Prentarinn - 01.11.2005, Síða 19
band sem atvinnu, þá sinnti hann
töluvert ýmsum verkum í tengsl-
um við það fag. Hann gekk í
Handverksmannafélagið 1870 og
fékkst við að yfirfara reikninga
þess, ásamt Agli Jónssyni og síð-
ar Brynjólfi Oddssyni og Krist-
jáni O. Þorgrímssyni. Einnig var
Jón lengi prófdómari. Hann var
og kosinn heiðursfélagi Iðnaðar-
mannafélagsins 1882.
Þegar Jón Borgfirðingur flutti
frá Akureyri 1865, hafði Frið-
björn Steinsson rekið þar bók-
bandsstofu í 6 ár ásamt bóksölu.
Friðbjöm hafði komið til Akur-
eyrar árið 1850 með foreldrum
sínum írá Hólum í Öxnadal.
Þegar prentun hófst á Akureyri
1853 var Friðbjöm 14 ára.
Akveðið hafði verið að taka
dreng, prentaranum til aðstoðar
og sem jafnframt skyldi nema
prentlist. Buðu sig fram tveir
drengir; Ólafur Ólafsson frá
Fjöllum í Kelduhverfi, 20 ára, og
Friðbjörn. Skyldi námstíminn
vera 5 ár og var Friðbjöm valinn
vegna þess hann bauðst fyrir
lægri laun og þótti auk þess vera
á heppilegri aldri. En Ólafur hóf í
þess stað bókbandsnám hjá Grími
Laxdal.
Friðbjörn var kauplaust til
reynslu, fram á vor 1853, og
áfram um tvö ár til viðbótar, en
þá hætti hann og annar drengur
var ráðinn í hans stað. Ekki er
alveg ljóst hvar Friðbjörn lærði
bókband, en veturinn 1858-59 var
hann í kennslu hjá Vigfusi
Sigurðssyni, sem þá hafði hús-
næði hjá foður Friðbjamar. Hvort
sem það var öll kennslan sem
Friðbjörn fékk eða ekki, sem
nokkuð áreiðanlega var ekki, þá
fékk hann sveinsbréf 25. apríl
1859.
Þann dag voru þeir saman
komnir, auk Friðbjarnar, Jón
Borgfirðingur, Grímur Laxdal,
Vigfús Sigurðsson og Sveinn
Skúlason ritstjóri, til að afhenda
honum sveinsbréfið, með þessum
upphafsorðum: „Kære ven.
Boghandler og Mestersven!“ En
frá því sama ári taldi Friðbjöm
starfsemi sína sem bókbindari,
bóksali og bókaútgefandi, en
fyrsta bókin sem hann átti þátt í
útgáfu á var Veðurspá Benedikts
spámanns.
Sálmabók innbundin af Friðbirni Steinssyni, í Saffian-skinn, áriö 1863.
Bókbandsmerki Friðbjarnar á
fremra spjaldi sálmabókarinnar.
Friðbjörn hafði bókband og
bóksölu að aðalatvinnu, og hefur
verið vel liðtækur bókbindari.
Hann fékk hrós fyrir bókband á
iðnaðarsýningu á Oddeyri og
jaíhffamt heiðurspening úr bronsi
á iðnaðarsýningunni í Reykjavík
1883.
Friðbjörn Steinsson kenndi
nokkrum mönnum bókband og
má þar helst taka Aðalstein son
hans. Aðalsteinn Eyfjörð Frið-
bjamarson var fæddur 1862 og
var byrjaður í námi 1877. Starf-
aði hann hjá föður sínum eftir
námið en 1880 sigldi hann til
Kaupmannahafnar og kom aftur
árið eftir. Hefur hann haldið
þangað til að mennta sig frekar í
faginu.
Haustið 1883 settistAðal-
steinn að á Seyðisfirði sem bók-
bindari og bóksali. Hafði hann
þar starfsemi sína í barnaskóla-
húsinu á Seyðisfjarðaröldu. En
vegna lasleika föður síns hélt
hann aftur til Akureyrar í júní-
byrjun 1885 og tók þá við rekstri
bókbandsstofunnar og bóksölunn-
ar. Aðalsteinn fékk 2. verðlaun
fyrir bókband á sýningu á Odd-
eyri sumarið 1890, þar sem
sýndur var lifandi peningur,
smíðisgripir og hannyrðir. Verð-
launin fékk hann í flokki smíðis-
gripa. Aðalsteinn var mjög dug-
legur handverksmaður, en hann
lést úr inflúensu sumarið 1894,
aðeins 32 ára. Friðbjörn tók þá
aftur við rekstri vinnustofunnar
og bóksölunnar, en verslunina
seldi hann Sigurði Sigurðssyni
árið 1911.
Halldór Pétursson, fyrrum
bóndi og bókbindari i Viðigerði
og síðan húsmaður á Fornustöð-
um, fluttist til Akureyrar 1878.
Hann var vinnumaður og bók-
bindari hjá Friðbirni frá 1884 til
um 1890. Halldór hafði lengi
verið brjóstveikur er hann lést
1894, um sextugt, úr sama in-
flúensu-faraldrinum og Aðal-
steinn Friðbjarnarson og var þá
skráður niðurseta. Hann var
einstakur reglumaður, mjög
vandaður og áreiðanlegur.
Magnús Jónsson var vinnumaður
hjá Friðbirni 1887-96 og síðan
bókbindari i mörg ár.
Friðbjörn Steinsson gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum á Akur-
eyri. Hann sat í bæjarstjóm um 30
ár, í byggingamefnd í mörg ár,
sóknarnefndarmaður, meðhjálpari
o. fl. Fyrsta Goodtemplararegla
landsins var stofnuð á heimili
Friðbjamar 1884, en áður hafði
hann stofnað bindindisfélag í
bænum. Hann var í stjórn Gránu-
félagsins, bókavörður Amtsbóka-
safnsins, stofnandi handiðnaðar-
mannafélagsins, framfarafélags-
ins, jarðræktarfélagsins og iðn-
aðarmannafélagsins. Hann var
heiðursfélagi Stórstúku íslands og
Bóksalafélagsins og Dannebrogs-
maður. Friðbjörn var því við
margt riðinn, enda vel gáfaður
maður, þótt ekki hafi hann notið
þeirrar menntunar í æsku er sam-
boðin var honum. Friðbjörn hélt
starfskröftum fram að 70 ára aldri,
en þá fór hann að tapa sjón og
varð blindur. Hann lést 1918.
Briddsmót
FBM 2005
FBM hélt sitt árlega briddsmót
(tvímenning) þann 13. nóvem-
ber, 10 pör mættu til leiks og
spilað var á 5 borðum. Sigur-
vegarar mótsins urðu þeir Rúnar
Gunnarsson og Haraldur
Ingason með 136 stig. I öðru
sæti, Albert Þorsteinsson og
Bragi Björnsson 130 stig og í
þriðja sæti þeir Guðmundur
Sigurjónsson og Baldur Bjart-
mars með 123 stig. Keppnis-
stjóri var Guðmundur Aldan.
F.v. Baldur Bjartmars, Guðmundur Sigurjónsson, Rúnar Gunnarsson,
Haraldur Ingason, Albert Þorsteinsson og Bragi Björnsson.
PRENTARINN ■ 19