Prentarinn - 01.11.2005, Qupperneq 21
Bragi Þórðarson
Hafsteinn
Ég kynntist Hafsteini Guðmunds-
syni veturinn 1953, þegar ég var
sendur til hans ofan af Akranesi
til frekara náms og undirbúnings
í prentsetningu. Tækjakostur
prentsmiðjunnar á Akranesi var
lítill og ófullkominn og engan
veginn fullnægjandi til þess að ég
gæti lokið þaðan prófi. Hafsteinn
var þá prentsmiðjustjóri í Hólum
í Þingholtsstræti í Reykjavík.
Hann stjórnaði sinni prentsmiðju
af festu og öryggi og naut virð-
ingar starfsmanna sinna og við-
skiptavina. Allt skyldi vanda, sem
unnið var í fyrirtækinu, jafnt hið
smæsta sem stærsta. Enginn
prentgripur mátti fara þaðan ef
hann stóðst ekki gæðakröfur
Hafsteins. Hann lét hiklaust
endurprenta bækur ef vafi lék á
fullkomnu prentverki þeirra.
Samhliða því að vera prent-
smiðjustjóri í prentsmiðjunni
Hólum kenndi Hafsteinn um
Hallbjörn Halldórsson.
L —I A I Q
r lUld
árabil fagteikningu fyrir prent-
iðnaðinn við Iðnskólann i
Reykjavík. Hann hafði numið sín
fræði við „Fagskolen for bog-
haandverk“ í Kaupmannahöfn.
Hafsteinn var strangur kennari og
kröfuharður við nemendur sína,
en jafnframt gerði hann miklar
kröfur til sjálfs sín. Einnig starf-
aði hann sem bókahönnuður og
margir fegurstu prentgripir þjóð-
arinnar bera handbragði hans
fagurt vitni. Þjóðsagnaútgáfa
hans og aðrar fagurlega útgefnar
bækur voru hvatning til annarra
að standa vel að útgáfum sínum.
I Prentverki Akraness hafði ég
búið við frjálsræði og kennslan í
algjöru lágmarki. Það voru gífur-
leg viðbrigði að koma í Hóla. Þar
var krafist nákvæmni og vand-
virkni í smáu sem stóru. Ég var
vankunnandi í faginu að flestu
leyti og mig skorti undirstöðu-
þekkingu í vinnubrögðum. Þurfti
ég að endurvinna flest þau verk-
efni sem fyrir mig voru lögð. Ég
lærði mikið á stuttum tíma og
vandist þvi strax að verða að
leggja mig allan ffam.
Langur vinnudagur
Vinnudagurinn var langur. Ég var
i starfsnámi í prentsmiðjunni frá
klukkan 8 á morgnana til klukkan
5 síðdegis. A kvöldin naut ég
þeirra forréttinda að fá leiðbein-
ingu og kennslu í fagteikningu á
stofúborðinu hjá Hafsteini og
Helgu eiginkonu hans, en þau
bjuggu þá í húsi prentsmiðjunnar
í Þingholtsstrætinu. Ég vaknaði
upp úr klukkan sjö á morgnana,
fór gangandi vestan af Ásvalla-
götu upp í Þingholtsstræti, sem
var rúmlega 30 mínútna gangur
og aftur vestur á Ásvallagötu að
loknum venjulegum vinnudegi.
Eftir kvöldmat gekk ég svo aftur
upp í Þingholtsstræti í fagteikn-
inguna og síðan heim að lokinni
kennslu á kvöldin klukkan tíu.
Þetta voru ljórar ferðir á dag.
Samtals átta klukkustundir í
vinnu, tvær klst. í fagteikningu
og tvær klst. í göngu hvem dag.
Hafsteinn hafði mikinn metnað
fyrir hönd nemenda sinna og
gerði miklar kröfur til mín. Á
kvöldin var ég stundum gersam-
lega uppgefinn eftir langa vinnu-
daga og miklar kröfur, sem mér
þótti stundum erfitt að standa
undir, en gerði mér þó ljóst hve
þýðingarmikið það væri fyrir mig
að fá þessa góðu kennslu. Ég var
i þessu námi hluta úr vetri 1953
og 1954.
Hailbjörn og
munnlega prófið
Sveinsprófið, sem var tvíþætt,
munnlegt og verklegt, þreytti ég
vorið 1954. Munnlega prófið fór
fram í húsi prentarafélagsins við
Hverfisgötu. Formaður próf-
nefndar var Hallbjöm Halldórs-
son, virðulegur maður með grátt,
velhirt skegg, talinn einn besti
íslenskumaður í stéttinni. Hann
var strangur og kröfúharður, eins
og Hafsteinn, og átti það til að
fella menn ef þeir ekki stóðu sig.
Flestir óttuðust mjög að fara í
þetta próf. Ég var hins vegar
nokkuð rólegur þegar ég var
leiddur fyrir prófnefndina, sem
spurði mig spjömnum úr um
leturstærðir og gerðir, pappír og
brot. Erfiðast þótti þó íslensku-
Hafsteinn Guðmundsson.
prófið, þar sem spurt var um
smátt og stórt í stafsetningu og
málfræði. Gekk það allt snurðu-
laust og þegar Hallbjörn kvaddi
mig fannst mér ég greina viður-
kenningarbros í gegnum vel hirt
skeggið. Seinna fékk ég að vita
einkunnina sem var 9,1.
Hafsteinn og
verklega prófið
Ég var aftur á móti ekki eins ró-
legur þegar ég fór i verklega
prófið, sem háð var í Hólaprenti
og stóð yfir í tvo langa daga.
Sannleikurinn var auðvitað sá, að
þegar ég kom til Hafsteins var ég
mjög vankunnandi, eins og áður
sagði, og hann tók mig engum
vettlingatökum. Það var hans
stíll. Hann hafði í raun svipt mig
sjálfstraustinu með ströngum
kröfúm sínum.
Nóttina fyrir prófið svaf ég
lítið, fannst ég mjög vankunn-
andi, tilfinning, sem ég hafði
ekki þekkt áður í prófum. Ein-
hvern veginn tókst mér þó að
komast í gegnum fyrri daginn og
ljúka verkefnunum seint um
kvöldið. Eftir svefnlétta nótt var
ég mættur klukkan 8 um morg-
uninn, ákveðinn í að gera það
sem ég gæti, minna mátti það
ekki vera. Mér tókst einnig að
ljúka verkefnum seinni dagsins,
og var fúllkomlega uppgefinn
þegar ég komst heim í risher-
bergið á Ásvallagötunni seint um
kvöldið.
Daginn eftir boðaði Hafsteinn
mig á sinn fund. Ég var óstyrkur,
þegar ég bankaði á skrifstofú-
dyrnar hans á efri hæðinni í
Hólaprenti.
PRENTARINN ■ 21