Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 7
ARITUN ENDURSKOÐENDA Við höfum endurskoðað ársreikning Félags bókagerðarmanna og sjóði í vörslu þess fyrir árið 2004. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikninga, efnahagsreikninga og sjóðstreymi ásamt skýring- um og sundurliðunum nr. 1 - 31. Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt því ber okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé í aðalatriðum án annmarka. Endurskoðunin felur í sér athuganir á gögnum með úrtakskönnunum til að sannreyna fjárhæðir og upplýsingar sem koma fram í ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á. Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstri félagsins og sjóða þess á árinu 2004, efnahag 31. desember 2004 og breytingu á handbæru fé á árinu 2004 í samræmi við lög félagsins og góða reikningsskilavenju. Reykjavík, 14. mars 2005. DFK Endurskoðun Gunnar M. ErlingsWi, löggiltur endurskoðandi. ÁRITUN FÉLAGSKJÖRINNA SKOÐUNARMANNA Við undirritaðir, félagskjörnir skoðunarmenn Félags bókagerðarmanna, höfum yfirfarið ársreikning félagsins fyrir árið 2004 og leggjum til að hann verði samþykktur. og 3 til varastjórnar. í framboði til aðalstjórnar voru: Bragi Guðmundsson, Stefán Olafsson og Þorkell S. Hilmarsson. Til varastjórnar: Hrafnhildur Olafsdóttir, Reynir S. Hreinsson og Björk Harðardóttir. Þar sem aðeins einn listi var fram borirrn er að þessu sinni sjálfkjörið í stjóm FBM. TRÚNAÐARRÁÐ Framboðsfrestur til trúnaðarráðs rann út 12. október 2004. Einn listi barst og var því sjálfkjörið. Trúnaðarráð FBM frá 1. nóvember 2004 til 31. október 2006 er því skipað eftirtöldum félagsmönnum. Aðalmenn: Emil H. Valgeirsson, Hallgrímur Helgason, Helgi Jón Jónsson, Hinrik Stefánsson, Hrafnhildur Olafsdóttir, Hrefna Stefánsdóttir, Kristín Helgadóttir, Kristján S. Kristjánsson, Marsveinn Lúðvíksson, Oddgeir Þór Gunnarsson, Oskar Jakobsson, Páll Heimir Pálsson, Pétur Marel Gestsson, Reynir Már Samúelsson, Reynir S. Hreinsson, Sigrún Karlsdóttir, Sigurður Valgeirsson, Þórgunnur Siguijónsdóttir. Varamenn: Gunnar R. Guðjónsson, Halldór Þorkelsson, Elín Sigurðardóttir, Olafur Sigurjónsson, Trausti Finnbogason, Snæbjörn Þórðarson. Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir 6 fundir í trúnaðarráði þar sem fjallað hefur verið urn ýmis mál félagsins. TRÚNAÐARMENN Þann 15. október 2004 hófst nýtt tveggja ára kjörtímabili trúnaðarmanna á vinnustöðum. Að þessu sinni hefur gengið vel að fá félagsmenn til starfa og höfúm við nú skipað 21 trúnaðarmann á vinnustöðum. En ljóst er að félagið þarf að leggja mikla rækt við starf trúnaðarmannsins og nú eftir inngöngu félagsins í ASÍ höfum við beint okkar trúnaðar- og öryggistrúnaðarmönnum á námskeið MFA. FÉLAGSSTARFIÐ A starfsárinu höfum við haldið fjölda vinnustaðafunda auk félagsfunda m.a. við mótun kröfugerðar. Þá hefúr félagið að venju staðið að árlegum viðburðum sem hafa unnið sér fastan sess í starfsemi þess en það eru: briddsmót, skákmót, knattspyrnumót og golfmót, jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna, einnig jólakaffi og árleg sumarferð fyrir eldri félagsmenn. KjARAMÁL Viðræður um nýjan kjarasamning hófúst 4. mars 2004 og haldnir voru yfir 20 bókaðir fúndir auk annarra fúnda. En kjarakröfúr félagsins voru mótaðar á fjölda vinnustaðafúnda auk félagsfunda. Drög að nýjum kjarasamningi voru síðan lögð fyrir og samþykkt á fúndi í trúnaðarráði þann 26. maí. Kjarasamningur á milli Félags bókagerðarmanna og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður 27. maí 2004 með gildistíma ffá 17. maí 2004 til 31. desember 2007. Kynning á kjarasamningnum var síðan á félagsfúndi þann 8. júní. Jafnframt var ákveðið að viðhöfð yrði allsheijaratkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning á meðal félagsmanna. Niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning FBM varð eftirfarandi: Á kjörskrá voru 1189. Atkvæði greiddu 294 eða 24,75% félagsntanna. Atkvæðin skiptust þannig að 223 sögðu já eða 76%. Nei sögðu 63 eða 21%. Auðir og ógildir voru 8 eða 2%. Kjarasamningurinn var því samþykktur með 76% atkvæða þeirra er neyttu atkvæðisréttar síns. Kjarasamningur FGT-deildar FBM viö SÍA Nýr kjarasamningur Félags grafiskra teiknara við Samband íslenskra auglýsingastofa var undirritaður þann 13. janúar en þá höfðu samningaumleitanir staðið yfir frá því í mars 2004. PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.