Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 26

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 26
Nunatta Naqiterivia - kalaallit naqiteriviat Nuuk í Nuuk á Grænlandi hafði ég þá ánægju að heimsækja stærstu prentsmiðju landsins sem er með um 25 starfsmenn og er í eigu grænlensku heimastjórnarinnar. Þar starfa 2 bókbindar, 5 prentarar og 8 prentsmiðir. Allir fagmenn eru menntaðir frá Danmörku og hafa aðeins möguleika á að bæta við sig þekkingu með því að sækja hana sjálfir eða fara í framhaldsnám erlendis. Flestir prentsmiðirnir koma frá Danmörku og einn prentari, aðrir starfsmenn eru Grænlendingar. Næstum allt efni sem fer í gegnum prentsmiðjuna er prentað bæði á dönsku og grænlensku. Því kemur pdf tæknin sér vel í dag þar eð Danirnir kunna lítið í grænlensku en sjá um að setja upp efnið án þess að vita hvort málið er rétt ritað. Aður fyrr var starfsemin studd fjárhagslega af heimastjórninni en nú í dag ber starfsemin sig sjálf. Þó er fyrirtækið ekki nægilega tæknivætt til að sjá um ffágang á bókum og því fara bækur í prentun og frágang til Nörrhaven í Danmörku og stærri verkefni. Fyrirtækið prentar vikublað sem er dreift ókeypis í Nuuk og blað sem gefið er út tvisvar í viku og selt. Einnig eru auglýsingabæklingar stór hluti þess efnis sem unnið er. í Nuuk eru íbúar 15.000 og því eru upplög ekki stór. Starfsmenn Pia H. Samuelsen er trúnaðarmaóur SIK I 26 ■ PRENTARINN JosefTorkilsen varaformaður SIK og Karen Möller bókbindari Solveig Timm flutti til Grœnlands íjanúar sl. og œtlar að starfa í þrjú ár en er félagi í HK, privat, Danmörku eru ýmist í FIK Danmörku (þ.e. Danir) og í SIK í Grænlandi sem eru samtök samsvarandi Alþýðusambandi íslands. SIK hefur 10.000 félaga og eru þeir dreifðir um allt Grænland. Grænlenskir bókagerðarmenn hafa svipuð kjör og kollegar þeirra í Danmörku og sumir vinna eftir samningum frá DK en aðrir undir samningi SIK við prentsmiðjuna. Georg Páll Skúlason Katrine Seblon, jyrsti kvenprentarinn í Grœnlandi, útskrifaðist árið 2002

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.