Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Síða 13

Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Síða 13
Desember 1954 GRÆNLANDSVÍNURINN 9 þetta svæði het áður Tröllabotn. Norðmenn kalla þetta nú reyndar Norskahafið. Jan Mayen hét Nýja land. Scoresbysund — Það stendur við fjörðinn Öllumlengri. Svæðið frá Öllum lengri og norður með strönd Grænlands er það svæði sem í íslenzkum sögum var kallað Grænlandsóbyggðir. Þá kalla Danir sundið milli Islands og Grænlands: Danmarksstrædet, en það er enn í dag kallað Græn- landshaf, á íslenzku og allt suður fyrir Hvarf. Þar sem Angmagssalik hcitir í dag (sem er grænlenzka og þýð- ir: Loðnuveiðistaður) voru Krosseyjar sem íslenzkar sögur tala um. Rétt austur af þeim eru hin svoköll- uðu Jónsmið, sem íslenzkir togaramenn kalla. Norður af Krosseyjum (Angmagssalik) rísa upj) hæstu tindar Hvítsérks en svo mun jökulbungan þaðan og norður undir Öllumlengri (Scoresbysund) hafa ver- ið kölluð. Þessa tinda kalla Danir í dag: Monnt Forel og Gunnbjörnsfjeld. (Á þessu korti er Gunnbjörnsfjeld ranglega staðfært, það er miklu sunnar). Þessir tindar eru það sem í íslenzkum sögum er átt við þegar talað er um Gunnbjarnarsker, því þeir rísa fyrst úr hafi scm sker þegar sigld er Eiríksstcfna til Grænlands. Langt fyrir sunnan Krosseyjar (Angmagssalik) lágu Finnsbúðir eða þar suður af sem Tinginiarmiut (Fugla- flói) er á. þessu korti. Við suðursporð Grænlands kalla Danir Kap Farvel en það er það svæði sem á íslcnzku heitir Hvarf enn í dag. (Þessu staðarheiti hafa danskir fræðimenn viljað finna stað á tveimur öðrum stöðum). Eystri byggð lá á svæðinu frá Berufirði, rétt fyrir austan Hvarf og vestur undir Mikley (Nunarssuit) (þar sem skagar lengst til vesturs fyrir norðan Julianeháb (Hvalvík) á þessu korti). Narssarssuan (þ. e. Stóra slétta er í Eiríksfirði rétt upp af Stokkanesi, sem svo hét til forna. Þar er syðsti flugvöllur Bandaríkjamanna á Grænlandi. Svæðið kringum Ivigtut (Hcyvík) var kallað Mið- firðir. Þar fyrir norðan hét Vestri óbyggð norður und- ir Fiskenæsset á kortinu en um það bil byrjaði Vestri- byggð og nokkuð norður fyrir Godtháb (á grl. Núk þ. e. Nes á íslenzku). Eftir það var strönd Grænlands í fornöld kölluð Norðurseta. Eyjan Disko heitir Bjarney á islenzku. Hafið fyrir vestan Grænland hét Suðurbotu þar scm Danir kalla Davisstrædet en Norðurbotn þar sem þcir kalla nú Baffins Bugt. ' Baffin island heitir Helluland á íslenzku. Alrede í flere ár har grönlandske kvinder ;haft stemme- ret til de grönlandske rád. Men vejledning er endnu stærkt pákrevet. (Er þetta H. G. A. sem er „vcjlederen?"). Usle rönner og utætte Træskure tjener til bolig for adskillige börnefamilier. Et hus sem dette i Kanga- miut er trods nytiden stadig mange af i byerne. Tu- berkulosen har haft gode vilkár her, hvor mange menn- esker er stuvet samen í smá, uhygiejniske rum.

x

Grænlandsvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.