Prentarinn - 01.11.2005, Side 16

Prentarinn - 01.11.2005, Side 16
fyrirtækið og vonaðist til að þær viðræður leiddu til jákvæðrar niðurstöðu um heildarsamning sem virðir rétt launafólks. Skýrsla UNI „Wal-Mart-væð- ingin í heiminum: Viðbrögð UNI“ var lögð fram á þinginu. Þing UNI Commerce sem var í kjölfar UNI þingsins samþykkti að fara í herferð til að fá Wal- Mart til að breyta afstöðu sinni gegn verkalýðsfélögum í Norður- Ameríku og hætta láglaunastefnu og niðurbroti á réttindum verka- fólks. Ef þessi stefna nær fram að ganga er hætt við að hún verði fyrirmynd annarra í alþjóðavæð- ingunni. Eins dags mótmæli á næsta ári og skipulagning atriða í Rússlandi, Indlandi, Mexíkó og Kóreu er meðal þeirra verkefna sem koma fram í áætluninni. Stækkum verkalýðsfélögin til að ná félagslegu og fjárhagslegu réttlæti „Brot gegn réttindum eins verka- mans er brot gegn réttindum allra,“ sagði Franz Treml frá Ver.di í Þýskalandi. Þingið hlýddi á erindi um þá vinnu sem lögð hefur verið í að skipuleggja verkamenn í fyrirtækjum og löndum sem hafa verið meðvitað gegn verkalýðsfélögum. Frá þýska Telekom farsímafyrir- tækinu T-mobile og Quebecor til Group 4 Securicors í USA Wack- enhut, hafa aðildarfélög UNI unn- ið saman til að berjast gegn að- gerðum svokallaðra union-busters (aðilar sem koma í veg fyrir að fólk velji það að vera í verkalýðs- félagi). Chi Gomez sem er fulltrúi verkafólks í Quebecor í Banda- ríkjunum sagði ffá vinnu þar sem starfsmenn skipulögðu vinnustaði sína. Hún skýrði svo frá: „Okkar reynsla sannar að alheimsverka- lýðsfélag virkar. I Quebecor höfum við tengt saman fulltrúa starfsmanna í fyrirtækjunum við alheimsverkalýðsfélagið og starfs- menn í öðrum löndum.“ Jafnvel í löndum eins og Dan- mörku og Svíþjóð þar sem hefð hefur verið fyrir vinsamlegum samskiptum milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda skýrðu fulltrúar ffá því að erfiðleikar væru að fær- ast í aukana. „Það blæs vindur breytinga á Norðurlöndum," sagði | 16 ■ PRENTARINN Kent Petersen ffá FSU í Dan- mörku, þar sem hann skýrði ífá breyttri hegðun fyrirtækja gagnvart verkalýðsfélögum. Þessi stefna kemur skýrast fram hjá fyrirtækjum sem eru að færa störf milli landa á láglauna- svæði og úthýsa verkefnum, þetta snertir öll lönd og etur launþeg- um saman um störf. Fulltrúi Amicus í Bretlandi hvatti UNI og aðildarfélög þess til að taka virka afstöðu í þeim ógn- unum sem felast í því að störf séu færð á milli landa. „Við verðum að ná jafhvægi í samstöðu á alþjóðavísu og að verja verkafólk fyrir því að missa störf sín,“ sagði hann við þingið og varaði við: „Það er engin ffamtíð í að veija aðeins störfin." Mannsæmandi vinna fyrir allt verkafólk á að vera takmarkið og eina leiðin til þess er að fara inn á vinnustaðina hvar sem þeir eru og skipuleggja fólk. „Okkar styrkur liggur í okkar félagsmönnum, ekki pólitískri stöðu,“ sagði Tony Dubbins ffá Amicus í Bretlandi. „Við þurfum að skipuleggja vinnuafl dagsins í dag og það er ekki eins og það var fyrir 20 árum síðan." Þátttaka kvenna og ungs fólks er lykil- atriði til að viðhalda og auka sfyrk hreyfingarinnar, það kom ffam í máli margra þátttakenda. Bindum enda á tvöfalt siðgæði fyrirtækja Þátttakendur kröfðust þess að tvö- falt siðgæði fyrirtækja tæki enda og ekki yrði lengur sýnt umburðar- lyndi gagnvart fyrirtækjum sem telja sig geta hegðað sér siðsam- lega á heimaslóðum en hegða sér síðan líkt og Wal-Mart þegar til annarra landa er komið. Aætlun var samþykkt sem hefur það að leiðarljósi að mynda jákvæðara viðhorf gagnvart verkalýðsfélög- um í alþjóðaviðskiptum. Það á jafnt við um stefhu alþjóðafjár- málastofnana