Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Side 17

Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Side 17
Desember 1954 GRÆNLANDSVINURINN 13 nóv., er vonandi öllum ísl. stjórnmálamönnum ljós sann- leikur þessara ofangreindra orða. En svo er annað atriði, sem minna hefur verið rætt, en er einnig aðkallandi, en það' er opnun Grænlands fyrir ísl. atvinnurekstri af öllu tæi. Enn á 18. öld var það ekki talið ólöglegt, að þjóðir héldu nýlendum sínum lokuðum fyrir siglingum og verzlun og atvinnu annarra þjóða. Þá (1776) voru nú- gildandi lokunarlög Grænlands sett. En óralangt er síðan, að þjóðarrétturinn hefur breytzt þannig, að slík lokun nýlendna er ólögleg. Til þess að geta haldið Græn- landi lokuðu, hafa Danir því orðið að fá sérstök leyfi annarra þjóða, (venjulega í verzlunarsamningum). Slíkt leyfi hefur Island ekki gefið. Lokun Grænlands er því ólögleg (þ. e .þjóðréttarbrot) gagnvart Islandi, jafnvel þótt Grænland væri dönsk nýlenda, og jafiivel þótt það væri danskt land en ekki íslenzkt undir danskri stjórn. Þjóðrétturinn hefur aldrei leyft það, að þjóðir þjóð- arréttarsamfélagsins lokuðu heimalöndum sínum. Opn- un landsins hefur einmitt frá ómunatíð verið fyrsta frumskilyrði fyrir upptöku þjóða í þjóðréttarsamfélagið. Og fallbyssurnar hafa enda oftar en einu sinni verið látnar kenna hálfsiðuðum þjóðum skyldu þeirra til að opna land sitt. Nú eru Danir búnir að gera Grænland að dönsku amti, stjórna því nú sem hluta úr Danmörku, og hafa neytt Grænlendinga til að senda tvo menn á Ríkisþing Dana. Þannig á litið, er Danmörk sjálf orðin eins og gómstór blettur úr heimalandi danska þjóðfélagsins. Ein- ungis þessi gómstóri blettur er opið land. Þannig á lit- ið, — og það er sjónarmið Dana sjálfra, — er svo til allt heimaland danska þjóðfélagsins lokað land fyrir Islendingum. Þetta er ekki aðeins svo með tilliti til víðáttunnar, heldur einnig með tilliti til hagsmunanna og alls annars. Þessi lokun er tvimælalaust þjóðrétt- arbrot gagnvart íslandi, er ekki hefur leyft Danmörku lokun nokkurs lands, síst þó heimalandsins. Ef stjórn vor sneri sér til Danmerkur og krefðist þess, að Grænland væri opnað samkvæmt skýlausum boðum þjóðaréttarins, mundum við eiga það á hættu, að slík krafa vor yrði túlkuð sem sönnun þess, að Is- land væri búið að gefa upp yfirráð sín yfir Grænlandi og viðurkenndi yfirráðarétt Danmerkur yfir því. Ef Is- land teldi sig eiga Grænland myndi krafa þcss vera sú, að Danmörk afhenti því það! Vilji Island fá Grænland opnað án þess, að setja yfirráðar og afhendingarkröfu sína fram fyrst, yrðum vér að fara aðra leið, þá, að láta öll ákvæði Iokunar- laganna fyrir Grænland (frá 1776) ganga í gildi hér gagnvart Dönum og dönskum og færeyskum skipum. Mundi þá fljótt koma hljóð úr horni! Því mundi ekki verða tekið með sömu þögn og þolinmæði af Dönum og því var tekið hér, er Danir lokuðu fyrir oss græn- lensku landhelginni 1925, þótt þetta væri herfilegt brot á Sambandslögunum. Til forsvars af vorri hálfu í „dansk- ísl. löggjafarnefndinni" var þá „ættjarðarvin- urinn“ Einar Arnórsson! . Ef vér gripum til þeirra þjóðaréttarlega heimiluðu og löglegu aðgerða að beita Dani og Pæreyinga sömu tökum hér og vér verðum nú að sæta á Grænlandi, mundu- Danir skjótt vilja fá þau vandræði leyst með samningum, þótt stjórn vor hafi setið sofandi og að- gerðarlaus og þolað Dönum rangindi gagnvart oss á Grænlandi áratug eftir áratug öldungis átölulaust. Æski danska stjórnin samninga, yrði það ísl. stjórn- arinnar að setja skilyrði fyrir samningunum. En Island má ekki fallast á nokkra samningatilraun við Dani um Grænland eða rétt Islendinga á Grænlandi án fullkom- ins fyrirvara um óskertan yfirráðarétt Islands yfir Grænlandi þrátt fyrir þá samninga ög þrátt fyrir þann árangur, sem kynni að verða af samningunum, því án slíks fyrirvara mundu samningarnir verða skoðaðir sem sönnun fyrir því, að ísland hafi gefið upp yfir- ráðarétt sinn yfir Grænlandi og viðurkennt yfirráða- rétt Danmerkur yfir því. Haustið 1951 rigndi yfir ísl. landstjórnina heilli hlemmidrífu af áskorunum • frá félagssamtökum út- gerðarmanna og sjómanna hvaðanæfa af landinu, þess efnis, að opna sjávarútveginum hafnir og fullkomna að- stöðu til atvinnureksturs á Grænlandi. Er hokkuð af þessum fjölmörgu áskorunum prentað í ,,Ægi“ haustið 1951. Síðan hafa þessar kröfur sjávarútvegsins verið marg- endurteknar við landsstjórn vora. En það hefur verið eins og að hamra i harðan steininn. Og 22. nóv. s.l. voru það „danskir íslendingar", sem risu upp úr ráð- herrastólunum á þingi og gáfu sjómönnum loks svörin! Eins og allir vita, liggur bátaflotinn óvirkur eðá í taprekstri mestallan liluta ársins,. af því að bátunum er ókleyft að nota Grænlandsmiðin án fullkominnar aðstöðu í landi á Grænlandi. Á þorskveiðum við Grænland mundu botnvörpung- arnir geta tvöfaldað eða þrefaldað afköst sín, ef þeir hefðu fullkomna aðstöðu í landi á Grænlandi. Á karfavciðum við Grænland fyltu botnvörpung- arnir sig á tveim dögum, en vegna siglingar fram og aftur hafa slíkar veiðiferðir til Vestur-Grænlands tekið 10—16 daga. Ef botnvörpungarnir hefðu fullkomna aðstöðu í landi á Grænlandi, myndu þeir geta 4—6 faldað afköst síu við þessar veiðar.

x

Grænlandsvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.