Prentarinn - 01.11.2005, Qupperneq 17

Prentarinn - 01.11.2005, Qupperneq 17
Bóhbindarar á Akureyri 1 Sigurþór Sigurðsson Grímur Laxdal var fœddur aö Hofi á Skagaströnd árið 1801. Hann var launsonur Gríms Jóns- sonar borgara í Reykjavík. Ekki er vitað um uppvöxt hans, en hann var búsettur í Reykjavik a.m.k. 1815-19. Nœst fréttist af honum er hann flyst að Skild- inganesi í desember 1829 eða janúar 1830, frá Strönd þar sem hann var vinnumaður. Var það til að lœra bókband hjá Eyjólfi Eggertssyni bókbindara. Grímur var skyldur Grími skáldi Thom- sen, en hans foreldrar voru Ingi- björg Jónsdóttir og Þorgrímur gullsmiður á Bessastöðum og hjálpuðu þau Grími Laxdal að komast að hjá Eyjólfi. Síðar kom upp misklíð milli bókbandsmeistarans og lærlings- ins. Þannig var að í febrúar 1830 var Jón Jóhannesson ffá Leirár- görðum við bókband í Viðey. Kom hann að Skildinganesi til Eyjólfs og bað hann að lána sér nokkra stimpla, sem Eyjólfúr ekki vildi. Litlu síðar fór Eyjólfur í bóksöluferð vestur á Mýrar, og þegar Jón frétti það var maður sendur frá Viðey með bréf ffá honum til Gríms og var hann beðinn að koma með stimplana út í eyju. Voru höfð orð dómstjór- ans fyrir því að það væri óhætt og var beðið um leið um nokkrar arkir af fallegum pappír. Og í Viðey voru stimplamir afþrykktir við ljósreyk. Þegar Eyjólfúr ffétti þetta kærði hann nema sinn fyrir þjófnað, en eftir að réttað hafði verið í málinu var það fellt niður og Eyjólfur sættist við drenginn. og Friðbíörn Steinsson Hefúr Grímur að líkindum verið um 3 mánuði hjá Eyjólfi. En ekkert taldi hann sig hafa lært þar, því í ágúst 1833, þegar hann var fluttur til Eyjafjarðar, sótti hann um styrk til Rentukammers í Kaupmannahöfn til kaupa á bókbandsverkfæmm og var tekið fram i umsókninni að hann væri sjálflærður í bókbandi. 1 Reykjavík kynntist Grímur konueíúi sínu, Hlaðgerði Þórðar- dóttur. Hún var ffá Hvammi undir Eyjafjöllum, en hafði flutt til Reykjavíkur 1828. Þau voru heit- bundin, en Grími var synjað ráðahagsins af foreldrum hennar. Strauk hann þá með Hlaðgerði sumarið 1831 norður að Hvammi i Eyjafirði, þar sem þau giffust um haustið. Þegar þangað kom áttu þau ekkert nema brúna hryssu, sem notuð var til ferðar- innar. A henni sat Hlaðgerður, en Grímur gekk. Vorið 1832 fluttu þau að Dvergstöðum í sömu sveit og reistu þar bú og bjuggu í 3 ár, eða þar til 1835 að þau fluttu sig til Akureyrar, þar sem Grímur hafði árið á undan fengið útmælda byggingarlóð og borgarabréf til að búa í kaupstaðnum. Hann fékk í maí 1842 veitingaleyfi, það fyrsta í bænum, til að selja ferða- fólki næturgistingu, mat og drykk. Grímur lét mikið til sín taka í bæjarlífinu og lengi vel var heimili hans nær eina athvarf sjúkra sem komu til bæjarins í lækniserindum. Hann gaf út nokkrar bækur, t.d. Felsenborgar- sögur. Þegar prentsmiðja var stolúuð á Akureyri, var Sálma- og bænakver er Grímur gaf út það fyrsta sem prentað var. Grímur var fom í skapi og kallaður sérvitur. Þótti nokkuð viðsjáll, en þó drenglundaður. Jón Borgfirðingur sagði reyndar að Grimur væri mesti mannhat- ari, sem vildi spilla fyrir sér með bókband og fleira. Grímur bjó á Akureyri í 27 ár. I mars 1862 drukknaði Jón, sonur Gríms. Jón bjó á Neðri- Dálkstöðum á Sval- barðsströnd og þangað fluttist nú Grímur. Þar lést Hlaðgerður nokkrum mánuðum síðar, en Grímur fluttist að Syðra-Lauga- landi 1864 og andaðist þar 1866. Gísli Konráðsson orti um Grím látinn: Viða flæktist, var snauður, vandist fletta blöðum, nú er Laxdal nýdauður norður á Stokkahlöðum. Eftirfarandi saga fannst í handriti í Landsbókasafni ís- lands: „Grímur Laxdal á Akureyri var góður bókbindari að öðru leyti en því, að gyllingar flestar voru nokkuð hallar á ská og ætíð á sama veg og eignuðu menn því að hann var skakkeigður og leit hjá sér sem menn kalla. Einu sinni sem optar var Ólafúr Gunn- laugsson Briem að smíða fyrir hann og hafði oft séð hann gylla bækur. I þetta sinn er Grímur var að gylla, bað Ólafúr Grím að lofa sér að gylla eina bók, Grímur gerði það og sagði honum til, en þegar Ólafúr lauk við, þá segir hann við Grím: „Er nú þetta nógu Bók í slitnu bandi og spjaldlausu. Grímur hefur leikið sér að því að pára nafn sitt á fremra saurblað ásamt ártali er hann var að binda bókina, en skriftin huldist þegar blaðið var límt á spjaldið. Gyllingin er í samrœmi við lýs- inguna á undan og að auki var bókin gyllt á hvolfi. Grímur hefur bundið bókina fyrir Daða Níels- son hinn fróða, þvi Daði ritaði nafn sitt og sama ártal á hina hlið blaðsins. skakt?“ En Grímur svaraði engu og grunaði hvar það átti heima.“ Þegar Grímur kom til Akureyr- ar 1835 var enginn bókbindari þar fyrir, en hann átti eftir að kenna mörgum bókband. Sendi hann oft nemendur sína til sjó- róðra. Þannig gat hann á ódýran hátt aflað sér skreiðar, en harð- fiskur þótti þá sjálfsögð aðalfæða á hverju heimili. Fyrsti lærlingur Gríms sem PRENTARINN ■ 17

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.