Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 6
efélag bókagerðar- manna 2004-2005 Boöaö er til aðalfundar Félags bókageröarmanna laugardaginn 9. apríl 2005 kl. 10.00 á Grand Hótel, Reykjavík. Um aðalfund félagsins segir m.a.: Aðalfund skal halda í mars- eða aprílmánuði ár hvert og skal stjórn félagsins boða til hans með minnst viku fyrirvara í fjölmiðlum og á vinnustöðum félagsmanna. Greina skal skýrlega í fundarboði dagskrá fundarins og skal einkum geta lagabreytinga ef fyrirhugaðar eru. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins, nema gerð sé lögleg undantekning þar á. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað og hann sitja eigi færri en 35 félagsmenn, þar af meirihluti stjórnar. Verði aðalfundur ekki löglegur vegna fámennis, skal boða til nýs fundar á sama hátt, með þriggja daga fyrirvara og er sá fundur lögmætur hversu fáir sem sækja hann. Ollum félagsmönnum má vera ljóst að á aðalfundi eru teknar stefnumarkandi ákvarðanir fyrir félagið. Það er því mikilvægt að mæta. Þeir félagsmenn sem ekki mæta fela öðrum ákvörðunarvaldið. STJÓRN Eins og lög félagsins mæla fyrir um sér stjórnin um rekstur félagsins milli aðalfunda. Eftir síðasta aðalfund skipti stjóm þannig með sér verkum að varaformaður var Georg Páll Skúlason, ritari Pétur Agústsson, gjaldkeri Bragi Guðmundsson og meðstjórnendur þeir Páll R. Pálsson, Stefán Ólafsson og Þorkell S. Hilmarsson. Varastjórn: Anna S. Helgadóttir, Björk Harðardóttir, Harpa Grímsdóttir, Hrefna Stefánsdóttir, María H. Kristinsdóttir og Sigurður Valgeirsson. Formaður er Sæmundur Amason. í stjóm FGT deildar eru: Kalman le Sage de Fontenay, Hrefna Stefánsdóttir og Emil Valgeirsson. Formaður FGT, Kalman le Sage de Fontenay, hefur einnig setið stjómarfundi FBM. Frá síðasta aðalfundi hefur stjórnin haldið 21 stjórnarfund þar sem tekin hafa verið fyrir ijölmörg mál og málaflokkar. Eins og nærri má geta er hér um að ræða mál sem þarfnast mismikillar umfjöllunar, allt frá því að vera einfold afgreiðslumál til stærri og viðameiri mála, sem þá gjarnan eru tekin fyrir á fleiri en einum fundi sem er æskilegt og nauðsynlegt þegar um mikilvæg og vandmeðfarin mál er að ræða. STJÓRNARKOSNING Framboðsfrestur til stjórnarkjörs 2005 rann út þann 15. febrúar. Uppástungur bárust um 3 félagsmenn til setu í aðalstjórn ÁRITUN STJÓRNAR Stjórn Félags bókagerðarmanna staðfestir hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2004 með undirritun sinni. Reykjavík, 14. mars 2005. Stjórn: 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.