Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 25

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 25
Þar af leiðandi kærði verkalýðsfélagið þetta til lögreglurmar. Seinna var kæran dregin til baka. - Þeir sáu að þeir höfðu á röngu að standa, segir Kent Ákerberg forstjóri. - Það er alls ekki rétt, segir Jan Strandberg. - I samningaviðræðum sem áttu sér stað urðum við sammála um að sænskir heildarsamningar ættu að gilda fyrir Litháana og eftir það samkomulag drógum við kæruna til baka. Sænskir heildarsamningar tóku gildi i desember 2003 og fól það meðal annars í sér að Litháarnir fengu laun eftir sænskum töxtum. Nokkrunt mánuðum seinna fóru þeir heirn. Um vorið áleit Geson Skandia að Litháamir þyrftu á meiri starfsþjálfun að halda og ákvað fyrirtækið að fá þá til baka. Nú var Litháen hins vegar orðið aðilli að ESB. - Þá breyttust reglurnar, segir Kent Ákerberg og við gátum leigt þá hingað í staðinn. Við gátum valið um að leigja þá eða ráða þá á sænskum launum. Við leigðum þá. Auk þess sem það var ódýrara var samkvæmt litháiskum lögum hægara um vik að ráða þá ekki ef í ljós kæmi að þeir réðu ekki við starfsþjálfunina. Auðvitað fór þetta í taugamar á prentiðnaðarfélaginu. Já, það truflaði verkalýðsfélagið. - Við litum svo á að atvinnurekandinn vildi, með því að leigja starfsmennina, sniðganga það samkomulag sem við höfðum áður gert um að sænskir heildarsamningar skyldu gilda, segir Jan Strandberg. Að þessu sinni var ekki eins ljóst af fyrirtækisins hálfu hvort Litháarnir væru í starfsþjálfun eða starfi. - Það eru hárfín mörk, segir Kent Ákerberg. Því duglegri sem maður er því sjálfstæðari verður maður. Við viljum kalla það starfsþjálfun, en maður verður að skilja ef það er túlkað sem störf. Þeir gera jú gagn. Litháíska útleigufyrirtækið sem greiddi launin hafði enga samninga í Svíþjóð. Og þar sem sænskir heildarsamningar eiga að gilda fyrir alla sem starfa hér, án tillits til þess frá hvaða landi þeir koma krafðist prentiðnaðarfélagið þess að útleigufyrirtækið skrifaði undir sænsku heildarsamningana. Fyrirtækið svaraði með því að segja að sænska prentiðnaðarfélagið gæti komið til Litháen að ræða málin. En sænska prentiðnaðarfélagið semur ekki erlendis. Nú hótaði prentiðnaðarfélagið að setja verkbann á Geson Skandia. Deilunni var afstýrt á síðustu stundu með því að Geson Skandia réð Litháana til bráðabirgða. Þar með féllu Litháarnir sjálfkrafa undir sænska heildarsamninga og fengu þar með sænsk laun og launakjör þar til ráðningunni lauk íyrir jólin. - Eg kærði mig ekki um meiri leiðindi, sagði Kent Ákerberg. - Það var ekki þess virði. Ég gat ekki hætt góðum orðstír fyrirtækisins af þessum sökum. Fyrir prentiðnaðarfélagið er það afar mikilvægt að sænskar reglur gildi jafnframt um erlent vinnuafl. Vinni allir samkvæmt sömu skilyrðum er heldur engin hætta á að launin séu lækkuð undir samningsmörk. Það er að ódýr starfskraftur ýti út þeim dýrari. Kent Ákerberg segir að hann bæði skilji og virði þetta sjónarmið. - En mér finnst að maður ætti að sjá muninn á því þegar fyrirtæki fær hingað fólk í starfsþjálfun vegna þess að það ætlar að stofha útibú í viðkomandi landi og því þegar fólk er fengið hingað til starfa. Stafræna tæknin (forvinnslan) er enn til staðar hjá Geson Skandia í Kungsbacka en hefðbundna starfsemin, svo sem offsetprentunin, bókbandið og handunnin störf, hefur verið flutt til Litháen. Þar starfa nú þeir Litháar sem voru hjá Geson Skandia i Kungsbacka, auk sex Svía sem kusu að flytja með fýrirtækinu. - Agneta Persson, DA - mes Greinin er birt með góðfuslegu leyfi Dagens Arbete, Svíþjóð. Magnús Einar Sigurðsson þýddi. Velkomin hingað - en það eru okkar samningar sem gifda Deilan um Litháana hjá Geson Skandia er fýrsta dæntið í prentiðnaðinum þar sem grunur leikur á að verið sé að gera tilraun til að lækka launin. En það koma fleiri dæmi, það er aðalsamningamaður Grafiska Fackförbundet, Tomnty Andersson, viss um. Eins og verðsamkeppnin er á markaðnum í dag er ekki svo skrítið að fýrirtækin reyni að finna leiðir til að gera framleiðsluna ódýrari, segir Tommy Andersson. Ein aðferðin er að ráða ódýrara vinnuafl frá útlöndum. Prentiðnaðarsamtökin hafa ekkert á móti því, út af fyrir sig, að fyrirtækin ráði erlent vinnuafl. - Við getum ekki komið í veg fýrir það, fólk er frjálst ferða sinna innan ESB og það er velkomið hingað, segir Tommy Andersson. En við getum komið í veg fyrir að það lækki launin og það gerum við með því að gera heildarsamninga meó sænskum skilyrðum. PRENTARINN ■ 25

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.