Prentarinn - 01.04.2005, Síða 24

Prentarinn - 01.04.2005, Síða 24
Tilraun til að lækka laun stöðvuð í Kungsbacka Haustið 2003 komu tíu Litháar til prentsmiðjunnar Geson Skandia í Kungsbacka sem stendur utan við Gautaborg. Að sögn fyrirtækisins voru þeir í starfsþjálfun. Að sögn prentiðnaðarfélagsins voru þeir nýttir sem ólöglegur og ódýr starfskraftur. Forstjóri Geson Skandia, Kent Ákerberg, segir að Litháarnir hafi komið til Svíþjóðar til að mennta sig. Síðan hafi þeir ætlað aftur til Litháen að vinna hjá nýstofnuðu dótturfyrirtæki Geson Skandia. Þeir voru í starfsþjálfun, ekki starfskraftur, segir hann. Þess vegna áttu þeir ekki að vinna eftir sænskum heildarsamningum og heldur ekki að fá sænsk laun. Litháarnir fengu 1900 sænskar krónur á mánuði í starfsþjálfimarlaun frá heimalandinu, Geson Skandia borgaði húsnæði, fæði og ferðir. En verkalýðsfélagið trúði því ekki að þeir væru í starfsþjálfun. - Við fengum upplýsingar um að Litháamir hefðu unnið sjálfstætt, segir Jan Strandberg, starfsmaður bókagerðarmanna í Gautaborg. Við höfðum meira að segja upplýsingar um að þeir hefðu unnið á nóttunni. Og þar sem þeir framleiddu sjálfstætt var hér um að ræða ólöglega samkeppni við önnur prentiðnaðaríyrirtæki. Við töldum hér um ólöglegt (svart) vinnuafl að ræða. Jan Strandberg starfsmaður bókagerðarmanna i Gautaborg

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.