Prentarinn - 01.11.2005, Side 22
„Þú þarft ekki að banka.
Gakktu inn.“
Eg opnaði dyrnar hálfhikandi.
Hann stóð við skrifborðið í stórri
skrifstofunni, vinstra megin var
teikniborðið með skissum og
teikningum af titilsíðum, auglýs-
ingum og öðrum prentgripum,
hægra megin bókahillur, þar sem
við blöstu fallegar bækur með
upphleyptum kjölum og skrauti.
Hann brosti kankvíslega til mín.
„Þú varst kvíðinn og tauga-
óstyrkur í prófinu. Fannst þér ég
kannski strangur kennari?“ Eg
játti því. „Þú stóðst þig með
prýði.“ Ég leit undrandi á hann.
„Já, ég held að mér hafi tekist
að gera úr þér góðan fagmann.
Það var alltaf ætlunin. Þú mætir
svo í útskriftarhófið í næsta
mánuði.“
A þessari stundu opnuðust
augu mín fyrir tilganginum með
hinni öguðu kennslu. Meistarinn
vildi mér aðeins vel. Hann sætti
sig ekki við neitt annað en topp-
árangur. Mér tókst að þakka
honum fyrir mig og kveðja.
I útskriftarhófinu kom svo í
ljós, að ég var með fyrstu eink-
unn, efstur hinna tólf nema, sem
þreyttu sveinspróf í prentfræðum
þetta vor.
Hafsteinn Guðmundsson opn-
aði mér nýjan heim í prentlist-
inni. Sá tími, sem ég naut leið-
sagnar hans í prentfræðum, hefur
reynst mér dýrmætur í starfi
mínu. Þakklátur er ég einnig fyrir
að hafa átt þvi láni að fagna að
njóta vináttu hans á lífsleiðinni.
Meðfylgjandi minningabrot eru
úr safni Braga Þórðarsonar
bókaútgefanda á Akranesi og
fyrrverandi prentsmiðjustjóra i
Prentverki Akraness. Þau eru birt
í Prentaranum með leyfi höfund-
arins.
Samruni erlendra félaga
Sæmundur Árnason
samstarf og
samruni
erlendra félaaa
Miklar breytingar eru nú að eiga
sér stað hjá grafísku félögunum á
Norðurlöndum sem og annars-
staðar í Evrópu, þ.e. aukið sam-
starf við önnur félög. Okkar sam-
starfsfélög á Norðurlöndum sem
og annarsstaðar í Evrópu eru í
auknum mæli að leggja niður
sjálfstæða starfsemi sinna félaga
og stofna ný félög með öðrum.
Eða þá að nokkur félög samein-
ast og stofna ný landsambönd.
1 Þýskalandi, Hollandi, Austur-
ríki, Sviss, Ítalíu, Spáni, Dan-
mörku, Noregi, Belgíu, Englandi,
Bandaríkjunum, Kanada, Suður-
Afríku, Astralíu og Nýja-Sjálandi
hafa prentiðnaðarmenn gengið til
samstarfs við önnur félög. Og
viðræður eru í gangi í eftirtöldum
löndum: Svíþjóð, Frakklandi,
Póllandi, Króatíu, Ungverjalandi,
Slóvakíu og Tékklandi.
Hvað er það sem gerir þessar
breytingar svo aðkallandi? Það er
kannski þrennt sem er mest áber-
andi, mikil fækkun íyrirtækja og
færri atvinnutækifæri, svo og
tækninýjungar sem orsaka breyt-
ingar á vinnuumhverfi. Þetta
þrennt þýðir fækkun félagsmanna
í prentiðnaðarfélögum Með nýrri
tækni þarf ekki færri grafískt
menntaða starfsmenn, heldur er
það áberandi að þeir hafa ekki
komið inn i hin gömlu félög
prentara og æ færri fara þá leið
að taka sveinspróf. Frekar er það
þannig að námið byggist upp á
námskeiðum og sértækum starfs-
menntabrautum. Fyrirtækjum
hefur fækkað með samruna íyrir-
tækja og prentun hefur farið til
Austur-Evrópu og Asíu í auknum
mæli og nú á allra síðustu tímum
jafnvel til Afríku. Allt þýðir þetta
að félagsmönnum fækkar jaíht og
þétt í prentiðnaðarfélögunum og
þau geta ekki staðið undir þeim
kröfum sem félagsmenn gera til
þeirra og því leita þau þeirra
leiða að sameinast í stærri eining-
ar, bæði til að geta betur uppfyllt
þarfir félagsmanna og einnig til
að standa betur að vígi í kjara-
málum og verja áunninn rétt.
Grafisk forbund í Danmörk
hætti sjálfstæðri starfsemi íyrir
nokkrum árum og hluti félagsins
prentarar og prentsmiðir, fóru í
H.K.privat (Félag verslunar-
manna) en bókbindarar gengu í
SID (Starfsgreinasambandið). Og
nú á næsta ári mun norska félag-
ið NGF hætta starfsemi og verða
grafísk deild innan Fællesfor-
bundet (Samiðn) og sænska
félagið er á fúllri ferð í því að
treysta sína félagsstarfsemi með
því að leita samstarfs við önnur
iðnaðarfélög í Svíþjóð.
Þá hefúr finnska félagið
ákveðið að hefja viðræður við
önnur iðnaðarmannafélög um
samstarf eða samruna í nýtt félag.
Breska félagið GPMU hefur
hætt sinni sjálfstæðu starfsemi og
stofnað ásamt öðrum iðnaðar-
félögum nýtt samband AMICUS.
Fyrir nokkrum árum stofnaði
þýska félagið ásamt 14 öðrum
félögum sambandið VERDI.
Hollendingar stofnuðu nýtt sam-
band KIEM ásamt öðrum félög-
um í fjölmiðlun. I Sviss samein-
uðust félögin í nýtt samband
Comedia. Sama þróun er að eiga
sér stað með öðrum félögum í
Evrópu.
Þessi þróun hófst um svipað
leyti og ákveðið var að leggja
niður International Graphical
Federation og stofna Union Net-
work International en þar var
sama þróunin yfirvofandi, fyrir-
sjáanleg fækkun í okkar iðnaði.
En hver er staðan hér á landi?
Ef við miðum við okkur í FBM
þá má segja að við höldum
ennþá okkar stöðu í fjölda
félagsmanna sem hefur verið
nokkuð stöðugur undanfarin ár
en félagsmönnum fjölgar ekki.
Er sú þróun sem við sjáum að á
sér stað í nágrannalöndunum
eitthvað sem við þurfum að taka
tillit til eða ekki?
22 ■ PRENTARINN