Prentarinn - 01.04.2005, Qupperneq 27

Prentarinn - 01.04.2005, Qupperneq 27
Starfsmannafélag ísafoldar- prentsmiðju ehf. var stofnað árið 2002. Fékk félagið nafnið Isfólkið og er þetta alvöru félag með kennitölu. Starfsmenn borga mánaðarleg félagsgjöld en stór hluti af tekjunum er sala á notuðum prentplötum, dósum og fleiru. Við reynum að gera eitthvað í hverjum mánuði, höldum spilakvöld, forum í keilu, leikhús eða eitthvað annað skemmtilegt. Árlega eru haldin golfmót, minnst tvisvar á sumri. Áætlað er að golfmót vorsins verði haldið á hinum glæsilega golfvelli í Vestmannaeyjum. Tvisvar höfum við haldið gokart- mót sem var mjög skemmtilegt. Förum í vor- eða haustferðir, jólahlaðborð og árshátíð. Eigendur prentsmiðjurmar styðja alltaf dyggilega við bakið á okkur, þannig að starfsmenn þurfa ekki að borga fyrir þessar uppákomur. Við höldum árshátíðina 24. mars á Hótel Flúðum og ætlum að gista þar. Starfsmenn prentsmiðjunnar eru rúmlega 70. F.h. ísfólksins, Kolbrún Guðmundsdóttir. Axel t.v., Arni Sörensen í miðju og Haukur t.h. Úrslitin ígolfmóti 2004 Snœddur hádegisverður í Þrastarskógi A leiðinni i haustferð FJÖLÞJÓÐAFYRIRTÆKI Á undanförnum árum hafa svokölluð fjölþjóðafyrirtæki orðið meira og meira áberandi í prentiðnaði, fyrirtæki sem eru með prentsmiðjur í mörgum löndum um allan heim. Union Network International og Nordisk Grafisk Union, sem FBM á aðild að, hafa lagt aukna áherslu á baráttu við þessa auðhringa og lagt mikla vinnu í það að koma þar á kjarasamningum, því stefna þessara fyrirtækja er að meina starfsmönnum sínum að vera í verkalýðsfélögum og þau leggja í ómældan kostnað til að svo megi verða. Talið er að þessi fyrirtæki veiji allt að einni billjón dollara til að halda starfsmönnum sínum utan félaga.. Sem betur fer höfunt við ekki þurft fram að þessu að beijast við þessi fyrirtæki, en hvenær kemur að því? Því nú hafa þrjú íslensk fyrirtæki keypt erlendar prentsmiðjur þ.e. Oddi, Plastprent og Prentmet (Edda miðlun). Og starfsfólk í þessum útibúum er ekki félagsmenn í verkalýðsfélögum. Þá hafa miklar breytingar orðið á stöðu fýrirtækja í Danmörku en fjárfestar leita meira erlendis með fjárfestingar og fyrirtæki hverfa af innanlandsmarkaði. I dönskum fyrirtækjum er staðan nú þannig að dönsk aðild er 25% og 75% erlend. Sem skiptist þannig: 25% dönsk eignaraðild, 28,9% blönduð eignaraðild og 46,1% erlendir fjárfestar. Til að gera okkur grein fyrir umfangi þessara auðhringa getum við staðnæmst við fyrirtækin Quebecor, Amcor og Global Trade Union en það er stærsta fyrirtækið í pappírs- og umbúðaiðnaði með yfir 100 þúsund starfsmenn í 22 löndum og Quebecor, kanadískt fyrirtæki í prentun sem starfar í 16 löndum með yfir 43000 starfsmenn. Einnig er hægt að nefna ástralska fyrirtækið Amcor í pappírs-, urnbúða- og prentiðnaði. Þessi fyrirtæki auk tveggja annarra eru með 80- 90% af allri heimsframleiðslu í pappír og leggja mikla áherslu á fjárfestingar í láglaunalöndunum. Eignaraðild fyrirtækja hefur verið að breytast með yfirtöku stórra ijölþjóðafyrirtækja í pappírsiðnaði á umbúðaprentun og pappírsiðnaðurinn er að taka yfir alla framleiðslu frá byrjun til enda, þ.e. að búa til pappír, prenta á hann og fullvinna umbúðir. Stærstu fyrirtækin eru í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Kanada, Ástralíu og lrlandi. Reyndar hefur orðið nokkur samdráttur á síðustu tveim árum í öllum pappírsiðnaði nema í „tissjú“-framleiðslu. Þar er aukning 5,8%, í dagblöðum er samdráttur 3,6%, í almennri prentun 4,5% og í karton og plasti 6,7%. Á síðustu tveim árum hafa yfir 19000 störf horfið í pappírsiðnaði. NGU hefur rætt almennt um þau vandamál er steðja að iðnaðinum og telur að vandamálið sé þríþætt, þ.e. hvernig við aukum þekkinguna, tökumst á við tæknibreytingar og fjölþjóðafyrirtækin. Norðurlöndin eru hálaunalönd og það er okkar vandamál við alþjóðavæðingu fyrirtækja sem flytja framleiðsluna til launalægri landa. Erfitt er að ná til eigenda, enginn veit hvar eða hverjir þeir eru, t.d. Amcor sem er ástralskt með höfuðstöðvar í París. Sé hagnaður lítill er fyrirtækið flutt til annars lands og með aukinni aðild erlendra fyrirtækja hefur atvinnutækifærum fækkað. NGU telur að við verðum að byggja upp netverk, annars tapist stríðið, því þessi fyrirtæki pressa niður laun í krafti auðs og valda. NGU getur haft áhrif á alþjóða- samninga með samstöðu og virku upplýsingastreymi. NGU leggur áherslu á upplýsingastreymi milli félaga, þannig er hægt að vinna á alþjóðlegum fyrirtækjum með áherslu gegn niðurboðum á vinnumarkaði. Sæmundur Árnason PRENTARINN ■ 27

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.