsamtaka ASÍ því fulltrúa í vinnuhóp sem falið var að undirbúa kröfugerð gagnvart SA. I áfangaskýrslu þessari gerir vinnuhópurinn grein fyrir efiirfarandi niðurstöðum: • STÖRF VINNUHÓPS UM SLYSATRYGGINGAR • SAMEIGINLEGAR TILLÖGUR VINNUHÓPS Störf vinnuhóps um slysatryggingar • Vinnuhópurinn heíúr haldið ellefu fundi; þann fyrsta 2. desember 2004 og þann síðasta 14. mars 2005. • Á fundunum hefur verið farið yfir gögn um slysatryggingaákvæði kjarasamninga. Borin voru saman slysatryggingaákvæði í samningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna (tengd BSRB, BHM og KÍ) og stéttarfélaga almennra starfsmanna (tengd ASI). Tillögur vinnuhópsins eru byggðar á þessum upplýsingum. • Slysatryggingar stéttarfélaga opinberra starfsmanna eru almennt betri en slysatryggingar stéttarfélaga almennra starfsmanna. PRENTARINN ■ 1 1

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.