og að gera samninga við Qölþjóðafyrirtæki. UNI mun setja kastljós á samfélagsskyldu fyrirtækja á alþjóðavísu. Valdið liggur einnig í að fjárfesta ekki Þingið gerði að sinni stefnuyfir- lýsingu sem felst í að íjárfesta ekki í fyrirtækjum sem eru andsnú- in verkalýðshreyfingunni og hvetur alla til að selja hlutabréf í Wal- Mart til að mótmæla neikvæðni fyrirtækisins gagnvart verkalýðsfé- lögum og láglaunastefhu þess i Norður-Ameriku. Fram kom að félög í Danmörku og Svíþjóð hafi nú þegar selt öll hlutabréf sem félög og lífeyrissjóðir á þeirra veg- um áttu í Wal-Mart. Kröfuganga bóka- gerðarmanna við Schawk U.þ.b. 100 þátttakendur frá verka- lýðsfélögum í prentiðnaði sýndu félögum sínum samstöðu og fóru í kröfugöngu fyrir utan alþjóðafyrir- tækið Schawk til að knýja fyrir- tækið til samningaviðræðna við stéttarfélög í prentiðnaði í USA. Gangan fór fram undir vökulum augum lögreglunnar í Chicago þegar verkalýðssöngvar ffá mörg- um löndum ómuðu í hópnum. Fyrirtækið, sem er í forvinnslu hefur barist gegn því að starfsmenn séu í stéttarfélögum, sem er réttur hvers og eins, og hefur fært starf- semi þar sem starfsmenn eru í stétt- arfélagi á staði þar sem starfsfólk er ekki í félögum gagngert til að koma í veg fyrir að starfsfólk geti verið aðilar að verkalýðsfélögum. Þeir hafa jafhframt sagt upp helmingi af starfsfólki sínu sem er aðilar að stéttarfélögum og öllum starfs- mönnum frá Puerto Rico og Afríku sem eiga aðild að stéttarfélagi. Þetta er aðeins sýnishorn af þeim vanda sem verkalýðshreyf- ingin stendur frammi fyrir gagn- vart alþjóðafyrirtækjum s.s. Quebecor o.fl. Stöðvum misnotkun á starfsfólki Wal-Mart Fyrrverandi fegurðardrottning Ameríku, Carolyn Sapp, ávarpaði þingið fyrir hönd UFCW í USA og sagði frá málaferlum, sem eru þau stærstu í sögu Bandarikjanna, um mismunun í launum og stöðuveit- ingum gagnvart 1,5 milljónum kvenkyns starfsmanna fyrirtækis- ins. Stefnubreyting þarf að verða til að vernda póstþjónustu Vítt og breitt um heiminn hafa stjórnvöld unnið að því að einka- væða póstþjónustu. Þingið skorar á félög að hafa með sér náið samstarf til að standa vörð um réttindi félagsmanna við þessar breytingar. Nauðsynlegt að tryggja rétt launafólks á heimsvísu Þingið fordæmdi í ályktun mann- réttindabrot í Belarus, Kólombíu, Kosta Ríka, Gvatemala og Nepal. Einnig var samþykkt ályktun sem fjallaði um mannréttindabrot í Burma og flutt var af aðalritara Alþýðusambands Burma. Lýðræði er „meira en kosningar" Jesse Jackson ávarpaði þingið og lagði áherslu á að lýðræði væri meira en að hafa rétt til að kjósa. Fólk þarf að hafa möguleika á að taka þátt í þjóðfélaginu - þar á meðal rétt til að skipuleggja sig í verkalýðsfélögum og gera sameiginlega lágmarkssamninga. Endið viðskiptabannið á Kúbu Þingið ályktaði að Bandaríkin ættu að binda enda á 44 ára við- skiptabann á Kúbu. Þrátt fyrir 11 samþykktir Sameinuðu þjóðanna gegn viðskiptabanninu hefur USA haldið því áfram. Viðskipta- bannið hefur eyðilagt efhahag Kúbu og haft gríðarleg áhrif á verkafólk þar og þjóðfélagið, kom fram í ályktuninni. Kosningar: Tvíeykið endurkosið Undir lok þingsins kusu þátttak- endur þá Philip Jennings aðal- ritara UNl og Joe Hansen forseta UNI að nýju sem leiðtoga sam- takanna næstu fimm árin. Nagasaki 2010 Næsta þing UNI verður haldið í hinni sögulegu borg Nagasaki árið 2010. Öldum saman var Nagasaki eina borgin í Japan sem var opin n útlendingum. Hún varð fyrir annarri atómsprengjunni sem varpað var fyrir 60 árum síðan. ltarlegri skýrslu er að fmna hjá FBM og á vefsíðu UNI www. un ion-network. org

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.