Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 23
Áhrif vinnuaðstæðna á heilsu kvenna Mikið var rætt um streitu og streituvaldandi umhverfi á vinnustað undir þessum lið. Tölur frá Evrópusambandinu sýna að streita kostar fyrirtæki i Evrópu um 50 milljarða evra á ári. Erfiðlega hefur gengið að fá atvinnurekendur til að viðurkenna það að streita sé sjúkdómur og þurfi að bregðast við honum sem slíkum. Rannsóknir hafa m.a. sýnt ftam á það að langar stöður, langir vinnudagar og kvíði á vinnustað hafa leitt til erfiðleika í meðgöngu kvenna og einnig til fyrirburafæðinga. Stöðugt áreiti og pressa á vinnustað getur leitt til ýmissa geðrænna vandamála, allt írá mildu þunglyndi og kvíða upp í síþreytu og algjöra uppgjöf. Stöðug samkeppni á vinnumarkaði hefur einnig leitt af sér aukna pressu og keppni á milli samstarfsmanna, fólk í þjónustustörfum verður oft fyrir miklu áreiti af hendi viðskiptavina sinna, allt frá orðljótum kvörtunum, kynferðislegri áreitni og upp í Iikamsárásir og þjófnað. Allt veldur þetta kvíða og óþægindum á vinnustað og getur haft skaðleg áhrif á heilsu manna til langtíma litið. Konur verða mun oftar fýrir allskonar áreitni á vinnustað en karlar, kynferðisleg áreitni er þar mjög áberandi en einnig sýnir hún sig í öðrum myndum, s.s. efasemdum um getu kvenmannsins í starfi og þegar verst lætur andlegri kúgun og valdníðslu. Þetta er mjög áberandi í Austur-Evrópu þar sem mansal og kúgun kvenna er daglegt brauð, konur og ungar stúlkur eru sendar nauðugar í ýmiskonar störf og sjá sér ekki annað fært en að taka við þvi sem býðst, aðeins til að hafa í sig og á, og ekki þarf að tala um þau tilfelli þar sem konur eru beinlínis seldar milli landa í þeim tilgangi einum að þjóna karlmönnum og vera misnotaðar. Annað sem komið var inn á í sambandi við heilsu kvenna var sú staðreynd að þungun kvenna er ekki sjúkdómur og ætti ekki að flokkast sem slíkur, meðganga er ekki veikindi og meðganga og fæðing barns ætti ekki að hafa nein neikvæð áhrif á stöðu konunnar í fyrirtækinu. Taka þarf meira tillit til kvenna i þessum efhum því ef konur fá ekki tækifæri til að eiga börnin og sjá sómasamlega um þau þá fer nú mannskepnunni fljótt fækkandi, því þó svo að vísindamönnum hafi tekist að finna lausn á ýmsum vanda þá hafa þeir ekki enn látið karlmann ganga með og ala bam. Konur víðast hvar í Evrópu búa ekki við þann rétt að geta tekið jafnlangt fæðingarorlof og hérna á Islandi. T.d. fannst fulltrúa Irlands konur í sínu landi hafa unnið mikinn sigur í síðustu kjarasamningum þegar þær fengu það í gegn að fá að hætta 1 klst fyrr á daginn eða bæta I klst við matartíma sinn til brjóstagjafar ungbarna 0-6 mánaða. Konur þar eiga ekki rétt á fæðingarorlofi á launum, heldur geta tekið 8-12 vikur í launalaust leyfi eftir fæðingu en verða svo að fara aftur til vinnu að þeim tíma loknum. Þetta gerir það að verkum að tíðni brjóstagjafar á Irlandi er sú lægsta í Evrópu og var það talið nauðsynlegt út frá manneldissjónarmiðum að reyna að auka þessa tíðni. Þegar fulltrúar Norðurlandaþjóðanna tóku til máls um þessi málefni var augljóst að fulltrúar hinna Evrópuþjóðanna litu mjög upp til okkar í norðri í þessum efnum. Hvergi í Evrópu er staðið eins vel við bakið á nýbökuðum foreldrum og hjá okkur og eiga hinar þjóðirnar langt i land að ná þeim stalli sem við erum á. Síðan var rætt um geisla og . efni sem eru í kringum okkur á vinnustaðnum. Margir vinna með mjög eitruð efni, svo sem sterk hreinsiefhi og allskonar leysiefni og vitað er til þess að geislar frá tölvum geta verið skaðlegir en ekki hefur verið skoðað sérstaklega hvaða áhrif þeir hafa t.d. á ófrískar konur. Atvinnurekendur eru hvattir til að kynna sér þær vamir sem I boði eru gegn geislum og skaðlegum efnum og augljóst er að mikið þarf að laga í þeim málum í vanþróaðri ríkjum Evrópu. Staða kvenna innan UNI- Europa og tengdra félaga Þriðja umræðuefnið á ráðstefnunni var staða kvenna innan UNI og hvað mætti bæta í þeim efnum. Það kom fram að hlutfall kvenna í nefndum og ráðum innan UNI er um 33% en hlutfall kvenna innan Uni- Síðan var lagt upp með það að konur myndu beita sér af öllum mætti innan sinna félaga í því að bæta hlut kvenna og sækjast eftir því að eiga sæti á ráðstefnum og þingum á vegum Uni. Niðurstaða mín eftir að hafa setið þessa ráðsteínu var sú að í alla staði var hún rnjög vel heppnuð og athyglisvert að fá að kynnast alþjóðastarfi á þessum mælikvarða. Staða kvenna í Evrópu er mjög mismunandi Hrafnhildur Ólafsdóttir á ráðstefnunni, en hún er önnur frá hœgri í fremstu röð samtakanna er um 49,5%. Það er því augljóst að konur eiga ekki sæti í öllum þeim nefndum og ráðum sem þær eiga rétt á. Hvað er til ráða? Fram kom á ráðstefnunni að besta leiðin væri að byrja strax í hverjum geira fyrir sig og grípa til enn fleiri aðgerða þegar kæmi að næstu kosningum. Nokkrar hugmyndir voru settar fram um það hverju best væri að byrja á. • Lagt er til að á næsta fundi hjá hverjum geira verði tekin upp kynjaumræða og hver nefndarmaður taki með sér vinnufélaga af hinu kyninu og fái þannig jafnt hlutfall karla og kvenna á fundinum. • I nefndum ætti a.m.k. að vera eitt sæti í hverjum geira eyrnamerkt konu. Þegar kosnir eru varamenn á að passa að þar sé kona á meðal. • Nefndir: Ef staða losnar er mælt með því að kona verði valin í staðinn fyrir þann karl sem hættir. og því mikilvægt að þær þjóðir sem eru með sín mál nokkurn veginn á hreinu sýni stuðning og miðli af reynslu sinni til vanþróaðri þjóða. Það sýndi sig best í því að Norðmenn, Svíar, Finnar og Danir sendu allir um 10 fulltrúa. Frá Rússlandi kom aðeins einn þar sem konur fá einfaldlega ekki fjármagn frá sínum verkalýðsfélögum til að sækja svona ráðstefnur, og frá Úkraínu kom karlmaður sem var reyndar skárra að senda í stað þess að senda engan. Eg er afskaplega þakklát fyrir það að vera íslendingur og þurfa ekki að berjast fyrir grunnmannréttindum, vandamálin hjá okkur blikna í samanburði við vandamál hjá t.d. Austur-Evrópuþjóðum og stöðu kvenna þar. Hrafhhildur Ólafsdóttir, prentsmiður. PRENTARINN ■ 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.