Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 5
vinnumiðlun. að hann hafi verið á vinnumarkaði og ástundað virka atvinnuleit í uppsagnarfresti. ■ kröfu um orlofslaun sem unnist hefur til á ábyrgðartímabili, sbr. 4.gr. Hér er athygli vakin á því að sjóðurinn takmarkar ábyrgð sína við þrjá síðustu starfsmánuði í þjónustu vinnuveitanda. Það þýðir í raun að starfsmenn gjaldþrota fyrirtækis sem eiga inni laun fyrir fleiri mánuði tapa öllum kröfum sem standa fyrir utan fyrrgreint tímabil. Abyrgðarsjóður launa ábyrgist auk áðurnefndra þriggja mánaða, laun á uppsagnarfresti í allt að þrjá mánuði. Hversu langur uppsagnarfresturinn er veltur á ráðningarsamningi viðkomandi starfsmanns og á réttindum hans samkvæmt kjarasamningi. Ráðningarsamband milli starfsmanns og vinnuveitanda rofnar við gjaldþrotaúrskurð. Samkvæmt kjarasamningum miðast uppsagnarfrestur almennt við vikuskipti eða mánaðamót. Réttur starfsmanns til uppsagnarffests samkvæmt lögum um Abyrgðarsjóð launa miðast aftur á móti við þann dag sem vinnuveitandi var tekinn til gjaldþrotaskipta. Þannig á starfsmaður rétt til launa í allt að þrjá mánuði frá úrskurðardegi en ekki frá byrjun næstu viku eða frá mánaðamótum eins og almennt gengur og gerist. Akveði starfsmaður aftur á móti að láta af störfum áður en til gjaldþrots kemur, vegna vanefnda vinnuveitanda, er nauðsynlegt að hann standi rétt að starfslokunum sem slíkum. í því sambandi verður starfsmaður að taka mið af almennum reglum vinnuréttarins. Vanefiidir á launagreiðslum gera það ekki eitt og sér að verkum að starfsmaður geti labbað fyrirvaralaust út. Geri starfsmaður það eru líkur til þess að hann tapi rétti sínum. í dómaffamkvæmd hefur myndast sú regla að skori starfsmaður sannanlega á vinnuveitanda að bæta úr vanefndum sínum innan einhvers tiltekins tíma og vinnuveitandi verður ekki við þeirri áskorun, þá geti starfsmaður látið af störfum þann dag sem ffestur vinnuveitanda rann út, án þess að missa rétt til launa á uppsagnarfresti. Einnig er mjög mikilvægt fyrir starfsmann að reyna að takmarka tjón sitt með því að leita stax við starfslok til vinnumiðlunar, bæði opinberrar og einkarekinnar. Eðlilegt er að menn þiggi atvinnuleysisbætur fái þeir ekki vinnu við sitt hæfi fljótlega eftir starfslok. Hámark ábyrgðar Gert er ráð fyrir ffekari takmörkunum á greiðslum úr Abyrgðarsjóði launa en þegar hefur verið rætt um. Samkvæmt 6. gr. laganna eru að hámarki greiddar kr. 250.000 fyrir hvern starfsmánuð skv. a. og b. lið 5.gr. Frá 250.000 kr. hámarkinu dragast þær greiðslur sem vinnuveitandi kann að hafa greitt inn á skuld sína við starfsmann fyrir gjaldþrot. A sama hátt koma atvinnuleysisbætur og atvinnutekjur starfsmanns á uppsagnarfresti til ffádráttar kröfum hans til launa á uppsagnarfresti. Sú regla styðst við dómafordæmi. Samkvæmt 19. gr. laga um Abyrgðarsjóð launa er hámarksábyrgð á orlofslaunakröfu miðuð við kr. 400.000. Hámarkið gildir bæði um greiðslu orlofs vegna greiðsluerfiðleika, skv. 19. gr. og við gjaldþrot skv. 5. gr. Aðumefhdar fjárhæðir taka breytingum.4 Vextir á launakröfur Kröfur sem Abyrgðarsjóður launa greiðir bera almenna vexti skv. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, ffá gjalddaga og til þess dags er krafan fæst greidd úr Abyrgðarsjóði launa. Almennt bera kröfur hins vegar dráttarvexti ffá gjalddaga til greiðsludags. 4 „Fjárhæðirþærsem nefndar eru í lögunum taka breytingum með reglugerð sem félagsmálaráðherra setur. Samkvæmt reglugerð nr. 1004/frá 22. des. 2004 er hámarksábyrgð nú kr. 260.000,- á mánuði vegna venjulegrar launakröfu en kr. 416.000,- á mánuði vegna orlofslaunakröfu.” PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.